Ágæt B-mynd
Lengi hefur Nicolas Cage hreinlega vaðið í meðalmoðum og algjörum skítamyndum. Seeking Justice er þar engin undantekning og flokkast sem B-mynd hjá mér. Málið er að ég dýrka Nicolas Cag...
"Vengeance always has a price"
Will Gerard er vinsæll menntaskólakennari sem lifir annars ósköp venjulegu lífi og er ákaflega sáttur við hlutskipti sitt.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
Kynlíf
BlótsyrðiWill Gerard er vinsæll menntaskólakennari sem lifir annars ósköp venjulegu lífi og er ákaflega sáttur við hlutskipti sitt. Sama gildir um eiginkonu hans, Lauru, en hún hefur náð að skapa sér talsverðan frama í tónlistarheiminum. Framtíðin virðist brosa við þeim báðum. Kvöld eitt fer veröld þeirra þó gjörsamlega á hvolf þegar ráðist er á Lauru og hún skilin eftir stórslösuð og rænulaus. Will flýtir sér á sjúkarhúsið þegar hann fær fréttirnar og verður bæði ólýsanlega sorgmæddur en um leið ofsareiður út í árásarmanninn, sem enginn veit enn hver er. Á meðan Will bíður frekari frétta af Lauru í biðstofu sjúkrahússins kemur til hans snyrtilega klæddur maður og gerir honum tilboð sem mjög erfitt er að hafna ...



Lengi hefur Nicolas Cage hreinlega vaðið í meðalmoðum og algjörum skítamyndum. Seeking Justice er þar engin undantekning og flokkast sem B-mynd hjá mér. Málið er að ég dýrka Nicolas Cag...