Náðu í appið
Elvis

Elvis (2022)

"The Man. The Legend. The King of Rock "

2 klst 39 mín2022

Mynd um líf og feril hins goðsagnakennda rokktónlistarmanns Elvis Presley, séð í gegnum flókið samband hans við umboðsmanninn Colonel Tom Parker yfir 20 ára tímabil.

Rotten Tomatoes77%
Metacritic64
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:VímuefniVímuefniFordómarFordómarBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Mynd um líf og feril hins goðsagnakennda rokktónlistarmanns Elvis Presley, séð í gegnum flókið samband hans við umboðsmanninn Colonel Tom Parker yfir 20 ára tímabil. Fjallað er um feril tónlistarmannsins allt frá því hann slær í gegn og að risi hans til frægðar og frama skoðað í samhengi við þjóðfélagsþróunina í Bandaríkjunum upp úr miðri tuttugustu öldinni. Miðpunkturinn í þeirri vegferð er ein mikilvægasta persónan í lífi Elvis, eiginkonan Priscilla Presley.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Auk Austin Butler þá komu Ansel Elgort, Miles Teller, Aaron Taylor-Johnson og Harry Styles allir í áheyrnarprufu fyrir hlutverk Elvis Presley.
Við tökur í Ástralíu í mars árið 2020 greindust Tom Hanks og eiginkona hans Rita Wilson með kórónuveiruna. Tökum var frestað á meðan.
Samkvæmt Billboard tímaritinu vildi Priscilla Presley að söngkonan Lana Del Rey færi með hlutverk hennar í kvikmyndinni. Talið var að Del Rey hefði áhuga, en það var ekki staðfest. Hin ástralska Olivia DeJonge fékk hlutverkið á endanum.
Í viðtali við CinemaBlend sagði Austin Butler að hann hefði hringt í Rami Malek áður en hann lék í fyrsta tónlistaratriðinu og bað um góð ráð en Malek lék Freddie Mercury í Bohemian Rhapsody.
Tom Hanks lékk Elvis eftirhermu í Elvis Has Left the Building (2004).

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Warner Bros. PicturesUS
BazmarkAU
The Jackal GroupUS

Verðlaun

🏆

Tilnefnd til átta Óskarsverðlauna, sem besta mynd, Aust­in Butler fyrir leik í aðalhlutverki, kvikmyndataka, búningahönnun, hljóð, framleiðsluhönnun, klipping og förðun og hár.