Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Alexander 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 21. janúar 2005

The greatest legend of all was real

175 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 16% Critics
The Movies database einkunn 40
/100

Alexander mikli lagði undir sig 90% af hinum þekkta heimi áður en hann varð 25 ára, og leiddi heri sína 35 þúsund kílómetra leið, í gegnum ýmsar hindranir sem urðu á vegi þeirra, á átta árum. Alexander sem kom frá hinu litla ríki Makedóníu, fór með heri sína gegn persneska heimsveldinu, fór í vestur til Egyptalands, og svo til Indlands. Þessi mynd fjallar... Lesa meira

Alexander mikli lagði undir sig 90% af hinum þekkta heimi áður en hann varð 25 ára, og leiddi heri sína 35 þúsund kílómetra leið, í gegnum ýmsar hindranir sem urðu á vegi þeirra, á átta árum. Alexander sem kom frá hinu litla ríki Makedóníu, fór með heri sína gegn persneska heimsveldinu, fór í vestur til Egyptalands, og svo til Indlands. Þessi mynd fjallar um þetta átta ára tímabil og orrusturnar sem voru háðar, sem og samband hans við æskuvin sinn og bardagafélaga, Hephaestion. Alexander veiktist og dó ungur, 33 ára gamall. Landvinningar Alexanders greiddu götu grískrar menningar og svo kristninnar nokkrum árhundruðum síðar, og ruddi á brott ýmsum hindrunum sem hefðu getað komið í veg fyrir útþenslu rómverska heimsveldisins. Heimurinn í dag væri sem sagt öðruvísi, ef ekki hefði verið fyrir blóðuga, en þó sameinandi, herför Alexanders.... minna

Aðalleikarar


Þetta er Mjög léleg mynd...EKKI BORGA INNÁ HANA!!!!!!!!þetta er versta mynd sem eg hef sjéð með Colin Farrell og Angelina Jolie!! var að sofa yfir henni allan tíman þú er í 3 hellvítis tíma!!!

EKKI SJÁ HANA
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fimmtudaginn 27. janúar 2005 ákvað ég og vinkona mín að fara í bío. Að sjálfsögðu skoðuðum við þessa síðu first til að sjá hvað væri í boði. Eftir að hafa lesið gagnrýni um Alaxander vorum við sammála að fara ekki að hana og ákváðum því að sjá Alfie, en þar sem einhver misskilningur var á ferðinni um síningartíma ákváðum við bara að slá til og sja Alexander þrátt fyrir slæma gagnrýni. Við ákváðum að fara með opnu hugarfari því eftir að hafa lesið misjafnar skoðanir fólks um þessa mynd, lofaði hún ekki góðu.
Það er greinilegt að skoðanir fólks eru jafn misjafnar og fólkið er margt. Ef þú ferð að sjá Alexander með því hugarfari að þú sért að fara á stríðsmynd er ég viss um að þú verðir fyrir þó nokkrum vonbrigðum. Aftur á móti ef þú ferð að sjá Alexander sem sögulegt drama er ég sannfærður um að þú eigir eftir að skemmta þér mjög vel. Því er ég viss um að flestir þeirra sem segja þessa mynd lélega hafi gert sér væntingar um hasarmynd á borð við Troj og Glatiador. Alexander var einn snjallasti herforingi sögunar, á aðeins 8 árum lagði hann undir sig Persíu, Sýriu, Egyptaland, Afghanistan og að lokum hluta af Indlandi, ásamt því að vera konungur Makedóníu og ráða yfir Grikklandi. Hann sigraði 250.000 manna her Persa með 40.000 manna her sínum af einstakri snilgd og herkænsku. Þannig að það er ekki annað hægt að segja en að Alexander hafi verið einn sá mesti eð ekki sá mesti herforingi sem uppi hefur verið. Það er ekki hægt að líkja þessari mynd við Troj því Alexander er æfisaga en fjallar ekki um einstaka orustu eins og Troj, né Gladiator því Alexander var til í alvöru og því ekki skáldsaga eins og Gladiator. Í einhverri gagnrýninni segir einhver að Aleaxander hefði frekar átt að vera kallaður Alexander the Gay en ekki Alexander the Great. Ég skil viðhorf þess sem ritaði það. En ég held að hann/hún geri ser ekki grein fyrir að þessi mynd gerist ekki í nútímanum. Á þessum tíma var tíðarandinn allt annar. Alexander kallaði Hephaistion, philalexandros eða vinur Alexanders Þannig að samband þeirra sem slíkt var huglægt en ekki líkamlegt. Aftur á móti var Hephaistion jafnframt hjásvæfa Alexanders og er því engin furða að menn vilji flokka Alexander sem gay eða samkynheigðan einstakling. Þið sem hafið séð myndina ættuð að hafa tekið eftir því að flest allir leiðtogar Alexanders voru ávalt umkringdir ungum piltum. Málið er að á þessum tíma þótti samkynheigð ekkert tiltöku mál, menn og konur sænguðu hjá flest öllu sem hreifðist, jafnvel dýrum. Tilhugalíf á þessum tíma var bara flokkað undir sjálfsagðan hlut, það var ekki fyrr en kristnin kom til sögunar að menn fóru að líta á samkynheigð sem kynvillu, eg efast um orðið homosexual hafi verið til á þessum tíma.

