Bönnuð innan 12 ára
Ofbeldi
HræðslaSöguþráður
Skylmingaþræll lendir í æsilegu kapphlaupi við tímann við að bjarga sjálfum sér og ástkonu sinni þegar eldfjallið Vesúvíus gýs og grefur borgina Pompeii í eldheita ösku. Kvikmyndin Pompeii er þrívíddar- og tæknibrelluveisla sem gerist árið 79 eftir Krist þegar eldfjallið Vesúvíus hreinlega sprakk í loft upp og gróf bæinn Pompeii í margra meta þykkt lag af ösku og gjalli á svo skammri stundu að þeir sem náðu ekki að forða sér í tíma hreinlega stiknuðu í sporunum eða þar sem þeir höfðu leitað skjóls. Þrællinn Milo hefur vegna atgervis síns og bardagahæfileika verið gerður að skylmingaþræl, gjörspilltri hástéttinni í Pompeii til skemmtunar á hringleikavelli bæjarins. Hann verður ástfanginn af hinni fögru Cassiu, en hún er dóttir vellauðugs kaupmanns sem hefur ákveðið að gefa hana spilltum, rómverskum þingmanni. Til þess mega hvorki Milo né Cassia hugsa, en það er lítið sem þau geta gert til að breyta ákvörðun föðurins. Allt breytist hins vegar vegar Vesúvíus byrjar að láta á sér kræla og gýs svo með eldspúandi sprengikrafti sem eirir engu. Milo þarf nú ekki bara að bjarga Cassiu frá því að lenda í klóm rómverska þingmannsins heldur ógnar hið ægilega eldgos lífi þeirra beggja, svo og öllum íbúum borgarinnar ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Gagnrýni notenda
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráEngar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!
Framleiðendur

































