Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd byrjar einhverntíma í fortíðinni, eftir síðari heimsstyrjöld. Líklega er þar verið að vísa í Rosswell atvikið svonefnda, allavega er byrjunin þannig að bandaríski herinn finnur geimskip og ákveður að losa sig við það í snarhasti!
Nokkrum áratugum síðar eru tveir svalir framhaldsskóla nemar að leita að einhverju drasli á ruslahaug hersins til að sleppa ódýrt við að gera verkefni í vísindatíma í skólanum. Greyin finna óvart hlut úr geimskipinu og þegar þeir eru að fikta í honum setja þeir hann óvart í gang.
Þeir hafa náttúrulega ekki hugmynd um hvað þetta er og þegar kennarinn þeirra hverfur inní vélina líst þeim ekki á blikuna, enda meira en að segja það að slökkva á hlutnum sem reynist vera einskonar tímavél.
Inní söguna blandast svo ljóta stelpan í bekknum (sem er skotin í aðaltöffaranum og alls ekki ljót) og aðal nördinn í bekknum sem er mjög forvitinn um vélina.
Það eftir minnilegasta við myndina er án efa Dennis Hopper í hlutverki vísinda kennarans sem er gamall hippi. Fullkomið hlutverk fyrir Hopper! Samkvæmt myndinni er framtíð mannkyns líka býsna dökk!
Ég var ekki mjög gamall þegar ég sá þessa mynd fyrst og hafði mjög gaman að henni, hún er alls ekki slæm þó hún hafi ekki elst vel og alveg ágæt afþreying.
Tvær og hálf stjarna.