Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Informers 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi
98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 12% Critics
The Movies database einkunn 20
/100

The Informers er marglaga saga sem gerist á fyrstu árum níunda áratugarins í Los Angeles, en glamúrlífið þar var engu minna heillandi fyrir utanaðkomandi en það er í dag. Fyrir þá sem búa þar er glansmyndin þó ekki jafn hrein. Graham Sloan (Jon Foster) er ungur maður á uppleið. Hann er sonur kvikmyndaframleiðandans William (Billy Bob Thornton) og pillufíkilsins... Lesa meira

The Informers er marglaga saga sem gerist á fyrstu árum níunda áratugarins í Los Angeles, en glamúrlífið þar var engu minna heillandi fyrir utanaðkomandi en það er í dag. Fyrir þá sem búa þar er glansmyndin þó ekki jafn hrein. Graham Sloan (Jon Foster) er ungur maður á uppleið. Hann er sonur kvikmyndaframleiðandans William (Billy Bob Thornton) og pillufíkilsins Lauru (Kim Basinger), en þau eru skilin og samband þeirra í dag er vægast sagt grýtt. William reynir þó að bæta úr hlutunum á meðan hann heldur við fréttakonuna Cheryl Laine (Winona Ryder). Laura er á sama tíma í ástarsambandi við góðan vin sonarins, Marin (Austin Nichols). Á meðan á öllu þessu stendur sekkur Graham sjálfur stöðugt dýpra ofan í hringiðu veisluhalda, eiturlyfjaneyslu og –sölu og glæpastarfsemi, sem á eftir að koma niður á honum ef hann passar sig ekki.... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn