Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
The Last of the Mohicans er ein af þeim fyrstu myndum sem ég man eftir að hafa séð, þegar spólur voru á hápunkti sínum sá ég margar klassískar myndir en Last of the Mohicans sá ég alltaf á hágæða plötum í widescreen. Aðeins það að hafa séð hana á þessu öðruvísi miðli breytti öllu, þetta var fyrsta skiptið sem ég sá eitthvað virkilega flott því miðað við aldurinn minn þá mátti ég aldrei sjá svona myndir í bíó.
Fyrir alla ´sanna´ kvikmyndaunnendur þá er Last of the Mohicans skylduáhorf, ef einhver segist þekkja kvikmyndir of hefur ekki séð þessa mynd er langt frá því að vera það sem hann segist. Myndin var ekkert sérstaklega vinsæl á sínum tíma, af öllum hlutum þá var myndin tilnefnd til óskars fyrir besta hljóð, auðvitað er hljóðið geðveikt en hvaða heiladauðu asnar voru þetta sem dæmdu myndina fyrir verðlaunahátíðarnar? Hvernig vann þessi mynd ekki öll verðlaun fyrir bestu tónlist? Hér er á ferð einhver stórkostlegasta tónlist sem hefur verið í kvikmynd frá upphafi, eftir þá Trevor Jones og Randy Edelman.Síðan 1992 hefur Last of the Mohicans risið frá því að vera hunsað ´meistaraverk´ yfir í gamla góða klassík, einstakasta kvikmynd Michael Mann, enda gerði hann hana því hann elskaði eldri útgáfuna. Ég hef lesið að upprunalega var myndin um þrír klukkutímar og var síðar klippt niður í rétt um það bil 100 mín fyrir kvikmyndahús, það er ekki til lengri útgáfa á DVD en ég er nokkuð viss um að upprunalega útgáfan hafi verið meistaraverk ef ekki meira þá jafnmikið og núverandi útgáfan. Svo er það kvikmyndatakan, þrátt fyrir að hafa sína veikleika í nærskotum þá eru öll víðskotin fullkomin, hvert einasta. Þrátt fyrir að hafa unnið Bafta verðlaun fyrir bestu myndatöku þá skil ég ekkert í óskarnum fyrir að hafa ekki tilnefnt hana, ófyrirgefanlegt. The Last of the Mohicans er alvöru kvikmynda kvikmynd, þú gætir sleppt öllum línunum í myndinni og ennþá fengið sömu kvikmynd í hendurnar. Sjónræn veisla, þannig sagt.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Twentieth Century Fox Home Entertainment
Aldur USA:
R