Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Buffalo Soldiers er afar skemmtileg satíra af bandaríska hernum, Joaquin Phoenix leikur hermann á bandarískri herstöð í Þýskalandi árið 1989 sem sérhæfir sjálfan sig í að selja eiturlyf um alla stöðina. Öllu gengur vel þar til að nýr liðsforingi er settur á stöðina sem kemur allri starfsemi hans í uppnám. Gregor Jordan sem gerði meðal annars Ned Kelly reynir að skapa svarta grínmynd blandaða með ástarsögu en Buffalo Soldiers tekur margar breyttar stefnur sem komu mér á óvart. Það eina sem Buffalo Soldiers missteig sig gersamlega í var draman því öll alvaran of out of place fyrir þessa mynd sem meðal annars er mjög anti-bandarísk. Eins og ég sagði þá er myndin skemmtileg satíra sem er vel þess virði að sjá.