Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Sporlaust 1998

(No Trace, Without a Trace)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 27. ágúst 1998

90 MÍNÍslenska

Spennumyndin Sporlaust segir frá vinahóp ungmenna í Reykjavík með misjafnan bakgrunn. Daginn eftir teiti sem þau halda til heiðurs sundmeistaranum í hópnum, finna þau lík í íbúðinni. Í örvæntingu sinni losa þau sig við líkið, en komast brátt að því að þau eru ekki laus allra mála.

Aðalleikarar

Leiðinlega vanmetin
Ég er ekki að segja að hún sé leiðnleg, heldur frekar vanmetin. Ég veit alveg bunka af íslenskum myndum en hefði aldrei vitað um þessa. Þegar ég var búin að horfa á hana þá var ég bara frekar sáttur. Ég er ekki að segja að hún sé einnhver íslenskur-gullmoli, en afhverju ekki að minna aðeins á hana í dag heldur myndina "Jóhannes"! Sporlaust var frekar fín mynd og hefur einnhverja kosti. Eins og myndatökur, klipping og frekar gott leikaraval.

Það sem ég tók fyrst eftir þessa mynd (bara í byrjuninni) það voru myndatökurnar. Þær voru rosalega flottar og vel vandaðar, líka hvernig hún var klippt. Ég var ekki heillaður, frekar hissa (því ég hef aldrei áður heyrt um hana). En það sem kannski böggaði mig pínu með myndatökurnar að allt í einu þegar 10 mínútur voru liðnar af myndinni, þá var hætt að sýna hversu mikið var verið að vanda sig við tökurnar, ég er ekki að segja að þær voru svo ekki það flottar, bara ekki það vel vandaðar.

Leikararnir voru annars alls ekki slæmir. Ég tók annars eftir því að Ingvar var aðeins búin að festa sig í hlutverkið þegar hann lék í djöflaeyjunni. Svona, nokkurnveiginn að ofleika, en hann hafði alveg stórkostlega fyndnar línur þannig að hann náði alveg að redda sér úr þessu. Hinir annars voru alls ekki slæmir, ofleikuðu alls ekki en stundum kom til að þau gerðu það. Kjartan var kannski meira fyndin í myndinni heldur en alvarlegur. Gat nærum því ekkert tekið hann alvarlega, bara hló.

Það sem böggaði mig samt mest í myndinni var tónlistinn. Hún var hrikalega há og kom bara í óviðeigandi atriðum eða átti bara ekkert að vera til staðar. Svo var ég ekkert það sáttur við handritið, því var bara klisjulegt en náði auðvitað redda sér með fyndnum línum sem kom manni í góða skapið. Annars drama-ið í myndinni var bara hlægilegt. Ég samt ekki kallað það kost en, gerði mig samt kátan.

Ég get samt alveg sagt að þetta var frekar skemmtileg mynd, maður var frekar spenntur í pörtum, var ekkert að svitna en hoppaði pínu úr stólnum af spenningi. Já hún bara frekar flott. Það sem gerði mig kannski dáldið leiðan er það að leikstjórinn þroskaði ekkert í leikstjórastólnum eftir þessa mynd. Eins og með Kaldaljós, hræðileg mynd, var bara sorglega leiðinleg. En hann gerði samt góða hluti með myndina sína "Desember".

Ég gef myndinni fínar 6 stjörnur, myndin er frekar vanmetin en hefur sína kosti...líka galla.

6/10

Ps. Endirin var klisja Dauðans! Bara að vara ykkur við ef þið skylduð kíkja á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frekar þunnur þrettándi hér á ferð. Maður hefur séð þær margar betri. Ingvar Sigurðsson ofleikur hér nákvæmlega eins og í Djöflaeyjunni. Sú sem leikur ungu móðirina reddar einni stjörnu, leikur mjög vel. Kjartan er mjög ótrúgverður sem vondi gæinn, frekar hjákátlegur. Betur má ef duga skal.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn