Náðu í appið
Easter Sunday

Easter Sunday (2022)

"Home is where the Crazy is"

1 klst 36 mín2022

Myndin fjallar um mann sem kemur heim til að vera með líflegri fjölskyldu sinni á Páskunum.

Rotten Tomatoes40%
Metacritic41
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2Síminn

Söguþráður

Myndin fjallar um mann sem kemur heim til að vera með líflegri fjölskyldu sinni á Páskunum. Myndin er einskonar ástarbréf grínistans Jo Koy til filippeyska - bandaríska samfélagsins í Bandaríkjunum.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Balikbayan kassi er filippeysk hefð. Hann er fylltur af notuðum fötum, mat, snyrtivörum og öðrum hlutum sem er dreift til fjölskyldumeðlima í heimalandinu, Filippseyjum. Margir Bandaríkjamenn af filippeyskum ættum safna hlutum í svona kassa yfir allt árið. Þeir senda kassann annaðhvort með pósti eða taka hann með í næstu heimsókn sinni á heimaslóðir.
Í hádegisverðinum í almenningsgarðinum þá er maturinn borinn fram á hlaðborði á bananalaufum. Þessi skemmtilega framreiðsla er þekkt undir nafninu Kamayan, sem þýðir - Með höndunum. Maturinn er því borðaður án hnífapara eða annarra áhalda. Fyrir nýlenduvæðinguna var Kamayan hin hefðbundna aðferð til að matast.
Kuya þýðir eldri bróðir á filippeysku. Þó orðið sé oftast notað af systkinum þá geta nánir ættingjar og vinir einnig notað það. Í því felst virðing.
Barna-Jesú styttan er þekkt sem Santo Niño. Hún á fastan sess á mörgum filippeyskum kaþólskum heimilum.
Fjölskylda Joe talar Tagalog, sem er þjóðtunga Filippseyja. Það er eitt af meira en 100 mállýskum í landinu.
Tia Carrere og Lydia Gaston eru aðeins fjórum og ellefu árum eldri en Jo Koy, þó þær leiki hér eldri frænku og móður hans.

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

DreamWorks PicturesUS
RidebackUS