Ég varð nú bara næstum þunglyndur þegar ég horfði á þessa. Myndin fjallar um hjón sem verða atvinnulaus og verða að finna nýjar leiðir til að afla peninga. Ekki alveg það sem maður...
Fun with Dick and Jane (2005)
"See Dick Run"
Daginn áður en verð hlutabréfanna í Globodyne hrynja, í stíl við orkufyrirtækið Enron, og lífeyrissjóður starfsmanna hverfur eins og dögg fyrir sólu, þá láta forstjórinn...
Öllum leyfð
BlótsyrðiSöguþráður
Daginn áður en verð hlutabréfanna í Globodyne hrynja, í stíl við orkufyrirtækið Enron, og lífeyrissjóður starfsmanna hverfur eins og dögg fyrir sólu, þá láta forstjórinn og fjármálastjórinn millistjórnandann Dick Harper vera andlit fyrirtækisins út á við, mitt í öllum hamförunum. Eftir þetta er Harper orðinn atvinnulaus, með engan lífeyrissjóð, né peninga til að kaupa sér hús. Dick og eiginkona hans Jane verða fljótt fátæk. Hann leitar að vinnu, eins og allir aðrir fyrrum starfsmenn Globodyne, hann meira að segja reynir að vinna erfiðisvinnu með skyldmennum mexíkóskrar barnfóstru þeirra. Þegar það berst bréf um það eigi að svipta þau húsi sínu vegna vangoldinna afborgana af lánum þá eru þau Dick og Jane komin á botninn og ákveða að fara glæpaleiðina til að afla sér fjár. Þá, þegar hlutirnir eru loksins farnir að líta vel út, þá ýtir yfirvofandi kæra þeim í átt að því að gera upp sakirnar við alvöru glæpamennina, hvítflibbaglæpamennina.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur


Gagnrýni notenda (7)
Pure leiðindi. Leiddist allan tímann yfir henni. Það var ekkert að virka hér: Leikstjórn, handrit, sagan, húmor allt glatað, að mínu mati. Jim Carrey er alveg glataður, og er ekkert fyndin...
Þetta er endurgerð af mynd frá 1977 , sem hét sama nafni og skartaði leikurunum George Segal og Jane Fonda. Ég hef nú ekki séð þá mynd, en langar mikið til þess eftir að hafa séð þes...
Það vantar "fun-ið"
Fun with Dick and Jane er áberandi tilraun hjá Jim Carrey til þess að sýna að hann geti enn verið sami sprelligosinn og hann var fyrir áratugi síðan. Ég held samt að fíflagangurinn sé fa...
Þessi mynd ætti alveg að sýna hve útbrunnin Jim Carrey er orðinn. Þó að hann sé nú stærra nafn en mótleikona hans Téa Leoni, þá hélt hún myndinni alveg uppi. Mikil vonbrigði !
Eins og alltaf þegar Jim Carrey á í hlut býst maður við flugeldasýningu. Maðurinn á svakalegan feril að baki, myndir á borð við Dumb and Dumber og Ace Ventura segja allt sem segja þarf. ...
Það er alltaf gaman að sjá myndir með snillingnum Jim Carrey enn mér fannst sammt vanta hans aðals merki í myndina sem eru gretturnar hans það kom varla fyir í myndinni að hann gretti sig ...





