Ég verð að segja að miðað við efni í 3 kvikmyndir hafi Stone tekist bærilega til við að koma því fyrir í einn kvykmind þó mér finnist vera farið frekar hratt yfir söguna á köflum. Með hlutverk Alexanders fer leikarinn Colin Farrell, hann stendur sig með prýði, hann lagði á sig 2 mánað þjálfunarbúðir í Marakó þar sem hann æfði að sitja hest, skilmingar, taktík og herkænsku ásamt 400 meðleikurum og statistum. Önnur hlutverk fara stórleikarar á borð við Anthony Hopkins sem Ptolemy, Angelina JolieSem Olympias eða móðir Alexanders, Val Kilmer sem Philip eða faðir Alexanders og Christopher Plummer sem Aristotle. Ég gef myndinni 3 og hálfa stjörnur fyrir leik, fyrir buninga hönnun og sviðsmynd fær hún 4 stjörnur og kvikmyndatöku og leikstjórn 3 og hálfa stjörnur og fær því myndin í heild sinni 3 og hálfa stjörnu(3,5+3,5+4=11/3=3,66).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Væntingar og vonbrigði - Alexander


Hvílík og önnur eins vonbrigði... þrátt fyrir að gagnrýnendur vestan hafs höfðu tekið sig saman og gjörsamlega lagt Oliver Stone og nýjustu mynd hans, Alexander í einelti átti ég von á einhverju góðu. Oliver Stone hefur alltaf verið umdeildur, mjög hugrakur og djarfur leikstjóri sem er alls ekki hræddur við að hneyksla áhorfandann með sínum skoðunum og hugmyndum um 'sanna' atburði. Ég hef lengi elskað þennan mann, hann færði okkur þvílík snilldarverk eins og JFK, Natural Born Killers og Platoon. Síðasta mynd hans - Any Given Sunday olli eilitlum vonbrigðum þrátt fyrir að vera ágætis mynd. Ég vonaðist því að hann myndi taka á, þegar að ég heyrði að hann ætlaði að gera mynd um Alexander varð ég mjög spenntur, án þess þó að vita mikið um sögu hans. Trailerinn var virkilega lofandi, allt leit vel út og spennan magnaðist því enn meira upp.


Áður en ég byrja að tala um myndina vil ég taka það fram að álit mitt á myndinni, á hugsanlega og vonandi eftir að breytast, ég fór á myndina mjög þreyttur eftir erfiðan fótboltadag klukkan tíu að kvöldi. Það getur hafað haft einhver áhrif á álit mitt á myndinni, svo ég hlakka til að sjá hana eftir þegar húm kemur á DVD, tek ekki áhættuna á því að fara aftur á hana í bíó.


