Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Stigmata 1999

Frumsýnd: 11. febrúar 2000

The Messenger is Here

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 22% Critics
The Movies database einkunn 28
/100

Prestur úr Vatíkaninu er sendur til Sao Paulo í Brasilíu til að rannsaka birtingu myndar af andliti Maríu meyjar, á hlið byggingar. Á meðan hann er þar þá heyrir hann sögur af styttu af Maríu mey sem grætur blóðtárum í litlum bæ fyrir utan borgina. Á sama tíma byrjar ung kona í Bandaríkjunum að sýna merki um Stigmata, eða sár Krists. Presturinn hefur... Lesa meira

Prestur úr Vatíkaninu er sendur til Sao Paulo í Brasilíu til að rannsaka birtingu myndar af andliti Maríu meyjar, á hlið byggingar. Á meðan hann er þar þá heyrir hann sögur af styttu af Maríu mey sem grætur blóðtárum í litlum bæ fyrir utan borgina. Á sama tíma byrjar ung kona í Bandaríkjunum að sýna merki um Stigmata, eða sár Krists. Presturinn hefur samband við hana og hlúir að henni enda ágerast áhrif Stigmata hjá konunni. Eftir því sem óráð og bölbænir konunnar magnast, þá fer presturinn að efast um trúnna og hvað hún hefur staðið fyrir síðustu 1900 árin.... minna

Aðalleikarar


Þetta var ein af þeim leiðinlegustu bíómyndum sem ég hef séð. Þegar endirinn var þá velti ég fyrir mér hvað ég væri að gera,hvort ég hafi sofnað því það voru lausir endar sem eftir átti að binda og ég velti því fyrir mér hvort handritshöfundur vildi framhald. Hann hefur áræðanlega gert sér upp ritstíflu til að sleppa við aðra kvöð sem myndi fylgja framhaldinu. leikstjórinn virtist vilja fara í golf þegar hann leikstýrði þessari mynd. Þessi mynd er kannski sú ömurlegasta sem ég hef séð!!! :´-(
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er mjög drungarleg og spennandi mynd sem fær hárin til að rísa! Ég mæli með þessari mynd tvímælalaust! (En þeir sem eru viðkvæmir fyrir trúna sína ættu að láta myndina um kyrrt liggja).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Við alnafna mín hér að ofan erum víst þær einu sem finnst þessi mynd vera hörmung. Hryllileg mynd og þá meina ég ekki að hún sé krípí, myndin er bara einfaldlega ömurleg og rembst er við að gera hana krípí með því að hafa fullt af blóði og svona, en blóðið hafði bara þau áhrif á mig að mér varð flökurt af þessum leiðindum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ákaflega skemmtileg áhorfunar og inniheldur margt flott; brilljant klippingar og tökur og flottar tæknibrellur. Þó svo handritið sé alvarlega götótt fyrirgefst það vegna þess hvað Patricia Arquette er sæt. Reyndar á hún að vera 23 ára í myndinni og er ekki mjög sannfærandi sem slík, enda komin eitthvað yfir þrítugt. Fjallar í stuttu máli um hárgreiðslukonu sem fær píslarsár eftir að hafa fengið róðukross í pósti, en krossinn hafði verið í eigu prests í S-Ameríku. Myndin ruglar á leiðinlegan hátt saman kaþólskri trú, spíritisma og göldrum og lætur kaþólska presta líta út sem sambland af seiðkörlum og prestum. En hún er bara svo bráðskemmtileg og kom svo vel á óvart að ég splæsi hálfri þriðju stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Kvikmyndin "Stigmata" er kyngimagnaður, dulrænn spennuhrollur sem má alls ekki fara fram hjá neinum sem slíkar myndir kunna að meta. Sagan kemur verulega á óvart og inniheldur einkar magnaða fléttu sem ekki leysist úr læðingi fyrr en alveg í blálokin þegar púsluspilið fellur saman í heildstæða og órjúfandi mynd. Segja má að efni myndarinnar standi einhvers staðar mitt á milli úrvalsmyndanna "The Sixth Sense" og "The Exorcist"! Frankie Page er þrítug hárgreiðslukona í Pittsburgh, frjáls, óháð og ósköp venjuleg, ekki ólík þúsundum annarra kvenna sem búa í borginni. Og hún er ekki mjög trúuð þótt opinberlega sé hún kristin. En áhyggjulausu lífi Frankie er kollvarpað þegar óútskýranlegir hlutir taka að henda hana, hlutir sem virðast við fyrstu sýn vera yfirnáttúrulegir. Á meðal þess eru blæðingar úr sárum sem myndast á líkama hennar, nákvæmlega þar sem sár Jesú á krossinum voru. Andrew Kiernan er prestur í Vatíkaninu sem hefur það starf með höndum að ferðast um heiminn og kanna (og oftast afsanna) sögur um kraftaverk. Þegar fréttirnar um það sem hent hefur Frankie berast honum til eyrna ákveður hann að kanna málið frá fyrstu hendi. Smám saman verður honum og fleiri aðilum innan kirkjunnar ljóst að Frankie er einhvers konar sendiboði æðri máttarvalda og flytur skilaboð sem gætu hæglega kippt öllum stoðum undan kristinni trú. Og á meðan sumir sannfærast um að þagga verði niður í Frankie, reynir Kiernan af öllum sínum mætti að vernda hana og boðin sem hún flytur. Hið góða og hið illa hefur aldrei háð jafn hatramma baráttu! Í aðalhlutverkum í myndinni eru þau Patricia Arquette, Gabriel Byrne, Jonathan Pryce, Nia Long, Patrick Muldoon og Portia de Rossi, en leikstjóri hennar er bretinn Rupert Wainwright. "Stigmata" er að mörgu leyti einstakt kvikmyndaverk og hvet ég alla kvikmyndaunnendur að láta henni ekki fram hjá sér fara. Hún kom mér verulega á óvart. Hún stóðst væntingar og gott betur en það. Ég mæli eindregið með henni við alla þá sem hafa yndi á vönduðum og vel gerðum spennuhrollvekjum
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

30.08.2012

Endurlit: The Last Temptation of Christ

Pælið í því að Willem Dafoe hefur leikið illmenni svo oft (og skemmtilega) að margir gleyma að einu sinni lék hann ekki bara góða gæjann, heldur AÐAL góða gæjann, Jesús. Það sem kom mér mest á óvart við ...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn