Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Fun with Dick and Jane 2005

Frumsýnd: 27. janúar 2006

See Dick Run

90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 29% Critics
The Movies database einkunn 47
/100

Daginn áður en verð hlutabréfanna í Globodyne hrynja, í stíl við orkufyrirtækið Enron, og lífeyrissjóður starfsmanna hverfur eins og dögg fyrir sólu, þá láta forstjórinn og fjármálastjórinn millistjórnandann Dick Harper vera andlit fyrirtækisins út á við, mitt í öllum hamförunum. Eftir þetta er Harper orðinn atvinnulaus, með engan lífeyrissjóð,... Lesa meira

Daginn áður en verð hlutabréfanna í Globodyne hrynja, í stíl við orkufyrirtækið Enron, og lífeyrissjóður starfsmanna hverfur eins og dögg fyrir sólu, þá láta forstjórinn og fjármálastjórinn millistjórnandann Dick Harper vera andlit fyrirtækisins út á við, mitt í öllum hamförunum. Eftir þetta er Harper orðinn atvinnulaus, með engan lífeyrissjóð, né peninga til að kaupa sér hús. Dick og eiginkona hans Jane verða fljótt fátæk. Hann leitar að vinnu, eins og allir aðrir fyrrum starfsmenn Globodyne, hann meira að segja reynir að vinna erfiðisvinnu með skyldmennum mexíkóskrar barnfóstru þeirra. Þegar það berst bréf um það eigi að svipta þau húsi sínu vegna vangoldinna afborgana af lánum þá eru þau Dick og Jane komin á botninn og ákveða að fara glæpaleiðina til að afla sér fjár. Þá, þegar hlutirnir eru loksins farnir að líta vel út, þá ýtir yfirvofandi kæra þeim í átt að því að gera upp sakirnar við alvöru glæpamennina, hvítflibbaglæpamennina.... minna

Aðalleikarar


Ég varð nú bara næstum þunglyndur þegar ég horfði á þessa. Myndin fjallar um hjón sem verða atvinnulaus og verða að finna nýjar leiðir til að afla peninga. Ekki alveg það sem maður þurfti að sjá núna. Myndin á að heita grínmynd en ég hló mjög lítið. Það voru samt skemmtileg atriði hér og þar. Jim Carrey skilar alltaf nokkrum hlátrum. Það var líka mjög gaman að hafa Alec Baldwin á svæðinu, hann klikkar seint. Allt í lagi afþreying í það heila.

Myndin er endurgerð af mynd frá 1977 með Jane Fonda og George Segel.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Pure leiðindi. Leiddist allan tímann yfir henni. Það var ekkert að virka hér: Leikstjórn, handrit, sagan, húmor allt glatað, að mínu mati. Jim Carrey er alveg glataður, og er ekkert fyndinn í myndinni. Og ekki eru Tea Leoní og Alec Baldwin betri. Örugglega versta mynd sem Jim Carrey hefur leikið í, með Earth Girls Are Easy. Enda með quotei frá Ásgeiri Sigfússyni: Can we say piece of shit? AÐVÖRUN: EKKI SJÁ HANA. Það er mitt álit.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er endurgerð af mynd frá 1977 , sem hét sama nafni og skartaði leikurunum George Segal og Jane Fonda.
Ég hef nú ekki séð þá mynd, en langar mikið til þess eftir að hafa séð þessa.
Jim Carrey hefur alltaf verið í svolittlu uppáhaldi hjá mér og hann var mjög góður í þessari mynd.
Þetta er fín mynd fyrir fjölskylduna til að horfa á ef velja á góða grínmynd
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Það vantar "fun-ið"
Fun with Dick and Jane er áberandi tilraun hjá Jim Carrey til þess að sýna að hann geti enn verið sami sprelligosinn og hann var fyrir áratugi síðan. Ég held samt að fíflagangurinn sé farinn að dofna með aldrinum, eða a.m.k. hæfileikinn fyrir honum, og það er vel augljóst að maðurinn geti svo margt betur í alvarlegri hlutverkum núorðið.
Það segir annars engan veginn að þessi mynd sé eitthvað léleg. Hún hefur sína spretti, og mörg atriðin eru ákaflega fyndin.

Gallinn liggur þó ekki í því sem eftir stendur í raun þegar á heildina er litið, heldur meira er þetta spurning um það sem hefði getað orðið. Handritið er bæði innihaldssnautt og kemst seint almennilega á flug. Atburðarásin sjálf er skrautleg og skondin, en manni finnst óneitanlega eins og þetta gat orðið mun betra.

Téa Leoni er annars komin með kómíska hlið sem maður fær sjaldan að líta á, og virkar hún vel samhliða Carrey. Saman virka þau en eiginlega er það ekki nóg til þess að bera uppi heila kvikmynd.

Það er pæling hvort að myndin höfði eitthvað vel til þeirra sem telja sig vera gallharðir aðdáendur Carreys, annars veit ég ekki. Í mínu tilfelli varð ég fyrir miklum vonbrigðum, og skelli miðjumoðseinkunn á myndina, þótt sú einkunn reynist vera nokkuð tæp. Nokkrir góðir punktar og ágætis hamagangur, en skilur sama og ekkert eftir sig.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd ætti alveg að sýna hve útbrunnin Jim Carrey er orðinn. Þó að hann sé nú stærra nafn en mótleikona hans Téa

Leoni, þá hélt hún myndinni alveg uppi. Mikil vonbrigði !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn