Rétt strumpar yfir meðalmennskuna
Það eru tveir ákveðnir Hollywood-leikstjórar, sem sérhæfa sig annað hvort í pirrandi gamanmyndum eða ennþá verri fjölskyldumyndum, sem hafa farið í mínar fínustu taugar núna í ansi ...
"Smurf happens"
Lífið gengur sinn vanagang í heimi Strumpanna, þeir iðjusömu vinna, þeir yfirborðskenndu stara í spegilinn og þeir stjórnsömu reka hina áfram.
Öllum leyfðLífið gengur sinn vanagang í heimi Strumpanna, þeir iðjusömu vinna, þeir yfirborðskenndu stara í spegilinn og þeir stjórnsömu reka hina áfram. Hver og einn hefur sitt hluverk. Það hefur Kjartan galdrakarl líka, hans er að elta Strumpana og hræða úr þeim líftóruna. Einn daginn finnur hann Strumpaþorpið og eltir þá út í skóg. Strumparnir skipta liði og dreifast um allt en Klaufastrumpur villist inn í forboðinn helli og nokkrir aðrir Strumpar elta. Þar sem tunglið er blátt opnast töfragöng á milli heima, þess sem er innan hellisins og okkar heims, nánar tiltekið Central Park í New York. Þeir staulast úr töfraheimi sínum inn í raunveruleikann eins og við þekkjum hann. Rétt um þrjú epli á hæð og villtir í Stóra Eplinu, þurfa Strumparnir að strumpast til að taka á honum stóra sínum. Þeir fá húsaskjól hjá hjónunum Patrick og Grace Winslow þar sem þeir leggja á ráðin um hvernig þeir komast aftur til síns heima, en það verður að gerast áður en Kjartan finnur þá.



Það eru tveir ákveðnir Hollywood-leikstjórar, sem sérhæfa sig annað hvort í pirrandi gamanmyndum eða ennþá verri fjölskyldumyndum, sem hafa farið í mínar fínustu taugar núna í ansi ...