Fantastic Beasts: The Secrets of Dumbledore (2022)
Fantastic Beasts and Where to Find Them 3
"Return to the Magic."
Þriðja sagan úr Fantastic Beast flokknum þar sem fylgst er með ævintýrum Newt Scamander.
Deila:
Bönnuð innan 9 áraÁstæða:
Hræðsla
HræðslaSöguþráður
Þriðja sagan úr Fantastic Beast flokknum þar sem fylgst er með ævintýrum Newt Scamander. Albus Dumbledore prófessor veit að hinn valdamikli galdramaður Gellert Grindelwald vill ná yfirráðum yfir galdraheiminum. Dumbledore getur ekki stöðvað hann einn og fær því töfrafræðinginn Newt Scamander til liðs við sig, til að fara fyrir liði töframanna, norna og einum Mugga bakara, í hættulega ferð þar sem gömul og ný skrímsli verða á vegi þeirra.
Aðalleikarar
Vissir þú?
Johnny Depp lék í einu atriði áður en hann var beðinn um að yfirgefa tökustað. Samkvæmt ýmsum heimildum er klásúla í samningi hans sem segir að hann muni fá greitt að fullu fyrir myndina, eða 16 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði tveggja milljarða íslenskra króna.
Upprunalegi Harry Potter handritshöfundurinn Steve Kloves snýr hér aftur eftir tíu ára hlé. Hann var fenginn að myndinni til að aðstoða höfundinn, J.K. Rowling.
Frumsýningu var frestað um eitt ár eftir misjafnar undirtektir við fyrri myndum, og til að J.K. Rowling fengi meiri tíma til að fínpússa handritið.
Eitt helsta sögusvið myndarinnar er Rio de Janeiro í Brasilíu. Aðdáendur bjuggu því til áskorun á netinu um að hin Óskarstilnefnda leikkona Fernanda Montenegro yrði ráðin í hlutverk forseta töfraráðs Brasilíu. 100.000 manns skrifuðu undir. Montenegro sagðist þakklát, en hefði því miður ekki tíma til að uppfylla þessar óskir.
Persónan Vicência Santos er leikin af brasilískri leikkonu, Maria Fernanda Candido, sem er vel þekkt í landinu.
Mads Mikkelsen lék Hannibal Lecter í Hannibal, sem þýðir að hann er fjórði leikarinn úr þeirri seríu til að leika í Harry Potter tengdum myndum. Hinir eru Ralph Fiennes, Gary Oldman og Rhys Ifans.
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

Warner Bros. PicturesUS

Heyday FilmsGB































