Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Eftir að hafa sagt skilið við gömlu herdeildina sína, sem var bara skipuð erfðabreyttum mönnum fer Tsui (Jet Li) að vinna sem bókavörður. En fljótlega neyðist hann til að berjast við sína gömlu félaga,þegar hann kemst að því að flestir þeirra eru farnir að vinna fyrir glæpamenn, og til að þekkjast ekki setur hann upp grímu. Þetta er ein af síðustu myndum sem Jet Li lék í Hong Kong áður en hann fór til Hollywood til að leika í Lethal Weapon 4. Þetta er líka ein af dýrari slagsmálamyndum sem hafa verið gerðar í Hong Kong, en hún er framleidd af Tsui Hark (Double Team), slagsmálin eru leikstýrð af Yuen Woo Ping (The Matrix, Crouching Tiger, Hidden Dragon), enda eru slagsmálinn mjög góð, Jet Li hefur sjaldan verið svona góður. Frábært lið í aukahlutverkunum, þar má fyrst nefna Anthony Wong (Hard Boiled,Time & Tide, The Untold Story) í hlutverki snarruglaðs glæpaforingja. Franqoise Yip(Runble in the Bronx,Romeo Must Die) í hlutverki hættulegs leigumorðingja. Þetta er með betri myndum Jet Li, en ef þið viljið sá virkilega frábærar myndir með Jet Li, endilega sjáið hinar frábæru myndir Once Upon a Time in China 1 og 2, en í seinni myndinni berst hann við hinn frábæra Donnie Yen(Iron Monkey)