Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Go 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 2. júlí 1999

When the lights go down, the world is yours.

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 91% Critics
The Movies database einkunn 72
/100

Sagan er sögð út frá sjónarhóli þriggja manna og kvenna. Þetta er saga hóps ungra Kalíforníubúa sem eru að reyna að redda sér pening, neyta eiturlyfja og selja eiturlyf, græða peninga og stunda kynlíf í Las Vegas, og almennt séð að reyna að lifa lífinu af krafti.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Go er án efa uppáhaldsmyndin mín. Síðan ég keypti hana á DVD held ég að ég hafi horft á hana svona 8 sinnum (að minnsta kosti) og mér finnst hún alltaf jafn fyndin. Mér finnst handritið nokkuð gott - margar skemmtilegar og áhugaverðar persónur sem tengjast flestar allar á einhvern hátt. Þetta er svona eiturlyfja-unglinga-spennu-mynd og nær hún að halda athygli minni allan tíman. Mörg virkilega góð atriði og skondnar samræður - leikararnir eru alveg að standa sig þrátt fyrir ungan aldur. Tónlistin í myndinni er líka frekar töff - passar vel við stemmninguna hverju sinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hreint ágætismynd um unglinga á eiturlyfjum, unglinga í einkadansi, dópsala, samkynhneygða leikara, rosaskrýtna löggu og konuna hans og fullt af öðru fólki.

Söguþræðinum eru gerð skil frá sjónarhóli nokkurra persóna og er býsna skemmtilega unnið úr því, þó það virki á stundum sem Pulp Fiction- kópíering.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi ræma er svolítið sérstök. Hún er þrískipt, sagðar eru þrjár sögur. Miðsagan er best með svolítilli spennu og hún reddar þessari stjörnu. Maður áttar sig ekki alveg hvað leikstjórinn hefur verið að hugsa, það er eins og hann hafi ekki alveg vitað hvaða stefnu hann hefur átt að taka. Fyrir vikið er myndin svolítið sundurlaus. Leikararnir standa sig flestir ágætlega.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi æðislega mynd var án efa ein sú besta allt seinasta sumar og ein af þeim bestu allt seinasta ár. Myndin sjálf er ein rússíbanaferð frá upphafi til enda með einni ótrúlegustu framvindu sem sést hefur. Go byggir á þeirri lífsspeki að ef þú vilt peninga þá reynirðu að ná þeim á þinn máta og hugsar ekki um afleiðingarnar, ef þú ert í vandræðum, þá kemurðu þér út úr þeim án tillits til afleiðinga gjörða þeirra. Óneitanlega djörf lífsspeki, en umhverfi myndarinnar er í raun frumskógur, þar sem reglur frumskógarins gilda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágætis glæpamynd með gamansömu ívafi sem fjallar um afdrifaríkan sólarhring í lífi aðalpersónanna. Söguþráðurinn er of flókin til að hægt sé að lýsa honum hér í smáatriðum, en atburðarásin fer af stað þegar dópsala misheppnast herfilega. Þetta er nokkurs konar ferð um glæpaheima Los Angeles og Las Vegas og maður fær að kynnast mörgum áhugaverðum (en skrýtnum) persónum á leiðinni ásamt þeim brengluðu hlutum sem þau lenda í. Myndin er greinileg gerð fyrir ungt fólk þar sem aðalsmerki hennar eru hraðar myndatökur, dúndrandi rave tónlist, eiturlyfjaneysla og svartur húmor. Uppbygging myndarinnar er meira eða minna fengin "lánuð" frá Reservoir Dogs, hún skiptist í þrjá hluta og í hverjum þeirra sjáum við atburðarás þessa sólarhrings frá sjónarhorni mismunandi persóna. Leikararnir sleppa nokkuð vel frá sínu, þeir eru flestir tiltölulega óþekktir en þó eru nokkur kunnugleg andlit í aukahlutverkum. Ég skemmti mér vel yfir myndinni - hún hefur talsvert afþreyingargildi en skilur samt lítið eftir sig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn