Náðu í appið
Bönnuð innan Ekki við hæfi mjög ungra barnaÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Dukes of Hazzard 2005

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. ágúst 2005

Meet the Dukes. One family having so much fun there oughta be a law.

107 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 14% Critics
The Movies database einkunn 33
/100

Bo og Luke Duke eru frændur úr suðrinu. Í Hazzard sýslu, þá hjálpa Bo og Luke frænda sínum Jesse og hinni kynþokkafullu frænku sinni Daisy að reka the Moonshine fyrirtækið, og lenda í útistöðum við lögreglustjórann Roscoe P. Coltrane, og aka gáleysislega í appelsínugula bílnum sínum "General Lee". Boss Hogg, hinn illgjarni og spillti fulltrúi, sem þolir... Lesa meira

Bo og Luke Duke eru frændur úr suðrinu. Í Hazzard sýslu, þá hjálpa Bo og Luke frænda sínum Jesse og hinni kynþokkafullu frænku sinni Daisy að reka the Moonshine fyrirtækið, og lenda í útistöðum við lögreglustjórann Roscoe P. Coltrane, og aka gáleysislega í appelsínugula bílnum sínum "General Lee". Boss Hogg, hinn illgjarni og spillti fulltrúi, sem þolir ekki Duke fjölskylduna, rekur þau af bænum sínum. Bo og Duke fara til Atlanta og hitta gamla vinkonu, Katie Johnson, og vinkonu hennar Annette, og fara svo og reyna að komast að því afhverju Boss Hogg rak þau af bænum og hvað hann hyggst fyrir. Með hjálp ökuþórsins Billy Prickett, sem er í bænum til að keppa í hinum árlega Hazzard kappakstri, þá reyna þau að bjarga býlinu og skemma fyrir Boss Hogg. ... minna

Aðalleikarar


The Dukes of Hazzard inniheldur ÓTRÚLEGA flottar tæknibrellur, manni líður eins og öll þessi bílaatriði séu algjörlega raunveruleg. Þetta er það eina jákvæða sem ég get sagt um myndina. The Dukes of Hazzard er hryllilega flöt mynd, og inniheldur nánast engan söguþráð. Leikararnir standa sig reyndar flestir vel (Willie Nelson langbestur í litlu hlutverki sem frændi bræðranna Luke og Bo), Johnny Knoxville var mjög góður í sínu hlutverki sem annar bræðranna og Seann William Scott var ágætur í sínu hlutverki. Burt Reynolds var hörmulegur í sínu hlutverki, og stendur sig líklega verst af öllum í myndinni. Jessica Simpson er hér í sínu fyrsta hlutverki, hún er meira að segja í einu aðalhlutverkinu. Ég get hinsvegar ekki dæmt hvort hún leikur vel eða illa, hún fékk ekki að segja það mikið. Það eina sem hún gerði var að ganga um á nærfötunum, og sagði kannski svona 8-10 setningar.

Söguþráðurinn er þunnur, fjallar um Bo Duke og Luke Duke sem eru bræður og búa í Hazzard sýslu. Einn daginn kemur þangað maður að nafni Boss Hogg og hyggst ætla að breyta Hazzard í kolanámu (eða eitthvað þannig). Útúr þessu er spunnin einhver smá söguþráður, þar sem að Duke bræðurnir ákveða (auðvitað) að reyna að bjarga Hazzard sýslu. Þessi söguþráður er leiðinlegur, og mér hálf-leiddist þegar þeir voru ekki að keyra í bílnum sínum: General Lee. Handritið er götótt, plottið lélegt, og brandararnir jafnvel verri en plottið. Hefði myndin ekki verið gamanmynd hefði stjörnugjöfin mín líklega hækkað um eina stjörnu, en brandararnir drógu hana niður. Ég hló aldrei upphátt (eins og ég er vanur að gera á gamanmyndum), í mesti lagi brosti ég aðeins út í annað munnvikið.

Jæja, bílaatriðin voru góð, en annars mæli ég alls ekki með þessari mynd, nema fyrir sanna bílaaðdáendur eða 10 ára og yngri (verst að myndin er bönnuð innan tólf) og gef henni eina stjörnu.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Æ ég veit það ekki, ég var nú ekki fyrir neinum rosalegum vondbrigðum þegar ég sá þessa mynd, því ég hafði heyrt alveg hræðilega dóma um þessa mynd.


Myndin byrjaði svona ágætlega, og maður heldur kannski að þetta væri svona ágætis afþreiging, en svo þegar lengra dregur á myndina er svo ekki. Mér fannst í heildina litið myndin ekki nógu góð. Alveg hræðilega illa leikin. Fólk eins og Willie Nelson og Jessica Simpson ættu nú ekki að leika yfir höfuð. Mér fannst þau tvö sína alveg hræðilega lélegan leik. Sérstaklega Jessica Simpsons. Hún var náturlega ekkert að leika, bara sína á sér líkaman.

Allavega í heildina litið alls ekki nógu góð mynd, með þó nokkrum skemmtilegum atriðum inn á milli, eins og bílahasar og því um líkt.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Góð mynd góðar (en fáar) tæknibrellur léttur húmor og fleira,Fullkomin skemmtun á föstudagskvöldi!

Johnny Knoxville leikur askoti vel og sýnir á sér nýja hlið í þessari mynd,Sean William Scott leikur auðvitað frábærlega eins og honum einum er lagið og Jessica Simpson Leikur hina Undurfögru Daisy Duke svo eru það Burt Reynolds & Willie Nelson sem leika bara ekkert nema ógeðslega vel allir leikarar lifa sig inn í hlutverk sitt og úr því varð án efa eitt af meistaraverkum ársins,Dukes Of Hazzard.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er frábær gaman mynd með fyrrverandi meðlim jackass, Johnny Knoxville, en í henni eru einnig Jessica Simpson og Willie Nelson og Sean einhvað. Þetta er bland af hasar, spennu og kappakstri, Tveir frændur (Johnny Knoxville og Sean) búa í smábæ sem ber nafnið Hazzard. En eins og í flestum myndum er vondur maður sem vill öllum illt og í þessari mynd er ætlar sá maður að gera risastórt vinnusvæði úr þessum bæ.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn