Náðu í appið
Spartacus

Spartacus (1960)

"They trained him to kill for their pleasure. . .but they trained him a little too well. . ."

3 klst 17 mín1960

Árið 73 fyrir Krist leiðir þrasískur þræll uppreisn í skóla fyrir skylmingarþræla sem rekinn er af Letunlus Batiatus.

Rotten Tomatoes93%
Metacritic87
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Hvar má horfa

Söguþráður

Árið 73 fyrir Krist leiðir þrasískur þræll uppreisn í skóla fyrir skylmingarþræla sem rekinn er af Letunlus Batiatus. Uppreisnin breiðist yfir Ítalíuskagann, með þátttöku þúsunda þræla. Markmiðið er að safna nægu fé til að kaupa skip frá síleskum sjóræningjum sem gætu flutt þá til annarra landa í suðri. Rómverski þingmaðurinn Gracchus lætur Marcus Publius Glabrus, yfirmann setuliðs Rómverja, fara fyrir her á móti þrælunum sem nú búa í fjallinu Vesúvíusi. Þegar Glaubrus er sigraður er það mikil hneisa fyrir kennara hans, þingmanninn og hershöfðingjann Marcus Licinius Crassus, sem er með eigin her gegn þrælunum. Spartacus og þrælarnir í þúsundavís, komast til Brandisium en þar lenda þeir í því að Sílemennirnir hafa yfirgefið þá. Þá er ekki um annað að ræða en halda í norður og mæta herveldi Rómverja.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Bryna ProductionsUS
Universal PicturesUS