Náðu í appið
Far and Away

Far and Away (1992)

"They needed a country that was big enough for both of their dreams."

2 klst 20 mín1992

Joseph Donnelly yfirgefur Írland með dóttur leigusala síns eftir að hafa lent í útistöðum við föður hennar, en þeim dreymir um að eignast land í...

Rotten Tomatoes51%
Metacritic49
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðsla

Hvar má horfa

Söguþráður

Joseph Donnelly yfirgefur Írland með dóttur leigusala síns eftir að hafa lent í útistöðum við föður hennar, en þeim dreymir um að eignast land í stóru land-úthlutuninni í Oklohoma í Bandaríkjunum í kringum árið 1893. Þegar þau koma til nýja landsins, þá finna þau sér vinnu og byrja að leggja fyrir. Donnelly gerist hnefaleikamaður sem berst með berum hnefunum, og nýtur velgengni sem slíkur eða þar til hann er barinn í buff. Vinnuveitendur hans stela öllum peningum unga parsins og þau þurfa að berjast fyrir lífi sínu til að svelta ekki til dauða yfir veturinn, en þau halda draumnum um að eignast land enn á lífi. Á sama tíma, þá finna foreldrar stúlkunnar út hvar þau eru niðurkomin og fara til Bandaríkjanna til að finna hana til að fara með hana heim aftur.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Imagine EntertainmentUS
Universal PicturesUS