Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Gleymd & Vanmetin...
Persónulega þá gerist það sjaldan að kvikmynd hafi stór áhrif á kvikmyndasmekk/hug minn, það gerist kannski einu sinni eða tvisvar sinnum á ári, en The Bounty er ein af þessum myndum. Hún er enginn hornsteinn í kvikmyndasögunni né neitt endilega merkileg að einhverju sérstöku leiti. Þetta er klassísk sönn saga sem flestir ættu að vita eitthvað um, uppreisnin á breska skipinu The Bounty árið 1791. Tvisvar áður en The Bounty hefur þessi saga verið kvikmynduð, fyrst sem Mutiny on the Bounty árið 1935 með leikurum eins og Clark Gable og Charles Laughton og vann myndin óskar fyrir bestu kvikmynd árið 1936. Seinni útgáfan hét einnig Mutiny on the Bounty og var gefin út árið 1962 með Marlon Brando og Richard Harris í aðalhlutverkum. Þessi útgáfa er að mínu mati með langbesta leikaravalið, leikarar eins og Anthony Hopkins, Mel Gibson, Daniel Day-Lewis, Liam Neeson, Edward Fox, Laurence Olivier og Bernard Hill. "They were best friends through hell, they became enemies in paradise", þetta er kjarni myndarinnar. Hopkins og Gibson leika þessa vini og þróun vináttu þeirra er mjög vel útfærð. Þetta er ekki hasarmynd, það eru engar sjóorrustur og lítið er af ofbeldi en það er ekki endilega slæmt. Það sem myndin hefur er virkilega sterka sögu og jafngóða frásögn, myndatakan er falleg og vönduð og tónlistin eftir Vangelis gefur myndinni heila vídd sem ég get varla lýst með orðum. Andrúmsloftið í myndinni er mjög sterkt og það gerir söguna mun athyglisverðari. Hopkins sýnir að mínu mati jafngóða frammistöðu og í Silence of the Lambs og þrátt fyrir að allir leikararnir í myndinni stóðu sig vel þá trompar hann þá alla auðveldlega. Þetta er besta myndin hans Roger Donaldson af þeim sem ég hef séð en hann gerði The Bank Job sem gefin var út fyrr á árinu. Fyrir kvikmyndaböff sem hafa áhuga að sjá eitthvað sjaldgæft og gott þá mæli ég með þessari. The Bounty er gleymd og vanmetin, hún er ekkert snilldarverk en hún á meiri athygli skilið en hún hefur fengið, sem er engin.
Persónulega þá gerist það sjaldan að kvikmynd hafi stór áhrif á kvikmyndasmekk/hug minn, það gerist kannski einu sinni eða tvisvar sinnum á ári, en The Bounty er ein af þessum myndum. Hún er enginn hornsteinn í kvikmyndasögunni né neitt endilega merkileg að einhverju sérstöku leiti. Þetta er klassísk sönn saga sem flestir ættu að vita eitthvað um, uppreisnin á breska skipinu The Bounty árið 1791. Tvisvar áður en The Bounty hefur þessi saga verið kvikmynduð, fyrst sem Mutiny on the Bounty árið 1935 með leikurum eins og Clark Gable og Charles Laughton og vann myndin óskar fyrir bestu kvikmynd árið 1936. Seinni útgáfan hét einnig Mutiny on the Bounty og var gefin út árið 1962 með Marlon Brando og Richard Harris í aðalhlutverkum. Þessi útgáfa er að mínu mati með langbesta leikaravalið, leikarar eins og Anthony Hopkins, Mel Gibson, Daniel Day-Lewis, Liam Neeson, Edward Fox, Laurence Olivier og Bernard Hill. "They were best friends through hell, they became enemies in paradise", þetta er kjarni myndarinnar. Hopkins og Gibson leika þessa vini og þróun vináttu þeirra er mjög vel útfærð. Þetta er ekki hasarmynd, það eru engar sjóorrustur og lítið er af ofbeldi en það er ekki endilega slæmt. Það sem myndin hefur er virkilega sterka sögu og jafngóða frásögn, myndatakan er falleg og vönduð og tónlistin eftir Vangelis gefur myndinni heila vídd sem ég get varla lýst með orðum. Andrúmsloftið í myndinni er mjög sterkt og það gerir söguna mun athyglisverðari. Hopkins sýnir að mínu mati jafngóða frammistöðu og í Silence of the Lambs og þrátt fyrir að allir leikararnir í myndinni stóðu sig vel þá trompar hann þá alla auðveldlega. Þetta er besta myndin hans Roger Donaldson af þeim sem ég hef séð en hann gerði The Bank Job sem gefin var út fyrr á árinu. Fyrir kvikmyndaböff sem hafa áhuga að sjá eitthvað sjaldgæft og gott þá mæli ég með þessari. The Bounty er gleymd og vanmetin, hún er ekkert snilldarverk en hún á meiri athygli skilið en hún hefur fengið, sem er engin.
Frábær mynd. Allir leikarar eru frábærir en bera þó Hopkins , Neeson og Gibson af . Mynd sem allir aðdáendur góðra kvikmynda ættu að sjá .