Náðu í appið
Öllum leyfðMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Harry Potter and the Prisoner of Azkaban 2004

(Harry Potter 3)

Frumsýnd: 4. júní 2004

Something wicked this way comes.

141 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 90% Critics
The Movies database einkunn 82
/100

Á þriðja ári sínu kemst Harry að því að hættulegur glæpamaður hefur sloppið úr Azkaban-galdrafangelginu. Málin flækjast þegar að Harry fréttir að þessi glæpamaður hafi átt stóran þátt í dauða foreldra sinna.

Aðalleikarar

Betri en mig minnti
Harry Potter And The Prisoner Of Azkaban hefur alltaf verið í minnst uppáhaldi af Harry Potter myndunum síðan hún kom fyrst út. Myndin hefur sína kosti en því miður finnst mér gallarnir vera meira sjáanlegri heldur en í hinum myndunum. Þegar ég var yngri fannst mér myndin vera næstum því léleg en eftir að hafa horft á hana aftur þá get ég sagt að jafnvel þótt myndin sé ennþá smávegis vonbrigði þá er hún betri en mig minnti.

Alfonso Cuarón leikstýrði þessari mynd og er margt til að hrósa til hans og myndarinnar. Til að byrja með er kvikmyndatakan miklu betri en hinar tvær myndirnar og útlitið breytist all svakalega (þrátt fyrir að breytingar á staðsetningum sumra hluta bögguðu mig svakalega), grafíkin er mjög flott (og hefur myndin líka einn frumlegasta útlit af varúlfi sem ég hef séð) og mér líkar við að hann hefur slatta af smáatriðum sem annaðhvort fólk sem er að sjá myndina aftur, eða þeir sem hafa séð bókina, ættu að taka eftir. Tónlistin er líka fantagóð.

Leikurinn hjá þríleiknum heldur áfram að bætast, en þó aðallega hjá Emma Watson og Rupert Grint. Því miður kemur fyrir atriði hjá Daniel Radcliffe sem er frekar slappt og dró álit mitt niður á leiknum hans í þessari mynd. Cuarón bjóst við of miklu af honum í þessu atriði, eitthvað sem ég tók ekki eftir í 2. myndinni. Michael Gambon tekur við sem Dumbledore (en Richard Harris dó fljótlega eftir að hann kláraði leik sinn í Chamber Of Secrets). Leikurinn er frekar góður og það er fínt að hann apar ekkert eftir Harris en útlitið er hræðilegt. Þegar maður sér Dumbleore á maður að finna fyrir öryggi og maður á að sjá strax að maðurinn sé blíðlyndur, styðjandi og einkennandi, en ég sé það ekki með gráu skítugu skeggi í teygju og klæðnaði sem minnir mig á baðslopp.

Hinir nýliðarnir, Emma Thompson, Gary Oldman, Timothy Spall og David Thewlis standi sig drulluvel og, eins og í hinum myndunum, ná þau öll að eigna sér sinn karakter. Maður sér samt auðveldlega hversu mikið Gary Oldman er að skemmta sér með ofleiknum sínum og á Sirius Black.

Gallar myndirnar eru aftur á móti nokkrir. Jafnvel þótt ég var pirraður í byrjun yfir hversu mikið var sleppt úr bókinni (sömuleiðis með næstu tvær) þá fer það lítið í mig núna. Það sem pirrar mig hinsvegar er að í staðinn fyrir að fylla inn í baksögur aukakarakteranna eða holur myndarinnar (baksaga kortsins, Sirius og fjórmenningana) þá hefur hún ágætlega mikið af tilgangslausum atriðum. Sum eru fín (eins og flugsenan með Hippógríffininum) en önnur er það ekki(til dæmis þegar Feita Frúin fer að syngja óperu). Síðari klæmax myndarinnar var líka óáhugaverður og þegar Harry og Hermione fara aftur í tímann þá er tímalengdin hjá þeim í sumum atriðum samanborið við það sem gerðist á sama tíma (þ.e.a.s. áður en þau fóru aftur í tímann) ömurleg, hreint út sagt. Og ég veit að þetta er illa orðað.

Myndin hefur góða leikstjórn, drulluflott útlit og leikurinn hjá tríóinu heldur áfram að bætast. En því miður þá eru gallarnir það slæmir að ég get ekki gefið myndinni meira en sjöu.

7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fyrsta alvörunni Harry Potter myndin!
Alfonso Cuaron tók við leikstjórn í þetta sinn og hann breytti andrúmsloftinu í dimmri, fullorðnislegri og skemmtilegri mynd. Myndin hefur nokkur atriði sem eru á sýru, eða of löng eða einfaldlega ónauðsynleg en yfir heildina er þetta svo góð mynd. Leikarnir eru búinn að þroskast, Ron snillingur as always. Myndin toppar fyrstu, aðra og fjórðu myndina og er jafngóð fimmtu. Emma er betri, en mér finnst hún svo leiðinleg og væri happy ef hún fengi minna texta og væri bara svona Extra. Öll myndin er skemmtileg, engin sérstök atriði.

8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Book VS. Movie

Ath. að umfjöllunin hér fyrir neðan gæti eyðilagt þriðju bókina og þriðju myndina fyrir þá sem hafa ekki lesið eða horft! Hún er einnig skrifuð meira frá viðhorfi bókana frekar en kvikmyndalega séð.

Nýlega las ég þriðju Harry Potter bókina í, ég veit ekki hvaða ksipti, og þá fékk ég þá hugdettu að gefa þriðju myndnni þriðja sjéns. Ég segjir þriðja sjéns því að við fyrsta og annað áhorf er ekki hægt að segja að ég hafi elskað myndina, meira í áttina að fyrirlíta hana og í hvert sinn sem ég hugsaði um hana þá langi mig til að öskra af pirringi.

Svo ég labba niður á vidjó leigu og leigi myndina.

Svo byrjaði ég að horfa á hana og ég hugsaði með sjálfri mér "Afhverju hata ég hana svona mikið?" Hún var fyndinn, flott, myndatakan alveg ótrúleg og leikurinn ekki slæmur miðað við fyrri tvær, í númer fimm er leikurinn hinsvegar Superb og ég virkilega trúi því að Daniel Radcliff eigi góðan leiklistar feril framundann.

En þá kom það, því lengra sem dró á myndina því meira fór hún í mig. Ég man hversu ógeðslega mikið mig hlakkaði til að sjá atriði á milli Siriusar, Lupins og Harrys í lok myndarinnar og ég man fyrir hversu ótrúlegu miklum vonbrigðum ég varð þegar ég sá atriðið og þar með hataði myndina.

Og nú ætla ég að koma með þá hluti sem fóru í taugarnar á mér við myndina:

- Öll tilgangslausu atriðinn sem voru t.d. Bækur að ráðast á fólk, draugar að fara í gegnum veggi, börn að borða nammi, mynd af trjám.

- Atrðiðin milli Harrys og Lupins fóru pínu í taugarnar á mér, afhverju voru þeir labbandi út um allt, kennari og nemandi. Þegar þeir ættu að vera inn í kastala inn á skrifstofu. Plús samtöl þeirra hefðu getað verið stytt helvíti mikið.

-Einn galli sem ég tók einnig við þessa mynd var að í staðinn fyrir að sleppa hlutum, sem reyndar myndin gerði heilan helling af, var að bæta einhverju inn í hana sem hefði algjörlega getað verið sleppt við að bæta og tók í raunninni bara dýrmætan tíma af atriðum sem hefðu átt að vera í myndinni.

- Svo eru það náttúrulega atriðunum sem var sleppt sem hefðu átt að vera í myndinni:

Þegar Sirisu braust inn í Gryffindor, Ron, Scabbers, hnífur!

Útskýringu afhverju Peter, Sirius voru Animagus-ar!

Hvernig slapp Sirius úr Askaban...hmmmm...það kom aldrei framm.

Rifrildið við Hermionie sem endist út næstum alla bókina...[get nokkurnvegin sætt mig við fjarveru þess úr myndini]

Quidditch vantaði heilan helling í myndina þar sem í raun er það í þriðju bókinni þar sem þessi leikur er mikilvægastur. En ég skil samt afhverju því var sleppt, þótt að þeir hefðu geta troðið því inn hefðu þeir klippt út öll tilgangslausu atriðin.

Afhverju í anskotanum að lengja myndina einnig með því þegar þeim dýrmæta tíma hefði getað verið eytt í eitthvað af þessum atriðum að ofan að Harry sá Peter á kortinu og fór að leita af honum, snape fann hann, Lupin kom, tók kortið og Harry segir honum hvað gerðist. Nú þetta gerðist aldrei í bókinni... Afhverju ekki bara láta þetta gerast eftir Hogsmade ferðina eins og það gerðis í alvörunni og sleppa þar með Harry labbandi um gangana og eitthvað álíka kjaftæði.

- Fjólubláa-rútu-ferðin var allt of löng og hvað var málið með gaurinn með kryppuna, vá hvað hann var tilganglaus og ófyndinn.

- Atriði þar sem Harry Kemst að því að Sirius er guðfaðir hans, það var ótrúlega fáránlegt hvernig var unnið úr því í myndinni, þau hefði geta sleppt grátkasti Harrys eftir það (sem var ekki í bókinni).

Einföld lausn: myndin er lengd heilan helling með tilganglausum atriðum eða atriðum sem hefðu getað verið unnin öðruvísi.

Og svo það sem fór mest í taugarnar á mér af öllu. Lokaatriðið: þar sem öllu var hennt aftast og þjapað saman í eina misheppnaða klessu.

