Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefna

Never Been Kissed 1999

Justwatch

Frumsýnd: 2. júlí 1999

Some things are worth waiting for

107 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 55% Critics
The Movies database einkunn 60
/100

Josie Geller, 25 ára, vinnur sem yfirlesari hjá dagblaðinu Chicago Sun Times. Hún er mjög góð í því sem hún gerir, en þráir samt að verða blaðamaður á blaðinu, sem er mun meira krefjandi starf. Hún fær langþráð tækifæri hjá eiganda blaðsins til þess þegar hún er beðin um að fjalla um miðskólasenuna eins og hún er í dag, og fer á laun í skólann... Lesa meira

Josie Geller, 25 ára, vinnur sem yfirlesari hjá dagblaðinu Chicago Sun Times. Hún er mjög góð í því sem hún gerir, en þráir samt að verða blaðamaður á blaðinu, sem er mun meira krefjandi starf. Hún fær langþráð tækifæri hjá eiganda blaðsins til þess þegar hún er beðin um að fjalla um miðskólasenuna eins og hún er í dag, og fer á laun í skólann í gervi nemanda. Josie var sjálf lúði í miðskólanum, en bróðir hennar vinsæli Rob Geller hjálpar henni að verða meiri gella nú en hún var þá. Bæði systkinin elska að vera í skólanum, og Josie kemst fljótt í gamla miðskólagírinn. Áður fyrr var hún uppnefnd Josie Grossie, átti fáa vini, og var jafnvel niðurlægð. Núna, þegar hún nýtur velgengni í starfi og allt er á uppleið, þá reynir hún að passa eins vel inn í hópinn og mögulegt er. Hún reynir að kynnast fallegu, en ekki endilega gáfuðustu, stelpunum í skólanum, í staðinn fyrir að vera með krökkunum sem í raun eru á sama báti og hún, til að ná sem mestu efni fyrir greinina. Hún verður að finna gott efni, annars er draumastarfið í hættu. Hún verður ástfangin af kennara sem henni er skipað að rífa í sig í greininni, en nú þarf hún að skoða djúpt í huga sinn, og reyna að gera ekki sömu mistökin og hún gerði þegar hún var í skóla sjálf í gamla daga. ... minna

Aðalleikarar

Ágætis stelpumynd
Never been kissed er algjör stelpumynd sem að stendur vel fyrir sínu. Hún er mjög rómantísk og klisjukennd á köflum en er ágætis áhorf fyrir stelpukvöld.

Hún fjallar um Josie Geller sem er 25 ára og vinnur á Chicago sun times. Hún hefur aldrei unnið sem alvöru blaðamaður heldur bara sem starfsmaður við útgáfu blaðsins og verður því mjög spennt yfir því að fá að verða ,,undercover" blaðamaður.
Hennar fyrsta verkefni er að fara í menntaskóla og finna einhverja góða sögu til að skrifa um. Þetta reynist henni samt mjög erfitt í byrjun þar sem að hún var algjör lúði í menntaskóla. Hún lenti í því að strákur hafnaði henni illilega þegar hún var 17 ára gömul og hefur hún aldrei beint jafnað sig eftir það og telur sig aldrei hafa átt hinn fullkomna fyrsta koss. En nú þarf hún að fara í skólann og horfast í augu við hræðslu sína og e.t.v. eiga sinn fyrsta koss.

Myndin er fyrirsjáanleg en samt skemmtileg að horfa á. Manni líkar vel við Drew Barrymoore sem aðalpersónuna og það eru skemmtilegir aukaleikarar m.a. David Arquette sem styðja við bakið á henni í myndinni. Það má þó setja út á það að ,,chemistry" á milli Drew Barrymoore og bróður hennar David Arquette er meita en hjá henni og áætlaðri ástinni í myndinni. Myndin verður klisjukennd en einhvern veginn tekst ástin í myndinni að halda klisjunni þolanlegri. Ágætis mynd fyrir stelpukvöld.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er svona la la unglingamynd. Drew ofleikur að vísu svakalega ásamt nánast öllum öðrum leikörum í þessari mynd. Lokaatriðið í þessari mynd er líka óþolandi væmið, svona ekta amerískur happy ending. Það má öllu ofgera. En hún fær eina stjörnu fyrir viðleitni, stöku unglingar hafa örugglega gaman af henni...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sæt mynd um 25 ára konu, Josie Geller (Drew Barrymore), sem var lögð í einelti í skóla og fær nú tækifæri til að upplifa skólaárin upp á nýtt. En samt, þessir vinsælu krakkar voru ÖMURLEGIR!!!!!! Stelpurnar leiddust út á götu og strákarnir gengu í skyrtum með V-hálsmáli. David Arquette(bróðir Josie) nær vinsæla töffaranum Rob vel (svaka sætur). Svo kemur væminn boðskapur (veriði bara þið sjálf og ekki vera hrædd við það bla bla bla....) og svo klappa allir. Týpískur happy ending þó enginn annar endir hefði komið til greina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Never Been Kissed fjallar um Josie Geller, 25 ára ritstjóra hjá Sun-Times dagblaðinu, sem vær það vandasama verkefni að upplifa menntaskólaárin sín aftur og verða 17 ára á ný. Niðurstaðan á að vera krassandi blaðagrein úr South Glenn menntaskólanum. Josie er skipað að falla í flottasta hópinn þar sem allt er "rúfus" og starf hennar er sett að veði. Með aðstoð bróðir hennar nær hún að falla í hópinn og allt fer að ganga vel en henni gengur erfiðlega að fá efni í greinina. Á seinustu stundu ákveður yfirmaður hennar að hún eigi að reyna að tæla kennara sinn sem er hrifinn af henni en hún vill síðast allra særa hann. Undir lokin tekst henni að ná athyggli umheimsins án þess að gera flugu mein og endirinn kemur ánægjulega á óvart. Drew Barrymore tekst að leika hinn fullkomna lúða í þessari léttu gamanmynd fyrir ungafólkið. Hún fær þjár stjörnur fyrir léttágætan húmor, ágætis leik og að flækjast ekki úti í hreina vitleysu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eftir óslitna syrpu af ágætis unglingamyndum sem frumsýndar hafa verið nýlega (She's All That, Cruel Intentions, 10 Things I Hate About You) kemur þessi frekar ófrumlega mynd sem segir frá 25 ára blaðakonu sem fær það verkefni að fara í dulargervi nemanda og snúa aftur í menntaskóla til þess að finna eitthvað fréttnæmt sem þar er að gerast. Það er skemmst frá því að segja að innan 20 mínútna var ég búinn að sjá endinn gjörsamlega fyrir og örlög allra aðalpersónanna, "spennan" eftir hlé lá í raun ekki í því að sjá hvað gerðist, heldur hvernig. Einn helsti veikleiki myndarinnar er hversu útreiknanleg hún er. Einnig er handritið frekar hugmyndasnautt og uppfullt af stereótýpum (eitthvað sem flestar fyrrnefndu unglingamyndirnar náðu að mestu að forðast). Það væri hægt að gera miklu hugmyndaríkari, frumlegri og skemmtilegri mynd út frá grunnhugmyndinni um manneskju sem fær annað tækifæri til að verða vinsæl í menntaskóla. Drew Barrymore skilar samt ágætis frammtistöðu í sínu hlutverki en lítið er um tilþrif hjá öðrum. Þetta er þokkaleg afþreying en hefði getað orðið eitthvað mikið betra.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn