Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 2 2011

(Harry Potter 8)

Frumsýnd: 13. júlí 2011

It All Ends

130 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 96% Critics
The Movies database einkunn 85
/100

Lokakafli þessarar gríðarstóru ævintýrasögu. Hér mun allt enda. Seinni hlutinn af Harry Potter og dauðadjásnunum fjallar um leit Harry, Hermione og Ron að eftirstandandi dauðadjásnum Voldemorts, en sú leit leiðir þau í æsilegri ævintýri en nokkru sinni fyrr. Nú þegar Voldemort hefur náð hönd sinni yfir yllisprotann hefur hann aldrei verið sterkari. Galdraheimurinn... Lesa meira

Lokakafli þessarar gríðarstóru ævintýrasögu. Hér mun allt enda. Seinni hlutinn af Harry Potter og dauðadjásnunum fjallar um leit Harry, Hermione og Ron að eftirstandandi dauðadjásnum Voldemorts, en sú leit leiðir þau í æsilegri ævintýri en nokkru sinni fyrr. Nú þegar Voldemort hefur náð hönd sinni yfir yllisprotann hefur hann aldrei verið sterkari. Galdraheimurinn er allur á barmi styrjaldar, hver og einn þarf að velja í hvoru liðinu þeir munu berjast, með Harry Potter eða gegn. Engum er lengur óhætt og fáum er treystandi. Leitin að dauðadjásnunum ber þau loks aftur á ný til Hogwarts þar sem stærsta barátta lífs þeirra mun fara fram, sú blóðugasta, hatrammasta og illskeyttasta hingað til. Spádómurinn um örlög Potter liggur eins og óveðurský yfir öllu og eitt er ljóst, annar þeirra mun deyja.... minna

Aðalleikarar

Ótrúlega fullnægjandi endir
Eftir 14 ár er Harry Potter loksins opinberlega búið, eða að minnsta kosti þangað til reboot af myndunum kemur, hvenær sem það verður. Harry Potter er eitt það stærsta sem tengir mig við æsku mínu og núna loksins er ég að kveðja þetta, 21 árs gamall og verið aðdáðandi síðan ég var um 9-10 ára gamall (ég og bróðir minn fengu fyrstu tvær bækurnar frá Kertasníki). Síðast þegar ég komst í eins mikla tengsli við æsku mína var þegar Toy Story 3 kom út á síðasta ári (og eru allar myndirnar frá þeim þríleiki með því besta sem Pixar hefur gert) og að mínu mati er Harry Potter And The Deathly Hallows: Part II á sama kaliber yfir gæði. Ekkert er sparað við þessa mynd, hvort sem það er tölvutæknin, leikarar, framleiðsla eða mörg smáatriði. Myndin er æðislegt kikk fyrir árið sem hefur ekki verið það gott. Áður en myndin kom út voru bestu myndir ársins Source Code og 13 Assassins (tæknilega séð 2010 mynd, en skiptir engu) en núna er það pottþétt Deathly Hallows: Part II.

Álit mitt áður en ég sá myndina var að bestu myndirnar voru Chamber Of Secrets, Order Of The Phoenix (en bókin er með mínum uppáhalds bókum yfir höfuð) og Half-Blood Prince (en hún er eina örugga myndin sem mér finnst vera betri en bókin) á meðan þær verstu eru Goblet Of Fire og Prisoner Of Azkaban. Hvorugar af þeim myndum eru slæmar eða miðlungsgóðar, bara ekki eins góðar. Philosopher’s Stone og Deathly Hallows: Part I eru síðan á milli. Deathly Hallows: Part II er betri en fyrri hlutinn, er algjörlega með þeim betri frá upphafi, en sú allra besta? Ég get ekki fullkomlega dæmd það strax en eins og er er myndin mjög líkleg til að enda þar. Þarf bara líklegast að sjá hana aftur.

David Yates er besti leikstjóri sem Harry Potter hefur haft og ég vona að maðurinn muni leikstýra mörgum öðrum kvikmyndum í framtíðinni, en hann var mjög óþekktur áður en Order Of The Phoenix kom út. Allir leikstjórarnir hafa komið með sitt fyrir myndina (Myndirnar hans Columbus komu með langmesta leikaravalið og hafa nær allir staðið sig mjög vel og skapaði heiminn sem myndin gerist í, myndin hans Cúaron kom með kvikmyndatökuna, stílinn sem hinar myndirnar tóku áhrif frá og myndin hans Newell kom með alvarleikann og karakterstýrðu myndina). Yates kom með skemmtanagildið sem var aldrei eins gott áður en hann kom, fullkomalega vel stjórnuðum tóni (þar á meðan skiptingarnar milli fyndna og alvarlega atriða), vönduðustu dramatíkina og besta leikinn. Flæðið í þessari mynd og Order Of The Phoenix er líka það besta.

Leikurinn hefur aldrei verið jafn öflugur og hann er núna en hérna fá aðalleikararnir þrír aðeins meiri hjálp en í síðustu mynd, þar sem þau voru oftast ein. Daniel Radcliffe, Emma Watson og Rupert Grint hafa öll eignað sér karakteranna sína, þó það var mismunandi hvenær það gerðist. Þó leikur þeirra hefur ekki alltaf verið gallalaus eru þau öll orðin núna að fantagóðum leikurum en það er alltaf spurning hvort leikari úr stórri seríu getur náð að halda atvinnu sinni eftir að hún er búin. Allir aukaleikararnir standa sig vel og það er frábært hversu langt er farið í að sjá til þess að allir karakterarnir koma aftur leiknir af sömu leikurum. Eina breytingin sem kom er að Warwick Davis leikur núna Griphook (en hann talaði einungis fyrir hann í 1. myndinni) og eini karakterinn sem ég sá að vantaði úr báðum hlutunum var Charlie Weasley. Þó hann gerir lítið sem ekkert í seríunni þá hefði verið gaman að sjá hann.

Ralph Fiennes, John Hurt, Maggie Smith, Helena Bonham Carter (listinn yfir góðum aukaleikurum er endalaus) eru líka góð en senuþjófur myndarinnar er Alan Rickman sem Severus Snape. Maðurinn á tvö atriði í myndinni sem hann eignar sér algjörlega og er ótrúlegur í þeim. Af öllum frammistöðum sem hafa verið í seríunni þá er hans sú besta. Takið samt eftir því hversu margar pásur maðurinn hefur þegar hann ávarpar nemendurna. Ofleikur á sínu besta.

Steve Kloves fær líka frábært hrós. Þrátt fyrir að hann hafi haft sína galla síðan hann byrjaði (t.d. að margir galdrar láta fólk skjótast í burtu, einkennilegar línur, nokkrar holur og hversu augljóst það er að Hermione er uppáhalds karakterinn hans) þá hef ég nær alltaf verið ánægður með hann. Mér finnst eins og hann hafi uppgötvað að hann gleymdi ákveðnum upplýsingum og ákvað loksins að setja þær, sem kemur miklu betur út en það hljómar. Aðalgallar mínir við síðustu mynd voru að mér fannst Ginny Weasley vera skilin of mikið út undan (ég er ekki að segja að hún þurfti meira skjátíma, heldur að það þurfti að minnast meira á hana, enda er hún mikilvægur hluti af lífi Harry) og að ákveðinn spegill kemur fram upp úr engu. Báðir þessir gallar eru ekki sjáanlegir í þessari mynd. Með speglinum eru margar aðrar holur sem hann lagar (sumar góðar, sumar sem ég hefði viljað sjá gera aðeins betur) og hann gleymir ekki heldur aukakarakterunum. Það var líka gaman að sjá að aukatríóið (þ.e.a.s. Luna Lovegood, Ginny og Neville Longbottom) var talsvert í myndinni. Ekki búast samt við því að það sé mjög mikill fókus á aukakarakteranna, enda eru þeir mjög margir og þar að auki er myndin ekki löng og einbeitir sér frekar að aðaltríóinu. Þetti nægði mér samt allavega. Neville hefur meira að segja motivational ræðu sem nær að vera bæði ótrúlega sykursæt en samt kröftug. Og húmorinn er alveg jafn góður og hann hefur verið í síðustu myndum.

Ég vil samt láta vita að myndin er ekki fullkomlega trú bókinni, jafnvel þótt myndin sé einungis byggð á 200-300 blaðsíðum. Sem betur fer skiptir litlu af því máli fyrir aðalsöguþráðinn. Forsaga Dumbledore er reyndar ekki mikið töluð um og mikið af atriðum eru breytt eða klippt. Að mínu mati var lokaniðurstaðan frábær. Það stærsta sem ég hef að segja fyrir utan Dumbledore er að það eru smáatriði sem þeir sem hafa ekki lesið bækurnar munu ekki fatta ef þeir taka eftir því. Til dæmis er aldrei sagt hvernig sá sem lét Harry fá sverðið í fyrri hlutanum vissi af honum á svæðinu. Þetta eru allt minni háttar gallar sem því miður lætur myndina ekki fá fullt hús stig. Yates kemur samt með mikið af atriðum sem komu ekki fram í bókinni sem virka(eins og til dæmis er atriðið í Chamber Of Secrets, sem var aðeins minnst á í bókinni; í myndinni og það er æðislegt). Lokabardaginn inn í þessum lokabardaga er líka miklu lengri en hann var í bókinni. Ég efast um að það hefði passað að hafa hann eins og hann var í bókinni þar sem ég gat ekki kvartað yfir neinu hérna yfir breytingunum.

Hvort sem verið er að tala um bókina eða myndina þá verður maður að tala um hinn umtalaða endi. Sumu fólki finnst hann í lagi, sumir fíla hann (til dæmis ég, þó ég hefði viljað stærri endi) en talsvert af fólki bókstaflega hatar hann. Endirinn var samt vel gerður og var reyndar aðeins minni en bókin hafði hann (sem var u.þ.b. 6 blaðsíður) og náði að vera sætur endir á 11 ára gamalli seríu með 8 myndir. Ég hefði samt ekki neitað um lengri endi með fleiri karakterum, en þar sem J.K. Rowling hefur komið með mikið fram í viðtölum hefði það áreiðanlega ekki verið vandamál. Ég efast að það voru gerð atriði með öðrum karakterum, en það væri samt æðislegt að sjá það ef það var gert.

Lokabardaginn er ótrúlegur og er ekkert sparað. Það er eins og David Yates ákvað að þar sem þetta er síðasta myndin þá ætti að eyðileggja eins mikið og hægt er af settinu. Síðasta myndin sem kom út og var meira epísk er áreiðanlega The Return Of The King sem kom fyrir 8 árum. Bardaginn sjálfur tekur talsvert meira en helming myndarinnar en sem betur fer leyfir Yates áhorfandanum að anda aðeins á milli svo að bardaginn verður aldrei leiðinlegur eða ekki eins góður og hann var áður og ef maður hefur tengst við þessar persónur þá verður þessi orrusta ennþá betri, jafnvel þótt maður viti hverjir lifa eða deyja. Dramað inn á milli er líka meistaralega vel gert. Kvikmyndatakan er frábær og virkilega sýnir hversu rosalega stór bardagi þetta er. Tónlistin, klippingin, útlitið, tölvubrellurnar og allt annað sem gerir þessa mynd er frábært ótrúlega vel gert líka.

Ég held að einungis þeir sem væla yfir breytingunum og vilja að Yates/Kloves hafi engar skapandi hugmyndir heldur einungis kopía bókina eiga eftir að finnast þessi mynd vera léleg eða fyrir vonbrigðum. Plús þeir sem þola ekki seríuna auðvitað. Það voru smáatriði sem hefði mátt laga og ég hefði ekki haft á móti því að fleiri en Harry og Voldemort hefðu verið nálægt þeim í lokin og að við hefðum fengið að sjá dauða eins karakters sem deyr í myndinni. Ég man alltaf eftir því hversu þungt andrúmsloftið var í þeim kafla ("The Battle Of Hogwarts") jafnvel þótt ég vissi hver dó. Myndin felur samt aldrei hversu alvarlegur, blóðugur og þungur lokabardaginn er í raun. Til dæmis er einn karakter í myndinni sem augljóslega deyr, en bókin staðfesti það ekki.

Núna er Harry Potter loksins búið. Og eftir 8 myndir voru gæðin síður en svo farin að minnka. Deathly Hallows Part 2 er eins góð og Harry Potter mynd hefði getað verið. Ég plana að fara á hana aftur fljótlega en ég hef aldrei áður farið á HP mynd tvisvar í bíó. Sönn saga. Óskarinn þarf nauðsynlega að skoða þessa mynd vel.

Farið á hana og upplifið hversu gott er að segja "Fuck, já" við tjaldið.

9/10 Há nía

PS: Ég var á forsýningunni í Kringlubíói á þriðjudaginn. Því miður var ég í Sal 2 sem var ekki eins orkumikill og hinn salurinn. Bömmer.

PS2: Þrívíddin er ekki þess virði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Frábær endir á frábærri seríu
Það hafa liðið tíu ár síðan Harry Potter varð hluti af kvikmyndasögu og ég er bara alls ekki að trúa því að þetta sé búið. Auðvitað er þetta ekki búið og ég á eftir að sjá allar myndirnar (og lesa bækurnar) aftur og aftur og aftur. En samt, núna hef ég séð allt og ég verð að segja að þetta var helvíti góður lokakafli. Líka geðveikt að sjá Part 1 með enda mikið af hlutum sem tengjast beint og fínt að sjá það saman í sal með góðum HP-nördum.

Það sem mér fannst mjög flott er einfaldlega hversu hröð myndin er án þess að gleyma einhverju. Þrátt fyrir að nokkur mjög mikilvæg móment eru hrikalega stutt og flýtt eru þau samt mjög eftirminnileg og ég er jafnvel að tala um einstök skot sem segja svo mikið að það er þarf ekki að sýna meira. (er að tala um ákveðið skot sem kemur að tveimur líkum, hrikalega tilfinningaríkt).

Leikarnir standa sig aftur vel en því miður hafa flest af þeim bara allt of lítið að gera og fólk eins og Jim Broadbent, Emma Thompson, Mark Williams, Julie Walters og Robbie Coltrane fá bara örfá skot. En Julie Walters á sannarlega sitt móment, þótt það sé stutt.
En talandi um móment, Neville Longbottom, er stærsta hetja Hogwarts í þessari mynd ásamt því að vera mjög fyndinn. Það var oft klappað fyrir honum á forsýningu. Alan Rickman stendur sig aftur frábærlega sem Snape og karakterinn er aðeins meir skoðaður sem gefur Alan meiri til að vinna úr og niðurstaðan er frammistaða myndarinnar. Ralph Fiennes er Voldemort, hann passar fullkomlega, hvað er meira hægt að segja þar...

Tæknibrellurnar eru GEÐVEIKAR og Battle of Hogwarts er eitt flottasta battle sem ég hef séð lengi í bíó (ok, Transformers 3 en gleymum henni bara stutt). Widescreen-skotin eru frábær og full af smáatriðum út um allt sem kemst ekki svo vel til skila í þrívíddinni. Akkúrat, þrívíddin... Ég hef bara ekki séð svona hræðilega og ömurlega þrívídd síðan Clash of the Titans kom út. Allt í bakgrunninum var tvöfalt og ég sá varla framan í neinn nema það var alveg zoomað inn (ég hef t.d. ekki hugmynd um hvernig Aberforth lítur út). Þetta hefur ekki áhrif á einkunnina en framleiðendurnir fá hrikalegan mínus fyrir þetta. Var ekki nóg að skipta henni í tvennt (það er gott, ekki misskilja).

Tónlistin er enn og aftur mjög góð en mér fannst hún ekkert stórkostleg eins og þessi í Part 1 þótt að þetta sé sami höfundurinn. Það var samt sniðugt að sleppa tónlist í sumum Battle-atriðunum og leyfa klikkuðu hljóðeffektunum að njóta sín.

9/10
Mjög, mjög, mjög skemmtileg með tilheyrandi nostalgíu (Hatturinn, Chamber of Secrets o.s.frv). Samt hræðileg þrívídd, gjörsamlega ömurleg. Kannski fær myndin jafnvel tíuna þegar ég sé hana í 2D enda missti ég af slatta vegna skorti af fókus og lýsingu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Nánast fullkominn lokasprettur!
Ég hef aldrei átt eins erfitt með að kveðja rándýra bíómyndaseríu – og ég skal naga af mér handlegginn ef einhverjar milljónir manna geta ekki sagt það sama. Ég man að nostalgíunnar vegna fannst mér leiðinlegt að segja bless við Star Wars-seríuna árið 2005, en jafnvel á þeim tímapunkti var maður ekki viss um hvað manni fannst um þá sögu eftir að skapari hennar fokkaði svo illilega í henni. Reyndar tæmdi seinasta Lord of the Rings-myndin úr mér fáeina líkamsvökva, bæði að norðan og sunnan, en þríleikurinn spannaði augljóslega ekki yfir þann árfjölda sem Harry Potter hefur gert. Ég er líka harður aðdáandi bókanna og hef verið hæstánægður með flestar myndirnar í seríunni (annað en væluskjóðurnar sem kvarta endalaust undan öllum þeim smáatriðum sem var sleppt – hvernig væri að fókusa á hið jákvæða í smástund??), sem segir auðvitað að þetta er ekki alveg hlutlaus gagnrýni.

Yfirleitt finnst mér samt ósanngjarnt að bera bækur saman við bíómyndir en í vissum tilfellum líkaði mér betur við þær Potter-myndir sem eru byggðar á bókum sem ég var ekkert alltof ástfanginn af (t.d. Goblet of Fire og Half-Blood Prince). Ef skal samt segjast eins og er þá er ég miklu meira kvikmyndanörd heldur en bókanörd og þess vegna eiga myndirnar smá sess í litla hjarta mínu. Sem heild eru þær ótrúlega vel unnar, skemmtilegar, fjölbreyttar í tón og stíl og sagan hefur að mínu mati fengið hörkugóð skil hvort sem ofsatrúaðir aðdáendur bókanna séu sammála eða ekki. 14 ára var ég þegar ég settist í bíó á Philosopher's Stone. Ég var nýorðinn 24 ára núna þegar ég horfði á seinasta hlutann. Sorgar- og gleðitárin renna dálítið saman í eitt nú að þessu loknu, og ef þessi ólukkulegi galdrastrákur hefur snert þig jafn mikið (*fliss) ef ekki meira þá er bókað að þér mun líða eins.

Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 2 er umhugsunarlaust langsterkasti kaflinn af öllum 8 myndum seríunnar. En miðað við það að öll uppbyggingin er loksins að baki og spennan komin í hámark er ósanngjarnt að búast við öðru. Og vegna þess að David Yates situr enn í leikstjórastólnum veit maður að lokauppgjörið er í öruggum höndum um leið og myndin byrjar. Sá maður hefur staðið sig eins og hetja með seinustu þrjár/fjórar myndir seríunnar, og manni líður hálfpartinn eins og það hefðu allt eins getað verið þrír/fjórir mismunandi fagmenn á bakvið hverja og eina. Yates kóperar aldrei sama stílinn og heldur öllu fersku. Hasarsenurnar hans eru þær allra bestu og dramatíkin er meðhöndluð eins og hann hafi sjálfur skrifað bækurnar. Þetta er ástæðan fyrir því að Part 2 er eins og botnlaust nammihlaðborð. Það hefur tekið leikstjórann meira en 6 ár að komast að þessum endastað og hann sér til þess að sóa ekki einni einustu mínútu. Hressandi tilhugsun ef þú ert einn af þeim sem fannst ekkert merkilegt gerast í seinasta kafla.

Myndin er akkúrat þessi rússíbani sem maður óskaði eftir; gjörsamlega pökkuð af hasar og hægir aldrei á sér nema hún hafi góða ástæðu til þess. Hún byrjar rólega í nokkrar mínútur en eftir það rýkur svoleiðis af stað og sleppir þér ekki fyrr en alveg í endann. Hogwarts-orrustan er kannski ekki alveg jafn breið og átakanleg og hún var í bókinni en hún er engu að síður eftirminnileg, yfirdrifið skemmtileg og hlaðin sjónarspili brellna sem nauðga næstum því augunum þínum, á góðan hátt. Ég get heldur ekki sagt að myndin sé þessi fullkomni endasprettur sem hittir á allar réttu nóturnar þótt barnið í manni vilji að hún sé það, en hún er alveg skrambi nálægt því. Segjum 90% fullnægjandi, en það er samt sem áður alveg meira en nóg til þess að tryggja það að aðdáendur sitji yfir henni með gæsahúð allan tímann og gangi út af henni sáttari en kaþólskur prestur í barnasundlaug.

Öll lætin þýða samt ekkert ef örlög persónanna (bæði aðal- og auka) ná ekki til þín, og þar liggur helsti styrkur lokakaflans. Myndin er tilfinningalega tæmandi á alla vegu og þegar maður skellir persónum sem maður hefur þekkt svona lengi í einn risastóran bardaga er erfitt að festast ekki inn í dramanu. Ég öfunda þá örlítið sem hafa ekki lesið seinustu bókina og hafa þ.a.l. ekki minnstu hugmynd um hverjir lifa af eða deyja. En þrátt fyrir að þekkja söguna fyrirfram, þá sogaðist ég inn í átökin eins og smástelpa. Sem unnandi bókarinnar er dálítið svekkjandi að sjá hversu litla athygli sumar hliðarpersónurnar fá, en það er samt sem áður séð til þess að þær mikilvægustu fái sín móment (harðhausaverðlaunin fara hins vegar til Molly Weasly, með Neville Longbottom í sterku öðru sæti). Fókusinn helst allan tímann á Harry og Voldemort, sem óhjákvæmanlega leiðir að einvígi á milli þeirra, og ég get ekki sagt að það hafi skilað sér mikið öðruvísi en ég vildi.

Leikararnir gefa sig fram hundrað-og-tífalt. Meira að segja þeir sem hafa aldrei kunnað að leika reyna sitt besta til að gera kraftinn sterkari í sögunni. Daniel Radcliffe hefur komið vægast sagt langa leið, og þrátt fyrir fáeina vankanta hér áður fyrr þá er hann og hefur alltaf verið rétti maðurinn í þetta hlutverk, jafnvel þó svo að hann hafi átt furðulega erfitt með að gráta á kameru (kannski lítur hann bara svona skringilega út þegar hann gerir það). Rupert Grint hefur alltaf komið best út af "krökkunum" og Emma Watson varð betri með hverri umferð, alveg eins og Radcliffe. Ég get ómögulega sett út á leikhæfileikana þeirra hér, en ég held þó reyndar að flestir geti verið sammála um að hann Alan gamli Rickman steli senunni í þessari lotu. Hann fær ekki bara bestu senuna í myndinni, heldur eina bestu senuna í allri seríunni.

(ATH. Ef þú veist ekkert um seinasta kaflann í bókinni þá myndi ég hoppa yfir næstu málsgrein)

Eftirmálinn er að vísu nokkuð stórt spurningarmerki, en hann er sennilega umdeildasti parturinn af bókinni líka. Sumir hötuðu hann svo sterkt að þeir afneituðu honum, aðrir elskuðu hann og allt þar á milli. Mér fannst hann alltaf aðeins of sykraður þótt þetta hafi verið svosem ágætis slaufa hjá J.K. Rowling til að binda utan um heildarseríuna og sömuleiðis sjá til þess að það væri ekkert rými fyrir framhald. En ef þú hataðir þennan kafla í bókinni þá efa ég að myndin breyti áliti þínu á honum. Það breyttist aðeins hjá mér og fannst mér senan bara nokkuð krúttleg og heillandi, en ég get hins vegar ómögulega sagt að útlitið hafi skilað sér fullkomlega. Reynt er með bestu getu að láta Radcliffe, Grint, Watson og co. líta út fyrir að vera hátt í fertug með stafrænni hjálp en afraksturinn var tiltölulega ósannfærandi, og á mörkum þess að eyðileggja senuna. Í besta falli hefði ég keypt Grint sem 29 ára gaur á meðan Watson var nánast ekkert breytt undir þessari svokölluðu förðun. Pínu neyðarlegt, en tónlistin og tenging manns við hana gerir endinn þolanlegan og örlítið hjartnæman.

Barátta á milli góðs og ills gerist sjaldan meira djúsí en þetta. Ég get auðveldlega fullyrt að Part 2 sé frábær bíómynd í sjálfu sér og rúmlega það. Hún mun auðvitað gera lítið fyrir þig ef þú hefur ekkert fylgst með sögunni hingað til, en fyrir okkur hin þá verðlaunar hún þolinmæði okkar með látum. Allt það góða sem hinar höfðu hefur þessi líka, og þá í tröllaskammti. Hún er meira að segja óvenju fyndin þrátt fyrir myrku atburðina sem eiga sér stað. Ég verð samt eiginlega að skipa ykkur að horfa á báða Deathly Hallows-helmingana saman við hvert tækifæri sem þið getið. Þú færð meira út úr sögunni þannig, tilfinningalega. Fyrri helmingurinn þjáist líka meira ef þú sérð þá mynd sem staka einingu, upp á flæðið að gera, en ef þú lítur á þetta sem fjögurra og hálfs tíma mynd þá færðu mun epískari upplifun út úr þessu öllu. Ég veit vel að þig langar meira til þess. Mundu bara að harka af þér lokasenuna og, ef þú ert aðdáandi bókanna, ekki velta þér upp úr breytingum eða styttingum. Ef þú gerir það þá missirðu algjörlega af öllu því magnaða sem þessari mynd tekst að gera. Öflugri fantasíumynd hef ég allavega ekki séð í áraraðir. Rowling getur held ég verið bara nokkuð sátt.

9/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

11.08.2020

Allar Harry Potter myndirnar sýndar í ágúst

Unnendur galdrastráksins Harry Potter og tilheyrandi kvikmyndabálk sérstaklega geta farið að skipuleggja metnaðarfullt bíómaraþon á komandi vikum. Í tilkynningu frá Sambíóunum er gefið upp að (endur)sýningar munu hefjast á öllu...

26.04.2015

Fast 7 vinsælli en Frozen!

Bílatryllirinn Fast and Furious 7 er orðin metsölumynd víða um heim, og nú er svo komið að hún er orðin aðsóknarmeiri en Disney risasmellurinn Frosinn, þó hún hafi einungis verið í sýningum í nokkrar vikur . Þessi sjöunda mynd í Fast and F...

11.12.2013

Umfjöllun: Philomena (2013)

Eldri kona afhjúpar áratuga leyndarmál. Sem ung stúlka varð hún ófrísk eftir stutt ástarævintýri og faðir hennar skilur hana eftir í klaustri á Írlandi þar sem hún er alin upp af nunnum og þarf að borga fyrir syndir...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn