Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Cube 1997

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 23. júlí 1999

Fear... Paranoia... Suspicion... Desperation

90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 63% Critics
The Movies database einkunn 61
/100

Sex ólíkir einstaklingar vakna við vondan draum, þegar þeir komast að því að þeir eru innilokaðir í völundarhúsi sem uppfullt er af dauðagildrum. Hópurinn samanstendur m.a. af lögreglumanni, stærðfræðinema, sálfræðingi, meistaraþjófi og einhverfum unglingi. Mikil taugaspenna skapast þegar hópurinn gerir sér grein fyrir, að það verður ekki auðvelt... Lesa meira

Sex ólíkir einstaklingar vakna við vondan draum, þegar þeir komast að því að þeir eru innilokaðir í völundarhúsi sem uppfullt er af dauðagildrum. Hópurinn samanstendur m.a. af lögreglumanni, stærðfræðinema, sálfræðingi, meistaraþjófi og einhverfum unglingi. Mikil taugaspenna skapast þegar hópurinn gerir sér grein fyrir, að það verður ekki auðvelt að komast út úr völundarhúsinu því allstaðar leynast hættur. Nú þurfa þessir ólíku einstaklingar að sameina krafta sína, því annars eru þeir dauðans matur. ... minna

Aðalleikarar


Mannlegt eðli á skjáin. Þessi mynd er ótrúlega góð og það ótrúlegasta er að myndin er svo skömmsýn í umhverfi en samt nær myndin að halda manni við sætið starandi. Handritið er sterkt sprengiefni. Leikurinn mjög góður. Leikstjórnin er bara nokkuð góð við hverju ég væntist. Cube er sálfræðimynd. Ekki tryllir. Hún sýnir mannlegt eðli í örvæntingu. Kveikiþráður myndarinnar er að lifa af. Enginn matur, ekkert vatn. Aðeins fólk í hinu óþekkta reyna að lifa af. Von hélt sumum. En í sumum er frumeðlið of sterkt og kenning Darwins fær það í rassgatið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hörkugóður sálfræðitryllir, laus við yfirborðskenndina og tæknibrelludýrkunina sem einkennir seinni myndina (hypercube) er kom út fyrir skömmu. Ég vildi gjarnan sjá hærri einkunn hjá þessari frumlegu og áhrifaríku spennumynd sem hefur vakið mig til umhugsunar um mannlegt eðli og margt fleira frá því ég sá hana fyrir nokkrum árum -skilur mjög mikið eftir sig ólíkt hinni ómögulegu mynd 2, sem var algjör mistök og vona ég sannarlega að ekki komi önnur slík. Af þessari mynd ætti ekki að gera framhald, hún stendur vel ein og sér -með bestu myndum sem ég hef séð. Tónlist og tæknibrellur voru kannski ekki áberandi en bara eins og átti að vera, því mest áherslan var auðvitað á hinar vönduðu persónur sem voru snilldarlega leiknar og úthugsaðan þroska þeirra í gegnum hinar ýmsu ógnvekjandi gildrur sem nóg var af. Ekki mynd fyrir Hollywood-háða (frekar en 28 days), en stórgóð afþreying fyrir flesta hugsandi menn(eldri en 16 ára).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar ég fyrst heyrði um þessa mynd þá vissi ég ekki við hverju væri að búast. Ég horfði á hana með nokrum vinum mínum og svo virtist vera að þetta væri ágætis skemmtun. Hún var víst mjög vinsæl á sínum tíma. Ég dái myndir sem maður getur horft á aftur og aftur þó maður viti hvað mun gerast. Því að í svona vísindatrilli þá gerist það sem maður hefur ekki gaman að sjá.

Þessi mynd fannst mér frumleg á ímsum köflum og mjög gott handrit.=Þessi mynd er um sex ólíka einstaklinga sem vakna við vondan draum og sjá að þau eru föst í stórum teningi sem er innbygður af mörgum mynni teningum sem flest allir innihalda dauðagildrum. Þetta fólk saman stendur af löggu,sálfræðingi,reiknissnillingi og einhverfum manni. Og þau átta sig á því að þau verða vinna saman. Þessi mynd fær bara 3 stjörnur út af því að leikurinn hjá þessum óþekktum leikurum sannfærði mig ekki. Enn annars er þetta fínasta afþreying.


Þessi mynd er örugglega ein sú ódýrasta sem gerð hefur verið.

Í allri myndinni er bara notað eina sviðsmynd sem er teningur sem breytir um lit eftir í hvaða herbergi þau fara. Þið skulið endilega leiga þessa.!!


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ansi hreint skemmtileg mynd, hverrar söguþráður er vel tíundaður í misjöfnum umfjöllunum hér fyrir ofan. Að mínum dómi er sagan ansi frumleg og skemmtileg, eins og persónurnar margar hverjar. Ber að minnast á óborganlegt byrjunaratriði, þegar fremur ófríður, sköllóttur karl vaknar í kubbnum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Gjörsamlega afleit mynd. Ég er mjög mikill Sience Fiction fan en þessi mynd er ótrúlega léleg, þótt hugmyndin sé góð. Forðist þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

13.08.2023

Erfitt að vera stökkbreytt fluga

Það er nógu erfitt að vera mennskur unglingur sem vill falla inn í hópinn og vera eins og allir hinir, en eins og áhorfendur munu sjá í teiknimyndinni Teenage Mutant Ninja Turtles: Mutant Mayhem sem komin er í bíó, þá er þ...

07.09.2021

„Ég fagna öllum verkum okkar sem eldast illa“

Elísabet Ronaldsdóttir, einn færasti klippari landsins, hefur gert garðinn frægan síðustu árin með vinnu sinni að vinsælum titlum á borð við John Wick, Atomic Blonde, Deadpool 2 ásamt myndinni Between Heaven and Earth eftir Najwa Najja...

16.07.2020

10 vinsælustu myndirnar frá Netflix

Árið 2013 fór streymisveitan Netflix að framleiða efni undir sínu eign nafni og hefur aukningin hefur verið stöðug síðustu misseri. Gífurlegur fjöldi sjónvarpsþátta, heimildaþátta, uppistanda og kvikmynda lenda reglule...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn