Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

The Last of the Mohicans 1992

(Síðasti móhíkaninn)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The first American hero.

122 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 88% Critics
The Movies database einkunn 76
/100
Óskarsverðlaun fyrir besta hljóð.

Breskir og franskir hermenn berjast um yfirráð yfir nýlendum í Bandaríkjunum á landnámstímanum, 18. öldinni, með aðstoð ýmissa ættbálka frumbyggja. Landnámsmennirnir og frumbyggjarnir neyðast til að velja sér hverjir eru vinir og hverjir eru óvinir. Cora og systir hennar Alice lenda óvart í vandræðum en er bjargað af Hawkeye, munaðarlausum landnema sem... Lesa meira

Breskir og franskir hermenn berjast um yfirráð yfir nýlendum í Bandaríkjunum á landnámstímanum, 18. öldinni, með aðstoð ýmissa ættbálka frumbyggja. Landnámsmennirnir og frumbyggjarnir neyðast til að velja sér hverjir eru vinir og hverjir eru óvinir. Cora og systir hennar Alice lenda óvart í vandræðum en er bjargað af Hawkeye, munaðarlausum landnema sem var ættleiddur af síðasta móhíkananum.... minna

Aðalleikarar


The Last of the Mohicans er ein af þeim fyrstu myndum sem ég man eftir að hafa séð, þegar spólur voru á hápunkti sínum sá ég margar klassískar myndir en Last of the Mohicans sá ég alltaf á hágæða plötum í widescreen. Aðeins það að hafa séð hana á þessu öðruvísi miðli breytti öllu, þetta var fyrsta skiptið sem ég sá eitthvað virkilega flott því miðað við aldurinn minn þá mátti ég aldrei sjá svona myndir í bíó.


Fyrir alla ´sanna´ kvikmyndaunnendur þá er Last of the Mohicans skylduáhorf, ef einhver segist þekkja kvikmyndir of hefur ekki séð þessa mynd er langt frá því að vera það sem hann segist. Myndin var ekkert sérstaklega vinsæl á sínum tíma, af öllum hlutum þá var myndin tilnefnd til óskars fyrir besta hljóð, auðvitað er hljóðið geðveikt en hvaða heiladauðu asnar voru þetta sem dæmdu myndina fyrir verðlaunahátíðarnar? Hvernig vann þessi mynd ekki öll verðlaun fyrir bestu tónlist? Hér er á ferð einhver stórkostlegasta tónlist sem hefur verið í kvikmynd frá upphafi, eftir þá Trevor Jones og Randy Edelman.Síðan 1992 hefur Last of the Mohicans risið frá því að vera hunsað ´meistaraverk´ yfir í gamla góða klassík, einstakasta kvikmynd Michael Mann, enda gerði hann hana því hann elskaði eldri útgáfuna. Ég hef lesið að upprunalega var myndin um þrír klukkutímar og var síðar klippt niður í rétt um það bil 100 mín fyrir kvikmyndahús, það er ekki til lengri útgáfa á DVD en ég er nokkuð viss um að upprunalega útgáfan hafi verið meistaraverk ef ekki meira þá jafnmikið og núverandi útgáfan. Svo er það kvikmyndatakan, þrátt fyrir að hafa sína veikleika í nærskotum þá eru öll víðskotin fullkomin, hvert einasta. Þrátt fyrir að hafa unnið Bafta verðlaun fyrir bestu myndatöku þá skil ég ekkert í óskarnum fyrir að hafa ekki tilnefnt hana, ófyrirgefanlegt. The Last of the Mohicans er alvöru kvikmynda kvikmynd, þú gætir sleppt öllum línunum í myndinni og ennþá fengið sömu kvikmynd í hendurnar. Sjónræn veisla, þannig sagt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

30.12.2023

Lengi talið að Bandaríkjamenn hefðu ekki áhuga

Það tók hinn áttræða leikstjóra Michael Mann þrjátíu ár að koma hinni ævisögulegu Ferrari, kvikmyndinni sem frumsýnd var fyrr í vikunni hér á Íslandi, á hvíta tjaldið. Á því tímabili hefur hann margsinnis...

01.10.2023

Heimsmet hjá Hvolpasveitinni - Hvuttbær árangur!

Kvikmyndin Hvolpasveitin: Ofurmyndin, sem kom í bíó hér á Íslandi nú um helgina, setti á dögunum nýtt heimsmet yfir fjölda hunda á einni sýningu.  Alls mættu 219 hundar með eigendum sínum á sérstaka forsýningu myndarinnar í Autry bíóinu í Griffith Park ...

28.08.2016

Gerði Batman búning - sló heimsmet

Teiknimyndasagnaunnendur hafa margir löngum haft gaman af að búa til búninga uppáhalds ofurhetjanna, og klæðast þeim þá gjarnan á ráðstefnum eins og Comic Con í San Diego. Líklega komast nú fáir með tærnar þar sem...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn