Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Seeking Justice 2011

(Justice)

Frumsýnd: 25. nóvember 2011

Vengeance always has a price

108 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 28% Critics
The Movies database einkunn 38
/100

Will Gerard er vinsæll menntaskólakennari sem lifir annars ósköp venjulegu lífi og er ákaflega sáttur við hlutskipti sitt. Sama gildir um eiginkonu hans, Lauru, en hún hefur náð að skapa sér talsverðan frama í tónlistarheiminum. Framtíðin virðist brosa við þeim báðum. Kvöld eitt fer veröld þeirra þó gjörsamlega á hvolf þegar ráðist er á Lauru og... Lesa meira

Will Gerard er vinsæll menntaskólakennari sem lifir annars ósköp venjulegu lífi og er ákaflega sáttur við hlutskipti sitt. Sama gildir um eiginkonu hans, Lauru, en hún hefur náð að skapa sér talsverðan frama í tónlistarheiminum. Framtíðin virðist brosa við þeim báðum. Kvöld eitt fer veröld þeirra þó gjörsamlega á hvolf þegar ráðist er á Lauru og hún skilin eftir stórslösuð og rænulaus. Will flýtir sér á sjúkarhúsið þegar hann fær fréttirnar og verður bæði ólýsanlega sorgmæddur en um leið ofsareiður út í árásarmanninn, sem enginn veit enn hver er. Á meðan Will bíður frekari frétta af Lauru í biðstofu sjúkrahússins kemur til hans snyrtilega klæddur maður og gerir honum tilboð sem mjög erfitt er að hafna ...... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Ágæt B-mynd
Lengi hefur Nicolas Cage hreinlega vaðið í meðalmoðum og algjörum skítamyndum. Seeking Justice er þar engin undantekning og flokkast sem B-mynd hjá mér. Málið er að ég dýrka Nicolas Cage í öllu sem hann gerir en ég dýrka alls ekki allt sem hann er í, bara hann sjálfan. Kick-Ass er seinasta góða mynd með honum og þar á undan langt farið til að finna næstu góðu myndina hans. Það væri Matchstick Men (sem er bullandi góð!) en málið er að Nic kann ekki að velja myndir eða agentinn hans er sá lélegasti i bransanum. Í Seeking Justice er Nicolas samt í hlutverki sem hann kann svo vel. Að nokkru leyti hress maður (sem leyfir Nic að taka nokkrar grettur hér og þar, öllum til fagnaðar) og vera óreynda hetjan.

Sagan í sjálfu sér er skemmtileg og örlítið frumleg þótt þetta sé ekkert nýtt umfangsefni, bara nýtt form. Myndin hefði samt mátt vera meira brútal segi ég þar sem allt átti að skilja eftir meira eftir en gerði það svo ekki. Til dæmis var eitt atriði í byrjun, sem tengdist eiginkonunni, hrikalega aumt og veikt sem það átti náttúrlega ekki að vera enda mjög alvarlegt og sjúkt. Svo er líka leiðinlegt hvað konan fékk lítið að gera seinasta klukkutíma myndarinnar. January Jones er alveg hæfileikarík (Mad Men, anybody?) en hefur verið mjög vannýtt og „miscast“ fyrst í Unknown og núna í þessari þótt að „miscast“ falli ekki vel í þessa. Nicolas Cage og hún hafa nefnilega ágæta kemistríu en það dafnar því lengri sem myndin fer.

Guy Pearce birtist af og til en hann er náttúrulega mjög góður leikari og hann svíkur ekki hér, hefur bara ekki mikið að gera. Handritið er ágætt og sagan almennt. Sumt kom á óvart, annað var fyrirsjáanlegt. Þessi mynd er mjög mikið hit-and-miss. Hasaratriðin voru t.d. mjög góð þótt lítil voru. Kvikmyndatakan í einum (eða eina) bílaeltingarleik var alveg til fyrirmyndar og fékk hjartað til að pumpa. Svo koma allt í einu þessi heimskulega sett upp atriði þar sem flæðið er skrítið og kvikmyndatakan ekki alveg að gera sig. Þetta batnaði samt því lengra leið á myndina.

Þar sem þetta er Nicolas Cage-mynd er auðvitað nokkuð að atriðum þar sem maður hlær en á ekki að gera. Það þarf ekki meira en að sjá Nic „skokka“ bara venjulega og ég spring. Þessi maður er svo sérkennilegur að hann kann ekki einu sinni að hlaupa rétt. Enn einn faktor af hverju ég dýrka hann, hann kann að flippa út og gera hluti sem aðrir vilja helst sleppa. Hann svíkur ekki hér og kemur með mjög skemmtilega frammistöðu og það er eins og leikstjórinn hafi fattað hvað maður vill fá út úr Nic Cage (loksins!).

Semsagt, góður hasar, nokkur spennandi atriði en mjög vannýttir leikarar. Tónlistin var góð en tónar í enda myndarinnar komu algjörlega út úr bláu og voru vægast sagt hroðalegir. Athugavert... Ég veit ekki hvort fólk mun fíla þessa mynd en ég gef henni létt meðmæli ef þið ætlið að leigja eitthvað í framtíðinni og kalla hana góða B-mynd.

6/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn