Þessi mynd er algjör snilld. Ég og Tinni leigðum hana örugglega fimm sinnum sem krakkar. Hún hefur elst illa á köflum en ég gat samt hlegið mikið af henni. Myndin gerir grín af gömlu gang...
Johnny Dangerously (1984)
"Organized crime has never been this disorganized"
Myndin er skopstæling á gangsteramyndum fjórða áratugs síðustu aldar.
Öllum leyfðSöguþráður
Myndin er skopstæling á gangsteramyndum fjórða áratugs síðustu aldar. Heiðarlegur og góðhjartaður maður neyðist til að gerast glæpamaður til að fjármagna fjallháan læknakostnað taugasjúkrar móður sinnar, og til að fjármagna laganám bróður síns. Johnny Dangerously er mikill mömmustrákur og þegar mamma hans veikist neyðist hann til að vinna fyrir síhækkandi sjúkrakostnaði. Í hverfinu þar sem hann býr er mikið um glæpaklíkur og því eru hæg heimatökin að sækja þar um vinnu. Hann byrjar að vinna fyrir Dundee, góðhartaða Guðföðurs týpu. Hann leynir þessari nýju vinnu sinni fyrir yngri bróður sínum Tommy, og fjármagnar laganám hans, allt þar til hann hefur útskrifast og byrjar að vinna á skrifstofu saksóknarans. Þegar Johnny hefur störf hjá Dundee þá lendir honum saman við hinn illa Vermin, og samband þeirra fer síversnandi. Þegar Dundee ákveður að setjast í helgan stein sækist Johnny eftir að verða eftirmaður hans, en Vermin mun ekki taka því þegjandi og hljóðalaust.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

Gagnrýni notenda (3)
Hreint ljómandi fyndin ræma um Johnny, sem er stálheiðarlegur ungur maður. Hann neyðist til að fara út í glæpi til að borga fyrir sífelldar mjaðmaliðs- og brjósklosaðgerðir stórskrý...
Stórskemmtileg og ofsa fyndin mynd. Mynd sem hægt er að horfa á aftur og aftur. Michael Keaton sýnir stórleik, persónulega finnst mér hann aldrei klikka. Alltof vanmetinn leikari. Frábær myn...



















