Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Event Horizon 1997

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 21. nóvember 1997

Infinite Space - Infinite Terror

96 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 34% Critics
The Movies database einkunn 35
/100

Árið er 2047. Hópur geimfara er sendur til að rannsaka og bjarga hinu löngu týnda geimskipi Event Horizon. Skipið hvarf með dularfullum hætti fyrir sjö árum síðan í jómfrúarferð sinni. Þegar skipið finnst upphefst jafnvel enn meiri leyndardómur þar sem áhöfn „Lewis og Clark“ uppgötvar sannleikann á bakvið hvarfið og nokkuð sem er jafnvel enn hryllilegra.

Aðalleikarar

Leikstjórn


Fínn vísindaspennutryllir sem gerist árið 2047 og segir frá áhöfn í geimskipi sem finnur annað skip sem hefur verið týnt síðan 2040. Síðarnefnda skipið heitir einmitt Event horizon og hefur verið á flakki um allan okkar alheim með því að fara í gegnum ormagöng(held ég, myndin skýrir það ekki nógu vel). Eitthvað gruggugt er á seyði og ástandið hjá fólkinu fer sífellt versnandi. Maður bara verður að hafa gaman af Event horizon, hún er hrollvekjandi og inn á milli leynast eðlisfræðipunktar(ekki slæm samblanda það) en það sem ég hef út á hana að setja er handritið sem er þrátt fyrir allt frekar aumt og illa skrifað. En með flottri sviðsmynd, rafmögnuðu andrúmslofti og stjörnuleik hjá Sam Neill og Larry Fishburne tókst leikstjóranum Paul Anderson að kokka upp bara virkilega skemmtilega mynd sem fær þrjár stjörnur. Handritið bara hindrar möguleika á hærri einkunn frá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð bara að segja það að Event Horizon sé mest creepy mynd sem ég hef séð. Ég er nefnilega orðin svo leið á þessum týpisku skrímslamyndum þar sem maður veit hver óvinurinn er frá byrjun. Í stuttu máli þá fjallar myndin um hóp fólks sem fer af stað í leit að áhöfn týnda geimskipsins Event Horizon. Þar uppgötva þau hvað í raun varð um áhöfnina. Það er í raun allt við myndina sem er óhugnanlegt, m.a. hvernig er umhorfs inni í týnda geimskipinu og samskipti persónanna innbyrðis. Ég mæli hiklaust með þessari ef ykkur langar til að verða hrædd og láta ykkur bregða. Fjórar stjörnur frá mér...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Event Horizon er einfaldlega besta geimhrollvekja sem gerð hefur verið. Mér fannst hún það góð að ég fór á hana tvisvar í bíó og í bæði skiptin náði hún að framkalla hjá mér gæsahúð. Tónlistin ein og sér er meira að segja verulega creepy.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Brr... Ein ógnvægilegasta mynd allra tíma... Ég horfði á hana einn, seint um kvöldið og varð ekkert smá hræddur. Myndin fjallar um hóp geimfara sem eru send í björgunarleiðangur til að bjarga löngu týndu geimskipi sem jörðin hafði nýfengið skilaboð frá. Ein besta mynd sem ég hef séð og hún heldur manni hræddum í marga dagam tæknibrellurnar eru frábærar en ástæðan fyrir því að ég dró hálfa stjörnu frá þessari mynd er af því að endirinn verðu svoldið langdreginn. þrjár og hálf stjarna frá mér
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Snilldar geim-hrollvekju-vísindamynd með frábærum leikurum: Laurence Fishburne, Sam Neill, Joely Richardson, Kathleen Quinlan, Sean Pertwee, Jack Noseworthy, Richard T. Lones og Jason Isaacs. Geimskipið mikla Event Horizon er frumgerð skotið í geiminn árið 2040 en eftir smá tíma þegar Event Horizon er hjá Neptúnus hverfur skipið án spora en árið 2047 er skipið Lewis og Clark sent með manninum sem hannaði Event Horizon að kanna neyðarmerki sem sent var frá Event Horizon hjá Neptúnus. Eftir meira en tveggja mánaðar ferð finna þau Event Horizon en finna þau eitthvað sem enginn bjóst við. Hrollvekjan er ofsaleg í myndinni og spennan er mögnuð. Maður á bágt með að anda fyrst þegar maður sér Event Horizon. Tónlistin er taugaspillandi samliggjandi með myndinni eins og svona titringur sem á að vera sem maður tekur ekki eftir. Event Horizon er einhver langbesta geimvísindamynd sem ég hef nokkurn tímann séð. Þetta er mynd sem þú átt aldrei eftir að gleyma. Hún mun fylgja þér til grafarinnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

28.08.2023

Topp 10 hrollvekjur Erlings Óttars Thoroddsen leikstjóra Kulda

Kvikmyndir.is bað hrollvekjuleikstjórann Erling Óttar Thoroddsen sem sendir frá sér myndina Kulda nú í vikunni, að taka saman lista yfir uppáhalds hrollvekjurnar sínar. A Nightmare on Elm Street [movie id=897] Ég á...

19.01.2017

Vildi sleppa sterkum persónum lausum

Kvikmyndin Rökkur, verður heimsfrumsýnd þann 4. febrúar næstkomandi á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í Svíþjóð, eins og við sögðum frá hér á Kvikmyndir.is á dögunum. Rökkur er dramatískur sálfræðiþriller með hrollvekjandi ívafi og ein fyrsta ís...

23.12.2013

Vesúvíus gýs - Plakat úr Pompeii

Fyrsta plakatið úr stórslysamyndinni Pompeii er komið á netið. Áður höfðu tvær stiklur úr myndinni komið út. Plakatið er tilkomumikið og sýnir aðalleikarana Kit Harington (úr Game of Thrones) og Emily Bro...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn