Náðu í appið

Fear and Desire 1953

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Trapped... 4 Desperate Men and a Strange Half-Animal Girl!

72 MÍNEnska

Sögusvið myndarinnar er skáldað stríð í óþekktu landi. Fjórir hermenn lifa af brotlendingu flugvélar sex mílum innan óvinalands. Hópurinn, undir forystu Corby liðþjálfa, er með áætlun: þeir ætla að komast að nálægri á, smíða sér fleka og fara svo í skjóli myrkurs yfir átakalínuna og yfir á vinsamlegra svæði. Áætlun þeirra raskast þegar ung... Lesa meira

Sögusvið myndarinnar er skáldað stríð í óþekktu landi. Fjórir hermenn lifa af brotlendingu flugvélar sex mílum innan óvinalands. Hópurinn, undir forystu Corby liðþjálfa, er með áætlun: þeir ætla að komast að nálægri á, smíða sér fleka og fara svo í skjóli myrkurs yfir átakalínuna og yfir á vinsamlegra svæði. Áætlun þeirra raskast þegar ung kona kemur að þeim þar sem þeir eru að fela sig í skóginum, og einnig þegar hershöfðingi úr liði óvinanna kemur í nágrennið, en einn mannanna er ákveðinn í að koma honum fyrir kattarnef.... minna

Aðalleikarar


Þessi skrítna mynd er fyrsta mynd Kubricks í fullri lengd. Hún myndi vart teljast í fullri lengd núna (68 mínútur). Hún fjallar um hóp hermanna, einhvern tímann, í einhverju stríði, sem eru fastir innan víglínu óvinanna og þurfa að koma sér aftur í sínar eigin herbúðir. Foringi þeirra (Frank Silvera) telur að best sé að fara niður eftir ánni í skjóli næturs. Á sama tíma er óvinahershöfðingi í upplögðu færi við þá. Þeir gætu reynt að koma honum fyrir kattarnef og hjálpað sínu liði talsvert með því þó að áhættan margfaldist einnig. Fyrir utan þetta glíma þeir við þá týpísku hluti sem hrjáir hermenn í stríði, ótti, brjálæði, vonleysi o.s.frv.

Ég gæti sagt mér það að Kubrick hafi skort dálítið húmor fyrir sjálfum sér ef að hann vildi eyðileggja allar menjar um þessa mynd. Hún er vissulega frekar amatörlega gerð, söguþráðurinn á köflum heldur þunnur og margt frekar ólíklegt sem kemur fram í henni. Samt sem áður er þetta talsvert athyglisverð mynd að horfa á og til að bera saman við nýrri myndir hans, þá sérstaklega Full Metal Jacket. Myndin almennt er frekar illa farin en er samt vel tekin með mjög góða notkun á ljósi og skugga. Textinn er bara venjulegur hermannatexti fyrir utan það þegar við heyrum karakterana hugsa. Þau atriði minna dálítið á meistaraverk Terrence Malick, The Thin Red Line, þó þau séu langtum yfirborðskenndari í Fear and Desire. Myndin þjáist af því að vera dálítið artí-fartí og tilgerðarlegt, til að mynda þegar einn hermannanna brjálast vegna álags. Það atriði hefði getað orðið öflugt en ofleikur og undarlegheit sökkva því.

Þetta er ekkert voðalega góð mynd en hún er samt ekki svo léleg að það þurfi að brenna öll eintök af henni. Og hún er vissulega athyglisverð upp á seinni myndir hans.

Ég sá þessa mynd á kvikmyndamaraþoni Bíó-Reykjavíkur og vil ég mæla með því við alla að fylgjast vel með þessu félagi í framtíðinni þar sem það er að gera fína hluti.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

29.06.2014

Ókláruð verk Stanley Kubrick

Kvikmyndaleikstjórinn sálugi Stanley Kubrick er af mörgum talin einn besti leikstjóri sögunnar og gerði hann myndir á borð við 2001: A Space Oddyssey, A Clockwork Orange, Barry Lyndon, The Shining og Full Metal Jacket...

07.03.2013

Stanley Kubrick (26 júlí, 1928 – 7 mars, 1999)

Í dag eru 14 ár frá andláti Stanley Kubrick og lést hann þann 7. mars árið 1999, rétt áður en síðasta myndin hans, Eyes Wide Shut var frumsýnd. Athyglin beindist fyrst að Stanley Kubrick þegar hann vann sem ljósmyndari hjá blaðinu Look og tók mynd af ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn