Náðu í appið
48 Hrs.

48 Hrs. (1982)

48 Hours

"When a tough cop has a cool convict as a partner and 48 hrs to catch a killer, a lot of funny things can happen in . . . 48 HRS."

1 klst 36 mín1982

Jack Cates er drykkfelld lögga sem fer ekki beint eftir reglunum og vinnur helst ekki með öðru fólki.

Rotten Tomatoes92%
Metacritic71
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Söguþráður

Jack Cates er drykkfelld lögga sem fer ekki beint eftir reglunum og vinnur helst ekki með öðru fólki. Hann vinnur einn. Þegar hann rekst á tvær löggur sem ætla að handtaka einhvern fyrir eitthvað sem á að vera lítilfjörlegt afbrot, þá slæst hann í hóp með þeim. Þegar þeir berja að dyrum, þá er skotið á þá. Að lokum mætir Jack skotmönnunum og annar þeirra tekur byssuna af einni löggunni, og hinn skotmaðurinn segir Jack að sleppa byssunni, sem hann gerir. Glæpamaðurinn skýtur þá lögguna og reynir að skjóta Jack, en hittir ekki. Síðar heldur hluti af samstarfsmönnum Jack að hann hafi verið gunga að sleppa byssunni og aðrir telja að óvenjuleg hegðun Jack hafi valdið því að löggan var drepin. Jack kemst að því að gaurinn sem sagði honum að sleppa byssunni, er glæpamaður á flótta og hinn gaurinn var sá sem hjálpaði honum að flýja. Jack kemst einnig að því að hann hefur verið að myrða fyrrum samstarfsfélaga, og kemst að því einnig að einn félagi glæpamannsins, Reggie Hammond, situr í fangelsi. Jack fer að hitta Hammond; en Hammond vill ekki hjálpa í fyrstu en þegar hann fær að vita að félagi hans fyrrverandi er sloppinn úr fangelsi, vill hann hjálpa en krefst þess að Jack fái hann lausan úr fangelsi. Jack gerir það og Hammond fer með Jack út um alla borg í leit að mönnunum, en Jack grunar að Hammond komi ekki fyllilega hreint fram.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Paramount PicturesUS
Lawrence Gordon ProductionsUS
Silver PicturesUS

Gagnrýni notenda (2)

Þetta er spennu/grín mynd með Eddie Murphy og Nick Nolte. Nick er lögreglumaður sem fær Eddie úr fangelsi í 48 kl. ef hann hjálpar honum að leysa morðmál. Ef þér fannst 48hours gó...