Oliver Stone ákvað að hafa myndina um persónuna Alexander, en ekki beint uppbyggingu veldis hans og bardagana sem hann barðist í. Allt í góðu með það, flott hugmynd en eitthvað klikkaði fannst mér. Hann var leikinn af Colin Farrel. Hann stóð sig svosem ágætlega, en hann lítur alveg rosalega klaufalega og asnalega út með þessa snobbufríða ljóska hár, haha! Hann stóð sig eins og áður sagði ágætlega, en var samt rangt val í hlutverkið finnst mér. Hefði viljað sjá einhvern aðeins illari, og með meiri neista sem hann. Oliver Stone var að mínu mati alltof mikið að ýgja að þessari tilgátu hans um að hann væri tvíkynhneigður, það fóru allt of margar senur í það. Senur sem voru yfirleitt bara óáhugaverðar og leiðinlegar. Senur sem fóru í taugarnar á mér, viðfangsefnið var allt í lagi. Oliver Stone vildi að fólk tæki hann sem tvíkynhneigðan en eins og áður var sagt fór allt of mikill tíma í þetta. Í fyrstu er sagt frá æsku hans, hvernig hann var þjálfaður upp til að verða kóngur og það var til mikils ætlað af honum. Strax þá, strax fór Stone að sýna það að hann hefði verið fæddur hommi. Hann lét hann brosa ótrúlega hallærðislega framan í myndavélina eftir að kennari hans hefði talað um að samband tveggja manna væri eðlilegt og fallegt ef það væri hreint og heilagt... slepptu þessi kjaftæði Óli Steinn, þetta er leiðinlegt! Allavega eins og ég sagði að myndin fór aðallega í uppbyggingu Alexanders... það hefði getað orðið jákvætt, og ætti að hafað orðið jákvætt. En enn og aftur var það leiðinlegt. Persónusköpunin var því miður ekki nógu góð, ótrúlegt en satt þá var mér skítsama um hann í endann þegar hann dó, eftir tvær klukkustundir og 55 mínútur af persónusköpun á það ekki að gerast, alls ekki, Alexander var gerður af leiðinlegri og hommalegri væluskjóðu. Veit reyndar ekkert hvort hann hafi verið þannig í bókinni en ég myndi að halda að maður sem nær svona miklum völdum í heiminum svona ungur væri ekki sívælandi gerpi. það var mikið farið út í samband hans við foreldra sína, þeir kaflar voru að mestu leiti góðir. En það sem gerði þá svona góða var hugsanlega frábær frammistaða Val Kilmers sem pabbi hans. Hann stendur alltaf fyrir sínu, frábær leikari. Hann lék drykkjufeldan kóng, góður karakter og kemst hann vel til skila. Mamma hans, leikin af Angelinu Jolie var flott persóna. Ætlaðist til mikils af Alexander og átti í sífelldum deilum við pabba hans um hann. Angelina Jolie var reyndar ekkert spes í þessu hlutverki... hvaða kom hreimurinn? Hvernig stendur á því að hún hafi verið sú eina sem var með erlendan hreim? Oliver Stone hefði átt að koma í veg fyrir þetta, annaðhvort láta alla með tilgerðarlegum og leiðinleg hreim eða einfaldlega sleppa þessu. Seinni kosturinn hefði verið betri.


Það sem hefur heillað mig hvað mest við Olver Stone er útlitslegi þátturinn í myndum hans, hvernig hann notar myndavélina og öll tæknivinna er yfirleitt í allra besta flokki. Þetta virtist á köflum klikka... ótrúlegt. Flestir hafa lofað bardagaatriðin í myndinni endalaust. Mér fannst, því miður voðalega lítið varið í þau. Frekar innihaldslaus og óátakanleg. Snérust aðallega út á mikið blóð þar sem fólkið virtist vera búið til úr bómulli, spjótin og sverðin virust fara svo rosalega auðveldlega í gegnum það. Fyrri bardaginn var frekar leiðinlegur, snerist út á að sýna herkænskulega hæfileika Alexanders, sem hann var svo frægur fyrir, allt í góðu með það en það dró allan neista úr bardaganum. Seinni bardaginn fannst mér aftur á móti virkilega flottur útlitslega séð, framan af allavega. Breytt er um linsu og haft rauðan lit yfir öllu, virkilega töff. Það er alvöru Oliver Stone, Oliver Stone eins og maður þekkir hvað best. Bardaginn var á milli fílahers Asíubúa og hestahers Makedóníumanna. Virkilega spennandi. En atriði þegar Alexander er særður er yfirþyrmandi asnalegt. Hann hefur það í... já, super slow motion, bara ekki nógu vel útlítandi. Í bardögunum fannst mér rosalega mikið um ótímabærar klippingar. Bardaginn var einu sinni í hámarki en þá er allt í einu klippt yfir á bardagann frá sjónarhorni fugls, fengin stór víðmynd á hreyfingu yfir bardagasvæðið. Í rauninni mjög flott taka, en á kolröngum tíma, dró úr honum allan kraft.


Eitt í viðbót sem var eitt stórt mess - tónlistin! Vá, hversu ömurleg var hún? Bara hræðileg og leiðinleg. Nenni ekki að fara neitt nánar út í hana.


Allavega olli myndin mér miklum vonbrigðum, og er ég í stórri fílu út í Oliver Stone. Hef þó enn fulla trú á honum og vona svo innilega að næsta mynd hans, hver sem hún verður verði góð.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það sem er á ferðinni hérna er myndin Alexander eftir hin fræga Oliver Stone. En leikstýrði hann meðal annars Platoon frá 1986. Þótt maður bjóst ekki við miklu, bjóst ég heldur ekki við svo litlu. Þessi mynd nær engan vegi að halda athygli þinni, og verður maður þreyttur þegar á hana líður. Bardaga senurnar geta látið hárin rísa á vissum stöðum en eru alls ekki fullnægjandi og frekar illa gerð að mínu mati. Myndataka í þessari mynd finnst mér alls ekki nógu góð heldur.


Þessi mynd fjallar jú um hinn mikla Alexander og hans ævintýri. Þegar hann tekur yfir Babylon, og ferðast til Indíu. Sýnir einnig hans afrek sem yngri maður. Þegar faðir hans var myrtur tók Alexander yfir. Og fer maður að halda að móðir hans Olympias sé bak við það miðað við hversu rugluð hún var. Annars er þetta mynd þar sem Alexander leiðir her sinn í gegnum heiminn og sigrar óvini sína hér og þar. Einnig bætast við svik, en margir vilja hann feigan þegar ákvarðanir hans verða skrítnari og skrítnari.


Þótt að þessi mynd sé byggð á sönnum atburðum get ég ekki annað en að velta því fyrir mér að eitthvað sé ekki fullkomið. Hef ég aflað mér þeirra upplýsinga að faðir Alexander í myndinni (Val Kilmer) var alls ekki slíkur maður sem myndinn sýnir hann. En til að segja þetta í stuttu máli, þá er þessi mynd heil ósköp af sögulegum atburðum gerð svo leiðinleg að þessi mynd á ekki skilið meira en eina og hálfa stjörnu, og geri ég það í virðingarskyn við Oliver Stones.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er langt síðan maður hefur séð alvöru kvikmynd. Ég var orðinn svo þreyttur á endalausum stríðsmyndum á borð við Troy og fleiri þar sem leikstjórinn ákveður að hafa kvikmyndina samasafn action atriða. Þessi action kvikmyndagerð hefur svosem sína hillu en það er of mikið um að góðar sögur séu notaðar sem auglýsingamiði fyrir stórt bardagaatriði.Alexander er ekki svoleiðis mynd. Sýnt er úr fysrsta og síðasta bardaga hans og er vel gengið frá því. En Oliver Stone gerir sér grein fyrir að þetta er kvikmynd um Alexander. Ekki Einn af bardögum hans. Og maður fær virkilega að kynnast persónunni og hvað gerði hann að þeim manni sem að mestu herstjórar sögunnar hafa byggt sína herkænsku á. Frá Napoleon til Patton. Allir byggðu herkænsku sína á þessum merka manni en maður vissi það. Og maður vissi um bardaga hans. Og allger óþarfi að fara meira útí það. Þess í stað kynnist maður samskiptum hans við móður og föður. Samskiptum hans við vini sína og hvernig þessi samskipti breytast eftir því sem lengra liggur á hans stutta líf.Hún var nokkuð of löng en frágángurinn er eins og maður á von á frá þessum frábæra leikstjóra.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

14.04.2022

Æðisgengin reið á hvítu hrossi

Tvær sérstaklega áhugaverðar og spennandi kvikmyndir bætast í bíóflóruna nú um helgina sem þýðir að úrvalið af kvikmyndum í bíó um Páskahelgina verður í einu orði sagt frábært! Allir ættu að geta fundið ...

06.04.2022

Sjón og hinar stjörnurnar á forsýningu The Northman í London í gær

Kvikmyndin The Northman var frumsýnd í London í gærkvöldi að viðstöddu fjölmenni. Á meðal gesta var rithöfundurinn Sjón sem skrifar handrit myndarinnar ásamt leikstjóranum, Robert Eggers. Leikstjórinn Robert Eggers, ...

20.12.2021

Sjón og Bjarkar-myndin Northman með fyrstu stiklu

Fyrsta stiklan úr stórmyndinni The Northman var birt í dag en myndin verður frumsýnd á Íslandi 1. apríl 2022. The Northman er epísk stórmynd sem segir frá því hversu langt víkingaprins einn er tilbúinn að ganga til að ná f...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn