Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Frumleg og skemmtileg mynd sem segir frá Ben nokkrum (leiknum af Ben Affleck) og þeim ævintýrum sem hann lendir í á leiðinni í brúðkaup sitt í Florida þar sem brúðurin bíður hans. Það sem fyrst fer úrskeiðis er að flugvélin sem átti að fara með hann frá New York til Florida lendir í slysi og upp úr því kynnist hann Söru (Sandra Bullock) sem er vægast sagt á allt annarri bylgjulengd en hann. Leiðir þeirra liggja síðan saman því bæði þurfa þau að komast til Flordida sem fyrst og á leiðinni þróast samband þeirra á óvæntan hátt þegar þau kynnast hvort öðru betur. Söguþráðurinn náði að halda áhuga mínum gegnum alla myndina, þetta er alls ekki formúlumynd eins og ég hafði óttast. Söguhetjurnar lenda í ýmsum skondnum aðstæðum og húmorinn er aldrei langt undan, þó að þetta sé ekki í raun grínmynd. Tæknileg vinnsla er líka mjög góð, bæði tónlist og myndataka. Helsti gallinn við myndina er að hún á það til að verða örlítið væmin á köflum en það sleppur nú samt. Hún fær þrjár stjörnur hjá mér, ég skemmti mér vel yfir henni.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$75.000.000
Tekjur
$93.888.180
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
14. maí 1999
VHS:
9. nóvember 1999