Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Orgazmo 1997

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Making sex safe again!

94 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 48% Critics
The Movies database einkunn 48
/100

Joe Young var einfaldur ungur maður sem var að reyna að útbreiða fagnaðarerindi mormóna, þegar hann bankaði á vitlausa hurð! Eigandi hússins, klámmyndaleikstjórinn Maxxx Orbison, segir mönnum sínum að drepa manninn við dyrnar sem truflaði senuna sem verið var að taka upp, en Joe berst við verðina og sýnir mikla færni, svo mikla að Maxxx heillast svo mikið... Lesa meira

Joe Young var einfaldur ungur maður sem var að reyna að útbreiða fagnaðarerindi mormóna, þegar hann bankaði á vitlausa hurð! Eigandi hússins, klámmyndaleikstjórinn Maxxx Orbison, segir mönnum sínum að drepa manninn við dyrnar sem truflaði senuna sem verið var að taka upp, en Joe berst við verðina og sýnir mikla færni, svo mikla að Maxxx heillast svo mikið af honum að hann býður honum aðalhlutverk í kvikmyndinni sem hann er að gera þá stundina: Orgazmo, sem fjallar um ofurhetju sem berst gegn glæpum með Orgazmorator, og ChodaBoy, aðstoðarmanni sínum. Joe, andstætt trú sinni, þiggur starfið, þannig að hann geti greitt fyrir brúðkaup sitt og kærustunnar, en hann segir henni ekki frá nýja starfinu. En þegar myndin slær í gegn og hann kemst að því að Ben ( ChodaBoy ) hafi búið til alvöru Orgazmorator, þá er Joe í alvarlegu klandri!... minna

Aðalleikarar


Drepfyndin mynd um mormóna sem lendir í klandri hjá kvikmyndaveri en er svo ráðinn í að leika í klámmyndum.

Á mormóninn líka kærustu sem veit ekki hvað hann gerir og það versta er að trú þeirra er svo ströng að myndi aldrei segja henni það. Fyndin mynd á allan stað með skrítnar hugmyndir en ekkert er leiðinlegt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frekar gróf grínmynd eftir sömu náunga og standa að baki South Park þáttunum og myndinni BASEketball. Fjallar um mormóna sem kemur til Kaliforníu og sogast inn í heim klámmyndanna og áður en hann veit af er hann orðin ein skærasta stjarnan í þeim bransa. Það er margt skondið við þessa mynd - til dæmis myndatökumaðurinn sem Matt Stone leikur og stönglast í sífellu á "I don't mean to sound like a queer but...". Það er alveg greinilegt að Trey Parker (sem leikstýrir ásamt því að leika aðalhlutverkið og skrifa handritið) óttast ekki að fara langt yfir öll velsæmismörk - stundum er það fyndið en í hin skiptin kemur það ósmekklega út. Þokkaleg skemmtun fyrir þá sem ekki hneykslast auðveldlega og hafa svartan húmor.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

20.11.2009

Tían: "Bjór og pizzu-myndir"

Ef það er eitthvað sem ég fíla örlítið meira en að sitja einn eða í fámennum hóp horfandi á uppáhalds dramamyndirnar mínar þá er það að sitja með góðum félögum horfandi á góða "stemmaramynd." Ég tek það...

20.11.2009

Tían: "Bjór og pizzu-myndir"

Ef það er eitthvað sem ég fíla örlítið meira en að sitja einn eða í fámennum hóp horfandi á uppáhalds dramamyndirnar mínar þá er það að sitja með góðum félögum horfandi á góða "stemmaramynd." Ég tek...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn