Náðu í appið
Á ferð með mömmu

Á ferð með mömmu (2022)

Driving Mum

1 klst 52 mín2022

Þegar móðir Jóns og hans mesti áhrifavaldur fellur frá verða alger umskipti í lífi hans.

Rotten Tomatoes88%
Deila:
9 áraBönnuð innan 9 ára

Söguþráður

Þegar móðir Jóns og hans mesti áhrifavaldur fellur frá verða alger umskipti í lífi hans. Með uppáklætt líkið í aftursætinu og hundinn Brésnef við hlið sér tekst hann á hendur ferð þvert yfir landið til að heiðra hennar síðustu ósk. En mamma hefur ekki sagt sitt síðasta.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Leikstjórinn segir í samtali við Morgunblaðið að hugmyndin hafi kviknað árið 1994 þegar hann og Þröstur Leó sátu og spjölluðu á meðan beðið var eftir tökum í Tár úr steini, sem er einnig eftir Hilmar. \"Þröstur fór að segja mér frá sérkennilegum karakterum í Arnarfirði og þá varð til saga í kollinum á mér; innblásin af þessum sögum.\"
Þetta er í þriðja sinn sem Þröstur Leó leikur aðalhlutverk í mynd eftir Hilmar.
Þriðji aðalleikari myndarinnar, hundurinn Dreki, leikur Brésneff, sem heitir í höfuðið á þáverandi leiðtoga Sovétríkjanna.
Hundurinn var valinn úr hópi þriggja hunda. „Þessi var feiminn og með lítið hjarta en horfði alltaf á þann sem var að tala. Hann fylgdist vel með og gerði allt sem honum var sagt, þannig að hann var bara ráðinn á staðnum,\" segir Hilmar við Morgunblaðið.

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Alexandra FilmEE
Zik Zak FilmworksIS
Ursus ParvusIS
Icelandic Film CentreIS

Verðlaun

🏆

Hlaut átta Edduverðlaun, þ.á.m. sem besta mynd. Tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Hlaut aðalverðlaun alþjóðlegu kvikmyndaverðlaunanna PÖFF í Tallinn. Þröst­ur Leó Gunn­ars­son hlaut verðlaun ít­ölsku kvik­mynda­hátíðar­inn­ar BIF.

Gagnrýni