Náðu í appið
Top Gun: Maverick

Top Gun: Maverick (2022)

2 klst 11 mín2022

Top Gun: Maverick gerist 34 árum eftir atburði fyrri myndarinnar og segir frá því þegar hinn goðsagnakenndi flugmaður Peter "Maverick" Mitchell, er orðinn yfirþjálfari Top...

Rotten Tomatoes96%
Metacritic78
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Hvar má horfa

Söguþráður

Top Gun: Maverick gerist 34 árum eftir atburði fyrri myndarinnar og segir frá því þegar hinn goðsagnakenndi flugmaður Peter "Maverick" Mitchell, er orðinn yfirþjálfari Top Gun, og hefur það verkefni m.a. að þjálfa Bradley, son Goose, sem ætlar sér að verða flugmaður, rétt eins og faðir sinn.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Flugvélin P-51 Mustang úr Seinni heimsstyrjöldinni er í raun í eigu Tom Cruise sjálfs, en hann er lærður flugmaður.
Tom Cruise gerði það skilyrði að ekki yrði notast við tæknibrellur í flugatriðunum heldur alvöru upptökur af alvöru flugvélum.
Um tíma var óljóst hvort Val Kilmer yrði með í myndinni vegna glímu sinnar við krabbamein í hálsi. En í janúar 2020 var staðfest að hann myndi mæta til leiks á ný í hlutverki sínu sem Tom \"Iceman\" Kazansky.
Miles Teller var ráðinn í hlutverk sonar Goose og hafði þar betur í samkeppni við Nicholas Hoult og Glen Powell. Þeir komu allir heim til Tom Cruise í prufur. Powell var síðar ráðinn í annað hlutverk eftir að hafa heillað Cruise og framleiðandann Jerry Bruckheimer, og stjórnendur hjá Paramount Pictures og Skydance.
Elsti orrustuflugmaður í flughernum hætti störfum 54 ára að aldri. Miðað við að Maverick fæddist árið 1962 þá er hann 58 ára í myndinni.
Myndin er tileinkuð minningu leikstjóra upprunalegu myndarinnar Top Gun (1986) Tony Scott, sem var að undirbúa sína útgáfu af framhaldi áður en hann lést.
Tom Cruise og Val Kilmer eru einu leikararnir sem endurtaka hlutverk sín frá því í upprunalegu myndinni frá 1986.
Þetta er lengsta bil sem liðið hefur á milli upprunalegrar kvikmyndar og framhalds í kvikmyndasögunni, eða þrjátíu og sex ár.

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Skydance MediaUS
Don Simpson/Jerry Bruckheimer FilmsUS
Paramount PicturesUS

Verðlaun

🏆

Sex tilnefningar til Óskarsverðlauna, sem besta mynd, klippingu, lag (Hold My Hand), hljóð, tæknibrellur og handrit byggt á áður útgefnu efni.

Gagnrýni