Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þetta er sönn saga af manni sem hefur það að áhugamáli að hanna hraðskreið mótorhjól. Á háum aldri ákveður hann að láta gamlan draum rætast sem felst í að fara til Bandaríkjanna og reyna við hraðamet. Á ferðum sínum hittir hann allskonar áhugaverðar persónur og þarf að komast yfir hindranir. Þetta er einskonar pílagrímsferð sem maður hefur kannski séð áður en ekki oft í þessum gæðaflokki. Það að þetta sé sönn saga bætir alltaf á áhrifamátt mynda (líkt og með Into the Wild). Það sem hefur myndina hinsvegar upp á meistaraplan er Anthony Hopkins sem hefur sjaldan verið betri. Mæli mikið með þessari.
The World's Fastest indian er þræl-skemmtileg mynd um sérvitringinn, Burt Monro (Anthony Hopkins) sem býr í Invercargill á Nýja Sjálandi.
Maður sem helgaði æfi sinni í að breyta 1920 Indian Mótorhjóli í heimsins hraðskreðasta mótorhjól undir 1000 kúbikum, og setti í kjölfarið heimsmet, sem enn stendur.
Myndin fjallar að mestu leiti um ferð hans til Bonneville salt eyðimerkurinnar í Utah, USA. Þar sem hann hyggðist mæla hraðann á hjólinu.
Ferðinn hans reynist stórskemmtileg, og nær hann sér út úr öllum vandræðum með óborganlegri kurteisi og heppni.
Hann eignast marga vini á skömmum tíma og fær atvinnu-tilboð í þokkabót.
Anthony Hopkins tekur sig frábærlega út í þessu hlutverki og mér finnst hann eiga fullt hús stiga skilið, enda frábær leikari.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Magnolia Distribution
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
9. mars 2006