Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Collateral 2004

Frumsýnd: 24. september 2004

It started like any other night

120 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 86% Critics
The Movies database einkunn 71
/100

Leigubílstjóri í Los Angeles, Max Durocher, á auðvelt með að spjalla og segja sögur af fólki. Saksóknarinn Annie Farrell heillast svo mikið af honum þegar hún tekur sér far með honum, að hún lætur hann fá símanúmerið sitt. Þrátt fyrir mælskuna, þá nær Max ekki að notfæra sér hana til að ná frekari frama í lífinu, enda er hann búinn að vera að... Lesa meira

Leigubílstjóri í Los Angeles, Max Durocher, á auðvelt með að spjalla og segja sögur af fólki. Saksóknarinn Annie Farrell heillast svo mikið af honum þegar hún tekur sér far með honum, að hún lætur hann fá símanúmerið sitt. Þrátt fyrir mælskuna, þá nær Max ekki að notfæra sér hana til að ná frekari frama í lífinu, enda er hann búinn að vera að keyra leigubíl í tólf ár, þó hann líti alltaf á starfið sem skref í áttina að því að reka lúxusbílaþjónustu. Hann lýgur meira að segja að móður sinni sem er á sjúkrahúsi að hann eigi nú þegar limósínuþjónustu. Kvöld eitt tekur Max upp í bílinn vel búinn mann að nafni Vincent, sem biður Max að vera bílstjórann sinn allt kvöldið fyrir eina greiðslu upp á 600 dollara .... ... minna

Aðalleikarar


Horði á Collateral í gær á rúv, hafði ekki séð hana síðan í bíó. Þetta gætu verið besta hlutverk Tom Cruise of Jamie Fox á ferlinum, já jafnvel betri en í Magnolia og Ray. Cruise er frábær sem siðlaus og samviskulaus atvinnumorðingi og smellpassar einhvernveginn í hlutverkið, skrítið að hann skuli oftast leika góðmenni. Myndin flæðir vel og myndatakan er frábær. Spennan magnast smám saman og á endanum heldur maður að maður sé kominn inn í terminator mynd, með Cruise í stað vélmennis.

Þetta er ein besta mynd Michael Mann, en nr. 1 hlýtur að vera Heat. Nú get ég varla beðið eftir Public Enemies með Johnny Depp og Christian Bale, glæpamyndi sem á að gerast í kringum 1930.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég skal reyna að hafa þetta eins stutt og hægt er: Myndin er góð og mjög vel tekin, ekki vantaði ljós inn á myndina og ég naut hennar, meira að seiga mamma naut hennar! Eitt sem vantar er kanski betri endir, það er nokkurn veigin eins og myndin lokast í endanum, en þið um það, ég mæli með að leiga myndina, ekki beint 500 kalla virði, en fín mynd sammt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Collateral er frábær mynd hún er betri en kill bill

1 og 2 í alla staði góður söguþráður mikil hasar

og spennu mynd myndin fjallar um leigubílstjóra

sem heiti max eitt kövld sækir hann mann sem heitir

Vincent. vincent er leigumoringi sem lætu max keira sig á milli

staða sem til að kála vitnum í stórum eiturlyfjamáli.

leikstjóri michael mann er góður leikstjóri að mínu mati

Stuart Beattie skrifaði Handrit og hann virist ver góður handrits höfundur Aðalhlutverk: í myndini eru Tom Cruise, Jamie Foxx, Jada Pinkett Smith, Mark Ruffalo

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ansi hress ræma. Michael Mann kann alveg að gera bíó og Tom Cruise er ákaflega sannfærandi sem vondi kallinn.

Ansi skemmtilegt að því var haldið fram statt og stöðugt að hér væri Tom Cruise í fyrsta sinn í hlutverki illmennis - eins og hann hefði verið eitthvað sérstaklega indæll í Interview with a Vampire.

Annars, mjög skemmtileg og trúverðug í flesta staði, synd að Jason Statham var ekki meira til svæðis í ræmunni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er alveg hiklaust besta mynd sem Tom Cruise hefur leikið í og besta mynd sem Michael Mann hefur leikstýrt. Þessi mynd er spennandi allan tímann, Tom Cruise og Jaime Foxx eru geðveikt góðir saman og handritið er mjög gott á þessari mynd. Það er gaman að fá að sjá Tom Cruise loksins sem the bad guy og tekst honum að skila hlutverki sínu vel frá sér. Ef ég ætti að tala um frammistöðu hans þá væri hægt að líkja því við frammistöðu Denzel Washington í Training Day. Mér finnst Tom Cruise mun betri í hlutverki the bad guy en the good guy. Jamie Foxx er leikari sem maður hefur séð oft í svona litlum aukahlutverkum í myndum á borð við Any given Sunday o.fl. en hérna er hann í aðalhlutverkinu og nær hann að sýna virkilega vel hvað í honum býr. Skilar hann frammistöðu sinni í myndinni mjög vel. Vonandi að við fáum að sjá fleiri góðar myndir með þessum leikara í framtíðinni. Lokaniðurstaðan mín er fullt hús.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn