Gullfalleg en ófrumleg
Það er eitthvað við framleiðsluna á Australia sem einfaldlega gargar upphátt "Gefið mér Óskar!" Myndin er áberandi metnaðarfull og epísk, jafnvel svo mikið að hún reynir að gera&...
Bönnuð innan 12 ára
OfbeldiMyndin gerist á árunum 1939-42, þegar vindar seinni heimstyrjaldar leggjast yfir Ástralíu og segir frá breskri hefðarfrú Lady Ashley (Nicole Kidman) sem ferðast til Ástralíu til að leita uppi eiginmann sinn og finna búgarðinn þeirra með sölu í huga. Þegar hún kemur þangað finnur hún mann sinn dauðann og búfénaðinn, yfir 2000 nautgripi, á reiki á landi á stærð við Belgíu. Hún neyðist til að taka höndum saman við kúreka nokkurn, Dover (Hugh Jackman) til að verja búgarðinn og koma skikkan á búfénaðinn. Myndin fylgir skötuhjúunum eftir næstu 4 árin þar sem þau leggja í það stórvirki að reka nautgripina yfir hrjóstrugt landslag Ástralíu m.a. eyðimörkina, stormasamt ástarsamband þeirra, loftárásir Japana á Darwin árið 1942 og munaðarlausan frumbyggjadreng sem breytir lífi þeirra.



Það er eitthvað við framleiðsluna á Australia sem einfaldlega gargar upphátt "Gefið mér Óskar!" Myndin er áberandi metnaðarfull og epísk, jafnvel svo mikið að hún reynir að gera&...