Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Góð, en gölluð
Ég man vel eftir því hversu pirraður ég var eftir að ég sá Goblet Of Fire í fyrsta sinn, aðallega vegna ákveðinna atriða og hversu miklu þeir slepptu úr bókinni. Núna lít ég öðruvísi á hluta af þessu. Á meðan það pirrar mig ekki lengur hversu mikið er tekið úr bókinni (enda hefði hún orðið allt of löng hefði mikið meira verið bætt við) þá eru samt gallar við þessa mynd. Sem betur fer eru kostirnir fleiri og betri.
Myndinni er leikstýrt af Mike Newell og að mestu leyti stendur hann sig vel. Útlitið og atburðir sögunnar eru það myrkasta af HP-myndunum sem höfðu komið út á þessum tíma og nær Newell og koma með mjög gott andrúmsloft út myndina, og þá sérstaklega í þriðju þraut myndarinnar. Þar nær hann virkilega að koma með spennumikið atriði, jafnvel þótt að hætturnar í því séu ekki margar, bara mjög óhugnalegar og ófyrirsjáanlegar. Útlitið er þar að auki, eins og allar aðrar myndirnar, stórgott. Það sem skar mest út samt var önnur þrautin, en útlit hafmeyjanna/marsveinanna var frekar frumlegt. Atriðið sjálft er líka augljóslega með þeim flóknustu sem hefur verið gert í HP-kvikmynd og virði ég myndina mikið fyrir það. Handrit Steve Kloves er þar að auki mjög gott og er myndin sú fyndnasta af þeim sem höfðu komið út á þessum tíma.
En jafnvel þótt Newell komi með mjög gott andrúmsloft út myndina, myndin hafi gott flæði, og góðar frammistöður, þá er þetta í fyrsta sinn sem Harry Potter mynd hefur haft "miscast", og eru þær þrjár. Og ég er ekki að tala sem aðdáðandi bókanna, heldur sem aðdáandi kvikmyndanna. Sá fyrsti er Roger Lloyd-Pack, en mér fannst hann ekki standa sig rosalega vel, í nokkrum atriðum var hann mjög einkennilegur og svo bætist það ekki hversu rosalega hann er líkur Hitler. Síðan er það David Tennant. Eins góður leikari og hann er, þá gat ég ekki tekið hann alvarlega. Síðan er það Michael Gambon sem Dumbledore, en karakterinn hans var algjörlega úr karakter í þessari mynd.
Myndin hafði samt margar góðar frammistöður hjá nýliðum, eins og Robert Pattinson, Stanislav Ianevski, Katie Leung, Ralph Fiennes, Clémence Poésy og Frances de la Tour. Þeir nýju sem stóðu sig best eru samt án efa Miranda Richardson (sem hafði ekki nema eitt eða tvö atriði en eignaði sér þau algjörlega) og Brendan Gleeson sem eignar allt sem hann kemst nálægt. Maður sér vel hversu mikið hann er að skemmta sér við að ofleika karakterinn. Aðrir leikarar sem hafa verið áður standa sig jafnvel og áður, þrátt fyrir minni skjátíma sökum fleiri persóna. Rupert Grint heldur áfram að vera sá besti af aðalleikurunum og á meðan það er bæting hjá hinum, þá eru grát-atriðin þeirra ekki nógu vel leikin til að vera tekin alvarlega.
Myndin er miklu karakter-keyrðari heldur en fyrri myndir og nær myndin vel að sýna raunhæfa unglingamynd, og hvað unglingar ganga í gegnum á þessum tíma. Myndin hefur þrátt fyrir það margar spennandi senur, þrátt fyrir að mér fannst drekaatriðið vera of langt (hefði miklu frekar viljað sjá Quidditch-senuna í einhvern tíma og minnka drekaatriðið mikið).
En því miður hefur myndin ekki bara einkennileg (á neikvæðan hátt) atriði, heldur líka mjög hallærisleg. Það koma tvö grát-atriði í myndinni sem voru illa gerð (þurfti síðara atriðið virkilega að reyna SVONA mikið), atriðið þegar nemendur úr hinum skólunum (Beauxbatons og Durmstrang) var fáranlegt og hverjum datt eiginlega í hug að setja hallærislega rokkhljómsveit í dansatriðinu að syngju fáranlega texta? Myndin hefur þar að auki aðeins of stutt klæmax.
Gallarnir eru ekki margir en þeir eru mjög eftirtektanlegir. Skemmtanagildið er samt sem áður betra en þriðja og fyrsta myndin, og er myndin algjörlega með þeim fyndnustu og fer það hrós til handritshöfundarins Steve Kloves, en margir brandararnir voru frumsamdir fyrir myndina. Fyrir mér er þessi mynd há sjöa.
7/10
Ég man vel eftir því hversu pirraður ég var eftir að ég sá Goblet Of Fire í fyrsta sinn, aðallega vegna ákveðinna atriða og hversu miklu þeir slepptu úr bókinni. Núna lít ég öðruvísi á hluta af þessu. Á meðan það pirrar mig ekki lengur hversu mikið er tekið úr bókinni (enda hefði hún orðið allt of löng hefði mikið meira verið bætt við) þá eru samt gallar við þessa mynd. Sem betur fer eru kostirnir fleiri og betri.
Myndinni er leikstýrt af Mike Newell og að mestu leyti stendur hann sig vel. Útlitið og atburðir sögunnar eru það myrkasta af HP-myndunum sem höfðu komið út á þessum tíma og nær Newell og koma með mjög gott andrúmsloft út myndina, og þá sérstaklega í þriðju þraut myndarinnar. Þar nær hann virkilega að koma með spennumikið atriði, jafnvel þótt að hætturnar í því séu ekki margar, bara mjög óhugnalegar og ófyrirsjáanlegar. Útlitið er þar að auki, eins og allar aðrar myndirnar, stórgott. Það sem skar mest út samt var önnur þrautin, en útlit hafmeyjanna/marsveinanna var frekar frumlegt. Atriðið sjálft er líka augljóslega með þeim flóknustu sem hefur verið gert í HP-kvikmynd og virði ég myndina mikið fyrir það. Handrit Steve Kloves er þar að auki mjög gott og er myndin sú fyndnasta af þeim sem höfðu komið út á þessum tíma.
En jafnvel þótt Newell komi með mjög gott andrúmsloft út myndina, myndin hafi gott flæði, og góðar frammistöður, þá er þetta í fyrsta sinn sem Harry Potter mynd hefur haft "miscast", og eru þær þrjár. Og ég er ekki að tala sem aðdáðandi bókanna, heldur sem aðdáandi kvikmyndanna. Sá fyrsti er Roger Lloyd-Pack, en mér fannst hann ekki standa sig rosalega vel, í nokkrum atriðum var hann mjög einkennilegur og svo bætist það ekki hversu rosalega hann er líkur Hitler. Síðan er það David Tennant. Eins góður leikari og hann er, þá gat ég ekki tekið hann alvarlega. Síðan er það Michael Gambon sem Dumbledore, en karakterinn hans var algjörlega úr karakter í þessari mynd.
Myndin hafði samt margar góðar frammistöður hjá nýliðum, eins og Robert Pattinson, Stanislav Ianevski, Katie Leung, Ralph Fiennes, Clémence Poésy og Frances de la Tour. Þeir nýju sem stóðu sig best eru samt án efa Miranda Richardson (sem hafði ekki nema eitt eða tvö atriði en eignaði sér þau algjörlega) og Brendan Gleeson sem eignar allt sem hann kemst nálægt. Maður sér vel hversu mikið hann er að skemmta sér við að ofleika karakterinn. Aðrir leikarar sem hafa verið áður standa sig jafnvel og áður, þrátt fyrir minni skjátíma sökum fleiri persóna. Rupert Grint heldur áfram að vera sá besti af aðalleikurunum og á meðan það er bæting hjá hinum, þá eru grát-atriðin þeirra ekki nógu vel leikin til að vera tekin alvarlega.
Myndin er miklu karakter-keyrðari heldur en fyrri myndir og nær myndin vel að sýna raunhæfa unglingamynd, og hvað unglingar ganga í gegnum á þessum tíma. Myndin hefur þrátt fyrir það margar spennandi senur, þrátt fyrir að mér fannst drekaatriðið vera of langt (hefði miklu frekar viljað sjá Quidditch-senuna í einhvern tíma og minnka drekaatriðið mikið).