En svo er einnig sú spurning að hverjum skal kenna um galla myndarinnar, Alfonso eða Steven...eða kannski einhverjum öðrum. Ég kýs að kenna leikstjóranum um, honum Alfonso, þótt ég virði hann sem leikstjóra, því vá hvað Harry Potter 3 var ótrúlega flott, vel gerð, og leikara stóðu sig bara mjög vel, svona miðað við þær fyrri, og svo auðvitað gerði hann Children of Men [MUST SEE]. Afhverju kenni ég ekki handritshöfuninum um, því hann skrifaði einnig handritið við allar hinar myndirnar og þær virkuðu alveg vel, handritslega séð.

Kannski var Alfonso ekki nógu mikill Potter aðdáandi, las hann bókina?

En eftir nöldrið sem gæti verið lengra, hver er þá niðurstaða mín eftir þriðju tilraun...tormmusláttur.....

Ég hata hana greinilega ekki jafn mikið og ég héllt að ég gerði, þrátt fyrir stóru STÓRU gallana sem hún hefur, var hún góð afþreying og ótrúlega flott og fyndinn en ég held að ég sé nálægt því að geta tekið hana í sátt...en það er einhver spölur í það.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Harry Potter and the Prisoner of Azkaban er sjúklega góð mynd og bókinn líka.Alfonso Cuarón gerði mjög vel með þessa mynd og lét hana koma eins vel út eins og hægt er.Myndin byrjar og eins og í öllum fyrri myndum heima hjá frænku og hans og frænda svo flýr hann burt og endar í strætó sem fer með hann á líttin bar þar var sett í herbergi svo komu vinir hans og svo fóru þau í skólann þar gerast allskonar ævintýri og skrýtnir hlutir,Myndin er fyrir alla sem elska ævintýra,spennumyndir og bara elska harry potter og bækunnar um hann.





Takk fyrir mig
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég sá aldrei þriðju Harry Potter myndina,fyrr en um seinutu helgi,hafpi heyrt misgóða hluti um hana og hafði séð fyrsta hálftímann áður og var ekki mjög ánægður með þann hluta þá og hélt lengi að þetta yrði versta Harry Potter myndin en svo núna þegar ég sá hana þá kom hún mér heldur betur á óvart.Harry Potter er að fara að hefja sitt þriðja ár í Hogwarts skóla og býr enn hjá hræðilegu Dursley fjölskyldunni,og rétt áður en að hann er að fara byrja í Hogwarts kemur systir frændans í heimsókn,Marge hún er mikl,ljót og andstyggileg og fer að tala illa um foreldra Harrys við hann en blæs hana upp og flýr.Hann fer í töfra rútu og fer á gistiheimili og hittir Ron og Harmonie aftur og kemst að því að Sirius Black,maðurinn sem sveik foreldra hans,hefur sloppið frá Azkaban sem er risastórt og ógurlegt fangelsi fyrir verstu galdramenn sem hafa framið hræðilega glæpi.Black vill finna Potter og myrða hann.Inní þessa sögu blandast svo hippógriffani og vitsugur sem eru fangaverðir Azkaban sem hafa verið sendar til að verja Hogwarts skóla fyrir Sirius Black.Helsti gallinn er að þessi og goblet of fire hafa ekki lengur þetta Breska útlit og andrúmsloft sem myndir Columbus höfðu.En þó var Goblet of fire mun meiri Hollywood mynd en prizoner of Azkaban.Svo er annar galli að leikstjórinn breytir of miklu bæði úr bókinni og úr hinum myndunum.Kostir:Myndatakan að þessu sinni er falleg og sömuleiðis útiltið en þessi hefur ekki þetta Breskaútlit sem hinar höfðu.Leikurinn hefur batnað og leikstjórinn er mjög fínn en er langt frá því að vera eins góður og Columbus,verst að hann fór að gera chrishmas whith the Cranks í staðinn fyrir þessa,þessi leikstjóri er samt fínn og myndin hefði kannski(er samt ekki alveg viss)orðið verri ef Cuaron(leikstjórinn)hefði ekki leikstýrt en þó hefði það gert Goblet of fire betri ef Columbus hefði leikstýrt.Mér finnst þessi vera sú óhugnanlegasta í seríunni með Goblet of fire og finnst að áhorfendur yngir en 10 ættu að sleppa því að sjá neina Potter mynd nema philosophers stone og kannski chamber of secrets.Ég hef gefið öllum Harry Potter myndunum 3 og 1/2 stjörnu og þær eiga það sannarlega skilið.Niðurstaða:Þriðja myndin hefur sýna galla en mæli með henni fyrir áhugasama og þá sem fíluðu hinar Potter myndirnar.Prizoner of Azkaban er ekki eins góð og philosophers stone og Chamber of secrets en er þó betri en Goblet of fire.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn