Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þetta film noir snilldarverk Kubricks er á topp 10 listanum yfir uppáhalds kvikmyndirnar mínar, jafnvel þótt hann stæli ef til vill fullmikið Asphalt Jungle eftir John Huston frá 1950. Eftirminnilegasti leikarinn úr báðum þessum myndum, Sterling Hayden, er hér stórgóður sem skipuleggjandi veðhlaupabrautarráns, sem virðist ætla að verða hinn fullkomni glæpur. Sagt er að Tarantino hafi verið undir sterkum áhrifum frá báðum þessum kvikmyndum þegar hann gerði Reservoir Dogs. Ef þið hafið ekki séð þær nú þegar, látið þá verða af því sem fyrst. Þær eru allar MÖST.
Þetta er alveg sultufín ræma, gáfuleg, vel leikin, kolsvört og djúp og á því kannski takmarkað erindi til ungs fólks í dag. En þetta er ein sú besta ræma sem ég hef á minni ævi séð og mæli ég algjörlega og eindregið með henni. Ein af fjórum myndum sem Tarantino segist hafa stælt með Reservoir Dogs og eiginlega best þeirra fjögurra. Þeir sem hafa gaman af góðum myndum, endilega sjáið þessa, þið hin skulið bara horfa áfram á Independence Day.