Náðu í appið
Never Been Kissed

Never Been Kissed (1999)

"Some things are worth waiting for"

1 klst 47 mín1999

Josie Geller, 25 ára, vinnur sem yfirlesari hjá dagblaðinu Chicago Sun Times.

Rotten Tomatoes56%
Metacritic60
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð
Ástæða:KynlífKynlífVímuefniVímuefni

Hvar má horfa

Söguþráður

Josie Geller, 25 ára, vinnur sem yfirlesari hjá dagblaðinu Chicago Sun Times. Hún er mjög góð í því sem hún gerir, en þráir samt að verða blaðamaður á blaðinu, sem er mun meira krefjandi starf. Hún fær langþráð tækifæri hjá eiganda blaðsins til þess þegar hún er beðin um að fjalla um miðskólasenuna eins og hún er í dag, og fer á laun í skólann í gervi nemanda. Josie var sjálf lúði í miðskólanum, en bróðir hennar vinsæli Rob Geller hjálpar henni að verða meiri gella nú en hún var þá. Bæði systkinin elska að vera í skólanum, og Josie kemst fljótt í gamla miðskólagírinn. Áður fyrr var hún uppnefnd Josie Grossie, átti fáa vini, og var jafnvel niðurlægð. Núna, þegar hún nýtur velgengni í starfi og allt er á uppleið, þá reynir hún að passa eins vel inn í hópinn og mögulegt er. Hún reynir að kynnast fallegu, en ekki endilega gáfuðustu, stelpunum í skólanum, í staðinn fyrir að vera með krökkunum sem í raun eru á sama báti og hún, til að ná sem mestu efni fyrir greinina. Hún verður að finna gott efni, annars er draumastarfið í hættu. Hún verður ástfangin af kennara sem henni er skipað að rífa í sig í greininni, en nú þarf hún að skoða djúpt í huga sinn, og reyna að gera ekki sömu mistökin og hún gerði þegar hún var í skóla sjálf í gamla daga.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Fox 2000 PicturesUS
Bushwood Pictures
Flower FilmsUS
Never Been Kissed ProductionsUS
20th Century FoxUS

Gagnrýni notenda (5)

Ágætis stelpumynd

★★★☆☆

Never been kissed er algjör stelpumynd sem að stendur vel fyrir sínu. Hún er mjög rómantísk og klisjukennd á köflum en er ágætis áhorf fyrir stelpukvöld. Hún fjallar um Josie Geller s...

Þetta er svona la la unglingamynd. Drew ofleikur að vísu svakalega ásamt nánast öllum öðrum leikörum í þessari mynd. Lokaatriðið í þessari mynd er líka óþolandi væmið, svona ekta a...

Sæt mynd um 25 ára konu, Josie Geller (Drew Barrymore), sem var lögð í einelti í skóla og fær nú tækifæri til að upplifa skólaárin upp á nýtt. En samt, þessir vinsælu krakkar voru Ö...

Never Been Kissed fjallar um Josie Geller, 25 ára ritstjóra hjá Sun-Times dagblaðinu, sem vær það vandasama verkefni að upplifa menntaskólaárin sín aftur og verða 17 ára á ný. Niðursta...

Eftir óslitna syrpu af ágætis unglingamyndum sem frumsýndar hafa verið nýlega (She's All That, Cruel Intentions, 10 Things I Hate About You) kemur þessi frekar ófrumlega mynd sem segir frá 25...