Náðu í appið
The November Man

The November Man (2014)

"A Spy is Never Out of the Game"

1 klst 48 mín2014

Pierce Brosnan leikur hér fyrrverandi leyniþjónustumanninn og CIA-liðann Peter Devereaux sem flutti til Sviss eftir að hann sagði skilið við hið hættulega starf sitt.

Rotten Tomatoes36%
Metacritic38
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Pierce Brosnan leikur hér fyrrverandi leyniþjónustumanninn og CIA-liðann Peter Devereaux sem flutti til Sviss eftir að hann sagði skilið við hið hættulega starf sitt. Dag einn kemst Peter að því að kona ein sem hann þekkir, Alice Fournier, er í lífshættu vegna vitneskju sinnar um alvarlegt pólitískt spillingarmál sem voldugir menn innan CIA vilja fyrir alla muni þagga niður. Peter ákveður að koma henni til aðstoðar og bjargar henni frá bráðum bana, en er þá um leið kominn í andstöðu við fyrrverandi yfirboðara sína hjá CIA. Vörn Peters verður síðan enn persónulegri þegar fyrrverandi nemandi hans og góður vinur, David Mason, er settur til höfuðs honum og framundan er æsispennandi barátta þar sem ekkert er gefið eftir ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

SPD Films
Relativity MediaUS
Irish DreamtimeUS