Náðu í appið
Öllum leyfðMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Forces of Nature 1999

Frumsýnd: 14. maí 1999

He went from the eye of the storm, into the arms of a hurricane.

105 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 46% Critics
The Movies database einkunn 46
/100

Ben Holmes vinnur við að skrifa útdrætti úr bókum til að prenta á kápur þeirra, og er á leiðinni til Savannah þar sem hann er að fara að gifta sig. Smá slys kemur í veg fyrir flugtak, og fljótlega er Ben í bílaleigubíl ásamt annarri manneskju, hinni sérvitru en aðlaðandi Sarah. Nokkrum stórslysum síðar, þá eru þau tvö fyrir misgáning tekin fyrir... Lesa meira

Ben Holmes vinnur við að skrifa útdrætti úr bókum til að prenta á kápur þeirra, og er á leiðinni til Savannah þar sem hann er að fara að gifta sig. Smá slys kemur í veg fyrir flugtak, og fljótlega er Ben í bílaleigubíl ásamt annarri manneskju, hinni sérvitru en aðlaðandi Sarah. Nokkrum stórslysum síðar, þá eru þau tvö fyrir misgáning tekin fyrir hjón og rekast svo á besta vin Ben og kærustu hans, sem vill svo til að er besta vinkona brúðarinnar tilvonandi. Núna þurfa Ben og Sarah að hugsa næsta leik í stöðunni, þar sem vandamálið er að kannski eru þau tvö þau einu réttu fyrir hvort annað, en þau gætu samt verið í þann mund að láta þetta allt saman koma sér úr jafnvægi - þ.e. brúðkaupið sem er yfirvofandi og að hún hafi rétt í þessu hitt þann eina rétta.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Frumleg og skemmtileg mynd sem segir frá Ben nokkrum (leiknum af Ben Affleck) og þeim ævintýrum sem hann lendir í á leiðinni í brúðkaup sitt í Florida þar sem brúðurin bíður hans. Það sem fyrst fer úrskeiðis er að flugvélin sem átti að fara með hann frá New York til Florida lendir í slysi og upp úr því kynnist hann Söru (Sandra Bullock) sem er vægast sagt á allt annarri bylgjulengd en hann. Leiðir þeirra liggja síðan saman því bæði þurfa þau að komast til Flordida sem fyrst og á leiðinni þróast samband þeirra á óvæntan hátt þegar þau kynnast hvort öðru betur. Söguþráðurinn náði að halda áhuga mínum gegnum alla myndina, þetta er alls ekki formúlumynd eins og ég hafði óttast. Söguhetjurnar lenda í ýmsum skondnum aðstæðum og húmorinn er aldrei langt undan, þó að þetta sé ekki í raun grínmynd. Tæknileg vinnsla er líka mjög góð, bæði tónlist og myndataka. Helsti gallinn við myndina er að hún á það til að verða örlítið væmin á köflum en það sleppur nú samt. Hún fær þrjár stjörnur hjá mér, ég skemmti mér vel yfir henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

06.04.2020

Rómantískar gamanmyndir með veiruþema

Hvernig verður kvikmyndasagan skrifuð í kjölfar fordæmalausrar farsóttar á okkar tækniöld? Verður fólk þreytt á því að sjá bíómyndir um faraldur, aukinn náungakærleika og veirur eða siglir þetta allt í furðu...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn