Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ömurleg mynd með hinum glataða leikara Jason biggs í aðalhlutverki. Myndin er leiðileg, dofin, illa leikin og illa gerð. Jason Biggs leikur hér lúða sem byrjar í nýjum skóla og verður strax landmesti lúðinn í skólanum. En samt verður ein stelpa hrifin af honum og þannig er myndin Loser.
Frekar týpísk en samt sæt mynd. Jason Biggs er furðulega líkur Adam Sandler (ég hélt fyrst að þetta væri bara hann). Jason leikur strák sem flyst úr sveitinni í stórborgina, er voðalega svona næs gæi en er samt mesti lúði skólans. Það breytir því ekki samt að sætasta og vinsælasta stelpa skólans fellur fyrir honum og myndin snýst að mestu leiti um það.
Þokkaleg unglingagamanmynd með rómantísku ívafi sem fjallar um sveitalubba sem flyst til New York borgar til þess að stunda háskólanám. Þegar komið er þangað er hann auðvitað eins og fiskur á þurru landi og gengur afar illa að eignast vini, nema hvað hann kynnist því sem virðist vera eina sómakæra manneskjunni á svæðinu og verður ástfanginn af henni. Samband þeirra er í brennideplinum meiri hluta myndarinnar og það er helsta ástæðan fyrir því að myndin gengur ekki betur upp. Stór hluti af vandamálum þeirra er byggður á misskilningi (gömul tugga í rómantískum gamanmyndum) og einnig á því hversu ótrúlega vitlaus stelpan (leikin af Menu Suvari úr American Beauty) sem hann er ástfanginn af virðist vera. Jason Biggs úr Amercian Pie er hér í aðalhlutverki með nýtt "look" sem mun væntanlega stuðla að bjartari framtíð í Hollywood fyrir hann. Greg Kinnear er líka frekar skondinn í hlutverki kennara nokkurs. Fyrstu 20 mínúturnar virðast persónurnar hafa einhverja smá dýpt en það endist ekki lengi. Myndin er annað hvort frekar lélega skrifuð eða gerð fyrir markhóp sem er ekki kröfuharður (eða sennilega bæði) og á köflum er hún afar útreiknanleg og endirinn mjög ófrumlegur. Þeir sem eru í leit að góðu unglingagríni ættu að taka Road Trip fram yfir þessa.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
20. október 2000
VHS:
4. apríl 2001