Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Um daginn leygði ég mér drama/rómans/gaman myndina Mona Lisa Smile. Í rauninni hafði ég engar sérstakar væntingar en ef ég á að segja eins og er kom myndin mér verulega á óvart. Í megin atriðum fjallar myndin um listasögukennarann Katherine (Julia Roberts) sem kemur í afar strangan og frekar snobbaðan stúlknaskóla er nefnist Wellesley. Þar er aðalmálið að stúlkurnar klári skólann og giftist og verði heimavinnandi húsmæður. En Katherine finnst það vera sóun á menntun stórgáfaðra stúlknanna og reynir að víkka sjóndeildarhringinn hjá hinum ungu tilvonandi húsfreyjum. Flestir leikaranna til að mynda Julia Roberts, Maggie Gyllenhaal og Dominic West voru í ess-inu sínu en það sem mér fannst standa upp úr var myndatakan og leikstjórnin. Mike Newell (Four Weddings and a Funeral, Pushing Tin) fer afar vel með þessa mynd og gerir hana eftirminnilega og ánægjulega skemmtun. Þrjár og hálf stjarna.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Mark Rosenthal, Lawrence Konner
Framleiðandi
Sony Pictures Releasing
Kostaði
$65.000.000
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
9. janúar 2004