Náðu í appið
Practical Magic

Practical Magic (1998)

"Prepare to come under their spell"

1 klst 43 mín1998

Sally og Gillian Owens hafa alla tíð vitað að þær væru ekki eins og fólk er flest.

Rotten Tomatoes27%
Metacritic47
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:HræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Sally og Gillian Owens hafa alla tíð vitað að þær væru ekki eins og fólk er flest. Eftir að þær misstu foreldra sína ólu frænkur þeirra þær upp á heimili sem vægast sagt var óvenjulegt og þar sem engum reglum var fylgt. Þegar þær voru litlar fengu þær súkkilaðiköku í morgunmat, vöktu frameftir og lásu galdrakver, og lögðu stund á hvítagaldur sem iðkaður hafði verið í fjölskyldunni af hverri kynslóðinni á fætur annarri. Frænkurnar, þær Jet og Frances, leggja sig fram við að vekja hjá systrunum hina einstöku dulrænu hæfileika sem fylgt hafa konum af Owens ættinni í þeirri von að veita þeim þann styrk sem fylgir því að iðka galdra í nytsamlegum tilgangi. En galdrasæringar Owens kvennanna kosta sitt og þeim fylgir reyndar hin mesta bölvun, því mennirnir sem þær verða ástfangnar af eru dæmdir til ótímabærs andláts. Þegar hin hægláta Sally fylgist með frænkum sínum stunda galdra til hjálpar einstæðingum og ástlausu fólki byrjar hún að gera sér grein fyrir því sem hún hefur ætíð haldið, nefnilega að hún muni aldrei eignast sálufélaga. Hún reynir því að draga sig í hlé frá frænkum sínum og afneita þeim öflum sem hún býr yfir, og reynir hún allt hvað hún getur til að lifa galdralausu og eðlilegu lífi. Gillian sem aftur á móti er ærslafull, kærulaus og eirðarlaus og nýtur þess að finna valdið sem hún hefur yfir karlmönnum, leggur ríka rækt við hæfileika sína og skilur margan manninn eftir með brostið hjarta. Þegar Gillian kynnist Jimmy sem er meinfýsinn flækingur verður hún til þess að hrinda af stað atburðarás sem gerir það að verkum að lögreglumaðurinn Gary Hallet leggur leið sína heim til þeirra. Sally snarfellur fyrir honum strax og hún sér hann og úr læðingi leysast allskyns dularfullir kraftar sem ógna lífi allra Owens kvennanna.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Di Novi PicturesUS
Fortis FilmsUS

Gagnrýni notenda (8)

Hér er á ferðinni stórskemmtileg gamanmynd sem allir ættu að sjá. Sandra Bullock og Nicole Kidman leika hér stórskemmtilegan leik sem göldróttur systurnar Sally (Bullock) og Gillian (Kidman...

Practical Magic er ágætis afþreying, en sver sig mjög í ætt við aðrar Hollywood-myndir, og ekki hægt að segja að hún komi mjög á óvart. Sandra Bullock er ágæt í myndinni, en sjálf v...

Ágætis mynd um tvær systur sem eru nornir. Sandra Bullock og Nicole Kidman eru nokkuð góðar í sínum hlutverkum.

Practical Magic er vel heppnuð satíra sem er frumleg, fersk og leikararnir halda henni vel uppi. Hún segir af Owensystrunum sem eru komnar úr fjölskyldu norna en þau álög eru á kvenfólki af ...

★★★★★

Þetta er ein af þessum myndum sem hægt er að sjá aftur og aftur og aftur. Frábær leikur og mjög góður söguþráður, alltaf jafn gaman að sjá Söndru Bullock og Nicole Kidman leika saman...

Ég varð fyrir svolitlum vonbrigðum með þessa mynd (er ekki of mikið að nornir séu ofsóttar nú til dags), ég meina það var fyrir nokkur hundruð árum að það var kastað steinum í norn...

Það má best lýsa þessari mynd með því að segja að hún sé fjölskylduvæn útgáfa af The Craft með rómantísku ívafi. Myndin segir frá Owens systrunum, en þær eiga að vera komnar a...