Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Pushing Tin 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

A Comedy about Life, Love, Airplanes and Other Bumpy Rides.

124 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 48% Critics
The Movies database einkunn 47
/100

Nick og hinir strákarnir sem vinna við flugumferðarstjórn í New York eru ánægðir með sjálfa sig í meira lagi. Þeir kunna vel við sig í þessu kröfuharða starfi þar sem jafnan er ys og þys allan sólarhringinn, og láta það hafa áhrif á líf sitt. Aðalmaðurinn er “The Zone” Falzone, sem sinnir starfinu og hjónabandinu í svipuðum stíl þar sem ekki... Lesa meira

Nick og hinir strákarnir sem vinna við flugumferðarstjórn í New York eru ánægðir með sjálfa sig í meira lagi. Þeir kunna vel við sig í þessu kröfuharða starfi þar sem jafnan er ys og þys allan sólarhringinn, og láta það hafa áhrif á líf sitt. Aðalmaðurinn er “The Zone” Falzone, sem sinnir starfinu og hjónabandinu í svipuðum stíl þar sem ekki er dvalið lengi við hlutina, en kemur flugvélunum niður á jörðina á hárnákvæmum stað og tíma. En þá kemur til sögunnar hinn hægláti Russell Bell. Russell og eiginkona hans Mary, sem passa illa inn í samheldinn hóp flugumferðarstjóra og eiginkvenna þeirra, og fljótlega byggist upp samkeppnisandrúmsloft inni á vinnustaðnum. ... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd er ágæt, yfir meðalagi. Einn af veiku punktunum er Angelina Jolie. Brandararnir eru fáir en myndin endar þó skemmtilega. Ekki er mikið hægt að skrifa um þessa mynd en að John Cusack er góður eins og venjulega.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég get ekki sagt að mynd sem fjallar um starf og einkalíf flugumferðastjóra hafi hljómað mjög spennandi í fyrstu en það reyndist vera ýmislegt varðandi þessa starfsstétt sem maður hafði ekki leitt hugann að áður, eins og til dæmis að einn flugumferðarstjóri ber ábyrgð á fleiri mannslífum á einni vakt heldur en einn skurðlæknir á öllum starfsferli sínum. Jafnframt því þjáist þessi starfsstétt meira en nokkur önnur af þunglyndi, streitu, starfskvíða ásamt því sem sjálfsmorðstíðnin er hæst hjá þeim. Þetta á reyndar við um flugumferðastjóra sem starfa á þeim stað í heiminum þar sem flugumferð er mest, New York. Aðalmaðurinn á vinnustaðnum og jafnframt foringinn í vinahópnum er kallaður Zone (John Cusack), en einn daginn kemur nýr starfsmaður (Billy Bob Thornton) sem ógnar stöðu Zone í hópnum og þar með verður umhverfi sem var spennuþrungið fyrir ennþá óútreiknanlegra. Í stuttu máli segir myndin frá fólki sem er undir ótrúlegum þrýstingi í starfi sínu og hvernig það tekst á við þennan lífsstíl. Athyglin beinist líka mikið að flækjum í einkalífi þeirra. Leikararnir standa sig með prýði, Cate Blanchett er hér í hlutverki bandarískrar húsmóður og er fullkomlega trúanleg sem slík, ekki vottar fyrir breska hreimnum hennar. Einnig fer Angelina Jolie með hlutverk drykkfelldu eiginkonu nýja náungans og tekst þokkalega að gera ógeðfelldum persónuleika skil. Áhugaverð og skemmtileg mynd, en bíddu með að sjá hana ef þú átt bókað flug á næstunni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

14.02.2010

Áhorf vikunnar (8.-14. feb)

Febrúar er venjulega talinn vera "dömp" mánuður fyrir kvikmyndir í bíó, sem þýðir oftast lélegra úrval en venjulega. Þessu er ég að mörgu leyti sammála. Þó svo að það séu enn ýmsar góðar myndir í sýningum (t...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn