Eyes Wide Shut (1999)
"Cruise. Kidman. Kubrick."
Læknir verður heltekinn af því að eiga kynmök, eftir að eiginkona hans viðurkennir að hafa haft kynferðislegar langanir til manns sem hún hitti og refsar...
Bönnuð innan 12 ára
Kynlíf
BlótsyrðiSöguþráður
Læknir verður heltekinn af því að eiga kynmök, eftir að eiginkona hans viðurkennir að hafa haft kynferðislegar langanir til manns sem hún hitti og refsar honum fyrir þann óheiðarleika að viðurkenna ekki eigin kynóra. Þetta hrindir af stað atburðarás þar sem læknirinn á í sambandi við dóttur látins sjúklings síns og gleðikonu. En þegar hann heimsækir næturklúbb, þar sem vinur hans, píanóleikarinn Nick Nightingale, leikur, kynnist hann leynilegum kynlífshópi og ákveður að fara á samkomu hjá þeim. Hann kemst samt fljótt að því að hann er kominn í aðstæður sem hann ræður ekki við, og fjölskylda hans er í hættu.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Gagnrýni notenda (10)
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráTja....alltílæ
Síðasta myndin sem Stanley Kubrick gerði áður en hann dó er því miður ekkert spes. Eyes Wide Shut fjallar basically ekki um neitt, hún bara lýsir hjónabandi Bill(Tom Cruise) og Alice Hartf...
Ein eitt snilldarverkið frá meistara Kubrick heitins. Myndin sýnir fram á skynsemina í aðferðum Filipseyinga að skemmta sér með grímur, svo enginn þekki hver annan. Óvenjulegur söguþrá...
SNILLD! Það er orðið yfir þessa mynd. Ég hafði virkilega gaman af þessari síðustu Kubrick-mynd. Það eru greinilega mjög skiptar skoðanir um myndina eins og það sýndi sig þegar við f...
Þetta er síðasta myndin sem Stanley nokkur Kubrick gerði, Eyes Wide Shut. Hér koma saman þau fyrrverandi hjón Tom Cruise og Nickole Kidman í alveg svona nokkuð góðri mynd, fannst mér allav...
Ein versta mynd sem ég hef séð. Ég get bara ekki skilið hvað fólk sér við þessa mynd, ef það sér eitthvað. Tom Crusie er ofmetinn leikari að mínu mati. Ég hef það fyrir grundvallarr...
Kubrick var snillingur. Allt sem frá honum kom var gott og er þessi kvikmynd þar engin undantekning. Sem betur fer fór lítið fyrir strípli og bólförum aðalleikaranna, hjónakornanna Cruise o...
HALLÓ! Hvað er að fólki? Eyes Wide Shut er ein af bestu myndum síðasta árs! Hún er næstum því fullkomin; frábærlega vel leikin, skemmtileg og EKKI LANGDREGIN! Kvikmyndatakan er yndisleg, ...
Þessi síðasta mynd sem Kubrick sendir frá sér fjallar á áhugaverðan hátt um afbrýðisemi og hjónaband. Bill (Cruise) og Alice (Kidman) hafa verið gift í 9 ár og kvöld eitt eftir að þa...
Framleiðendur







