En því miður hefur myndin ekki bara einkennileg (á neikvæðan hátt) atriði, heldur líka mjög hallærisleg. Það koma tvö grát-atriði í myndinni sem voru illa gerð (þurfti síðara atriðið virkilega að reyna SVONA mikið), atriðið þegar nemendur úr hinum skólunum (Beauxbatons og Durmstrang) var fáranlegt og hverjum datt eiginlega í hug að setja hallærislega rokkhljómsveit í dansatriðinu að syngju fáranlega texta? Myndin hefur þar að auki aðeins of stutt klæmax.
Gallarnir eru ekki margir en þeir eru mjög eftirtektanlegir. Skemmtanagildið er samt sem áður betra en þriðja og fyrsta myndin, og er myndin algjörlega með þeim fyndnustu og fer það hrós til handritshöfundarins Steve Kloves, en margir brandararnir voru frumsamdir fyrir myndina. Fyrir mér er þessi mynd há sjöa.
7/10
Þessi mynd er meiri ævintýri og hasar en 3 og 5. Harry þarf að taka þátt í þrístíga keppni á móti dreka, vatnaskrímslum og öðru. Myndin er miklu fullorðnislegri en 1 og 2. Myndin er samt ekki partur í þroskasögu Harry og vina heldur bara skemmtunarmynd með fullt af brellum og öðru. Ekki ein af uppáhaldsmyndunum, það er víst.
Myndin virkar mjög vel sem poppkornsmynd en maður gleymir henni um leið, þótt hún sé Harry Potter mynd.
7/10
Ég tel sjálfan mig vera ágætan Harry Potter aðdáandi og hef haft gaman að öllum myndunum, en nú er þetta orðið spennandi. Nýjasta Harry Potter myndin er án efa langbesta í seríunni. Myndin er miklu dekkri og miklu meira spennandi en hinar þrjár sem hafa komið út.
Harry Potter hefur verið valinn til að taka þátt í keppni þar sem fulltrúar þriggja skólar keppa í um titillinn meistarinn. En þótt að þrír hafa verið valdir af hinum leyndardómafulla eldbikarnum, var Harry Potter valinn líka. Þar sem allir í skólanum eru hissa og skelfdir myndast atburðarrás sem er bæði skemmtileg og spennandi.
Fyrir að vera ekki neinn harry potter fan og ekki einu sinni séð fyrstu þrjár myndirnar og lesið neinar bækur, þá kom þessi mynd bara sérstaklega á óvart. Þetta var bara hin ágætis skemmtun, hef heyrt að það hafi oft breytt um leikstjóra fyrir Harry potter myndirnar og 3 hefur bestu velgengin í leikstjórn. Ég held nú bara að þetta sé besta myndin, ég sá fyrsta hálftíman á fyrstu myndinni sem var ekkert i samanburði við þessa mynd. Ég gæfi þessari mynd tvær og halfa stjörnu en fyrst að Emma Watson er svo flott þá fær hálfa að auki(HAHAHA). Ástæðan er liklega sú að þessi sé betri er að hún er svoldið dökk. Það er virkilega skrýtið að sjá sex ára krakka skemmta sér yfir þessari þar myndin sem aður fyrr var sagt dökk og jafnvel ógvekjandi og eins og með mörgum karekturum td þarna Voldermort. Nú jæja....Samt þá er þessi mynd peningana virði. Bless
Brilliant mynd. Eftir að hafa lesið bókina, þá var ég mjög spenntur að sjá hvort að nýi leikstjóri myndarinnar, Mike Newell, tækist að gera bókinni góð skil. Og hann nær svo sannarlega að gera það. Þó að hann sleppi sumu af efninu, sér maður að hann hélt þeim pörtum sem að maður vildi sjá í myndinni. Listræni parturinn á þessari mynd er pure genius work. Leikararnir eru einnig góðir, þá sérstaklega sá sem leikur Skrögg illsauga. Einnig var gaman að loksins fá að sjá Lord Voldemort í allri sinni dýrð. Ralph Fiennes kemur með fína frammistöðu sem Voldemort. Svo er einnig búið að bæta mun meiri spennu í þessa mynd. Hún er allavega mun meira spennandi heldur en hinar myndirnar. Svo er einnig umhverfið sem hann skapar fyrir þessa mynd mjög drungalegt. Þessi er allavega drungalegasta myndin í seríunni, pottþétt. Svo er tæknivinnan á bakvið myndina mjög góð, og sagan alltaf jafn spennandi að fylgjast með. Besta myndin í Harry Potter seríunni hingað til. Og nú bíður maður bara eftir The Order of The Phoenix.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Warner Bros. Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
25. nóvember 2005