Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Oh, alveg yndisleg mynd! Mynd sem ég gæti séð aftur...væri til í að eiga hana á spólu!
Hér er á ferðinni stórskemmtileg gamanmynd sem allir ættu að sjá. Sandra Bullock og Nicole Kidman leika hér stórskemmtilegan leik sem göldróttur systurnar Sally (Bullock) og Gillian (Kidman) Owens, og svo ekki sé minnst á hóp mjög fjörugra aukaleikara sem allir gera myndina stórskemmtlega. Sally og Gillian misstu foreldra sína mjög ungar vegna bölvunar sem liggur á ættinni (hver sá maður sem dirfist að elska konu úr Owens ætt deyr langt um aldur fram). Fullorðinsárin eru þeim heldur ekki auveld. Þær reyna eftir bestu getu að sýnast eðlilegar og ekki batnar það þegar bölvunin skýtur upp kollinum og svo koma mörg vandræðin í ljós. Ég get ekki annað en gefið þessari frábæru mynd fjórar stjörnur. Sandra Bullock, klikkar aldrei.
Practical Magic er ágætis afþreying, en sver sig mjög í ætt við aðrar Hollywood-myndir, og ekki hægt að segja að hún komi mjög á óvart. Sandra Bullock er ágæt í myndinni, en sjálf var ég þó hrifnari af Nicole Kidman. Gömlu konurnar tvær voru þó enn betri. Semsagt; hin ágætasta mynd, en ef þið viljið sjá eitthvað nýtt og frumlegt er þetta ekki rétta myndin. Enda held ég að þessari mynd hafi aldrei verið ætlað að vera sérstaklega frumleg né á háu plani.
Ágætis mynd um tvær systur sem eru nornir. Sandra Bullock og Nicole Kidman eru nokkuð góðar í sínum hlutverkum.
Practical Magic er vel heppnuð satíra sem er frumleg, fersk og leikararnir halda henni vel uppi. Hún segir af Owensystrunum sem eru komnar úr fjölskyldu norna en þau álög eru á kvenfólki af ættinni að mennirnir sem þær elska muni allir deyja fljótt. Önnur þeirra er hamingjusamlega gift og á börn á meðan hin er algjört partýdýr og skiptir um karlmenn í hverri viku. Allt í einu gerist það að maður annarrar systurinnar deyr. Hún leggst í mikið þunglyndi en rís upp úr því aftur þegar hún þarf að hjálpa systur sinni þar sem hún þarf að komast undan hinum brjálaða kærasta sínum. Þær drepa hann óvart fyrir slysni og þar sem þær eru í miklum vanda ákveða þær að reyna að lífga hann aftur við með gömlum særingum. Það tekst en hann kemur aftur og nú þurfa þær að snúa á þennan illa anda með hjálp frá frænkum sínum Stockard Channing og Diane Wiest. Myndin er frumleg og athyglisverð og mjög fyndin á köflum. Auk þess er hún vel leikin. Nicole Kidman er góð sem fjörugri systirin en Sandra Bullock er betri sem rólegri systirin. Bestar eru samt Stockard Channing og Diane Wiest sem frænkurnar og fara á kostum. Hin fínasta rómantíska gamanmynd.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$75.000.000
Tekjur
$46.733.235
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
26. desember 1998
VHS:
12. júlí 1999