Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Black Mask 1996

(Hak hap)

Fannst ekki á veitum á Íslandi
96 MÍNKínverska

Michael er fyrrum prófunarviðfang í verkefni þar sem búa átti til ofurhermenn. Hann neyðist til að flýja með félögum sínum eftir að verkefnið er lagt niður. Mörgum mánuðum síðar er Michael að reyna að lifa rólegu lífi sem bókasafnsvörður og besti vinur hans er harðsoðin lögga. En þá byrjar röð af hrottalegum undirheimamorðum að eiga sér stað,... Lesa meira

Michael er fyrrum prófunarviðfang í verkefni þar sem búa átti til ofurhermenn. Hann neyðist til að flýja með félögum sínum eftir að verkefnið er lagt niður. Mörgum mánuðum síðar er Michael að reyna að lifa rólegu lífi sem bókasafnsvörður og besti vinur hans er harðsoðin lögga. En þá byrjar röð af hrottalegum undirheimamorðum að eiga sér stað, sem ber öll merki fyrrum félaga hans í ofurhermannaverkefninu, sem nú hafa snúist til glæpa. Hann áttar sig á að lögreglan ræður ekkert við þessa hermenn, og ákveður því að taka málin í sínar eigin hendur. Hann setur upp grímu til að hylja hver hann er, og berst nú við þessa ofurhermenn fyrrum félaga sína, sem dularfull ofurhetja, sem er þekkt sem Svarta gríman, eða Black Mask.... minna

Aðalleikarar


Eftir að hafa sagt skilið við gömlu herdeildina sína, sem var bara skipuð erfðabreyttum mönnum fer Tsui (Jet Li) að vinna sem bókavörður. En fljótlega neyðist hann til að berjast við sína gömlu félaga,þegar hann kemst að því að flestir þeirra eru farnir að vinna fyrir glæpamenn, og til að þekkjast ekki setur hann upp grímu. Þetta er ein af síðustu myndum sem Jet Li lék í Hong Kong áður en hann fór til Hollywood til að leika í Lethal Weapon 4. Þetta er líka ein af dýrari slagsmálamyndum sem hafa verið gerðar í Hong Kong, en hún er framleidd af Tsui Hark (Double Team), slagsmálin eru leikstýrð af Yuen Woo Ping (The Matrix, Crouching Tiger, Hidden Dragon), enda eru slagsmálinn mjög góð, Jet Li hefur sjaldan verið svona góður. Frábært lið í aukahlutverkunum, þar má fyrst nefna Anthony Wong (Hard Boiled,Time & Tide, The Untold Story) í hlutverki snarruglaðs glæpaforingja. Franqoise Yip(Runble in the Bronx,Romeo Must Die) í hlutverki hættulegs leigumorðingja. Þetta er með betri myndum Jet Li, en ef þið viljið sá virkilega frábærar myndir með Jet Li, endilega sjáið hinar frábæru myndir Once Upon a Time in China 1 og 2, en í seinni myndinni berst hann við hinn frábæra Donnie Yen(Iron Monkey)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn