Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Ned Kelly 2003

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 30. apríl 2004

When the law tried to silence him a legend was born.

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 55% Critics
The Movies database einkunn 56
/100

Þó að Ned Kelly sé þekktur fyrir hetjudáð sem ungur maður, þá á hann erfitt með að yfirvinna þann stimpil sem er á fjölskyldunni, vegna þess að fjölskyldufaðirinn er þekktur glæpamaður. Á tímum þegar handtaka var samasem sekt og sakfelling, þá lætur óréttlát handtaka hans fyrir hestaþjófnað, stimpil á hann fyrir lífstíð, á Viktoríutímanum... Lesa meira

Þó að Ned Kelly sé þekktur fyrir hetjudáð sem ungur maður, þá á hann erfitt með að yfirvinna þann stimpil sem er á fjölskyldunni, vegna þess að fjölskyldufaðirinn er þekktur glæpamaður. Á tímum þegar handtaka var samasem sekt og sakfelling, þá lætur óréttlát handtaka hans fyrir hestaþjófnað, stimpil á hann fyrir lífstíð, á Viktoríutímanum í Englandi. Ned og bróðir hans Dan og vinir þeirra Joe Byrne og Steve Hart, eru fljótlega útmálaðir sem útlagar og bófar, af óvönduðum yfirvöldum. Þeir hneygjast til að lifa samkvæmt þessu eftir að móðir Ned er handtekin að ósekju og dæmd til þriggja ára þrælkunarvinnu. Til að hefna fyrir þetta þá ræðst Kelly gengið gegn kúgunarstjórninni, með sorglegri niðurstöðu, sem svo aftur tengist ástralskri þjóðsögu. ... minna

Aðalleikarar


Ned Kelly er Áströlsk goðsögn um mann sem fer á móti ensku krúnunni á árunum 1870-1880 eftir að hafa drepið nokkrar löggur í sjálfsvörn. Ég efa hve sönn þessi mynd er en það sem ég sá af henni þá er myndin nokkuð góð, Heath Ledger leikur Kelly, Orlando Bloom leikur Joe vin hans og er þetta líklegast betsa frammistaða hans í kvikmynd hingað til. Naomi Watts var með frekar tilgangslaust hlutverk þar sem hún gerði lítið sem kom við sögunni en hún var ágæt og sama með Geoffrey Rush sem enska fógetann. Ned Kelly er mjög fín mynd, mæli alveg með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

19.07.2011

Ngoombujarra er látinn. Einn þekktasti leikari af ætt frumbyggja

Ástralski leikarinn David Ngoombujarra, sem var einn af best þekktu leikurum af ætt frumbyggja, og þrefaldur verðlaunahafi Australian Film Institute, er látinn. Ngoombujarra, sem var 44 ára að aldri þegar hann lést, lék stór hlutverk ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn