Þetta er leiðinlegasta mynd sem ég hef séð á ævi minni. Hörmulega leikinn, ömurlegur söguþráður, algjörlega laus við fyndni. Sem sagt EKKI fara á þessa þvælu.
Galaxy Quest (1999)
"The show has been cancelled... But the adventure is just beginning."
Hér er gert gys að geimmyndaflórunni allt frá Star Trek til Star Wars með tilheyrandi furðuverum og klaufalegum grímubúningum.
Bönnuð innan 12 ára
OfbeldiSöguþráður
Hér er gert gys að geimmyndaflórunni allt frá Star Trek til Star Wars með tilheyrandi furðuverum og klaufalegum grímubúningum. Átján árum eftir að framleiðslu vísindaskáldsögu-ævintýrasjónvarpsþáttarins Galaxy Quest er hætt, þá koma leikarar þáttanna þeir Jason Nesmith, Gwen DeMarco, Alexander Dane, Tommy Webber og Fred Kwan enn fram við ýmis tækifæri, m.a. á vísindaskáldsöguráðstefnum og búðaropnunum, í búningum og sem persónurnar í þáttunum. Þeir velta sér upp úr eigin örvæntingu og vonleysi, allt þar til geimverur sem ganga undir nafninu Thermians birtast, og halda að þættirnir séu raunveruleiki og hafa byggt alla sína menningu á umhverfi þáttanna. Geimverurnar taka leikarana með sér út í geim til að bjarga sér frá Sarris hershöfðingja og her hans, sem vill gereyða Thermians kyninu.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

Gagnrýni notenda (7)
Tim Allen er snillingur. Þáttaröðin hans Home Improvement var snilld með tveimur ellum. Hann sýnir sitt besta í þessari mynd og myndin tekst vel í alla staði. Hún fjallar um þætti sem ger...
ÞVÍLÍK STEYPA!! er það fyrsta sem mér dettur í hug að um skrifa um þessa mynd. En ólík mörgum steypum er þessi steypa alveg djöfulli fyndinn. Bakvið þessa steypu er góð og sniðug hu...
Þvílík og önnur eins vitleysa. En ólíkt flestum öðrum myndum sem falla í þann flokk er þessi bráðfyndin og flott gerð. Jason Nesmith (Tim Allen) lék á árum áður æðsta mann á geim...
Ég verð að segja að þessi mynd kom mér svolítið á óvart. Ég hélt að hún yrði full af 5-aura bröndurum en hún var bara ansi fyndin. Skemmtileg hugmynd bakvið þetta, að láta leikara...
Loksins! Eftir meira en átta mánuði er Galaxy Quest loksins komin til Íslands. Ég vona bara að The Straight Story fari að koma bráðum og að við förum að fá myndir mun fyrr. ÉG VIL FÁ T...
Stórskemmtileg og einstaklega fyndin gamanmynd sem segir í stuttu máli frá hóp útbrunninna leikara úr geimþáttum sem eru óhugnalega líkir Star Trek. Þeir fá heimsókn frá alvöru geimver...




























