Náðu í appið
Funny People

Funny People (2009)

"George Simmons was prepared to die, but then a funny thing happened."

2 klst 26 mín2009

George er frægur uppistandari sem hefur aldrei gengið jafnvel á farsælum ferli sínum og nú.

Rotten Tomatoes69%
Metacritic60
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð
Ástæða:BlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Söguþráður

George er frægur uppistandari sem hefur aldrei gengið jafnvel á farsælum ferli sínum og nú. Því er það hrikalegt áfall fyrir George og fjölskylduna hans þegar hann er greindur með ólæknanlegan blóðsjúkdóm og er ekki búist við að hann muni lifa lengur en eitt ár í viðbót. Á sama tíma kynnumst við Ira sem er ungur og upprennandi grínisti sem gengur mjög illa að ná að komast í gegnum harðan heim sýningarbransans auk þess sem hann á eftir að móta sig sem uppistandari. Kvöld eitt troða þeir báðir upp á sama klúbbnum og George tekur eftir hæfileikum Ira. Í framhaldinu ræður George Ira til að verða aðstoðarmaður sinn með það að markmiði að hann taki við keflinu af sér þegar hann fellur frá. Brátt myndast vinskapur með þeim, en þegar George fær þær fréttir að honum sé skyndilega batnað kemur í ljós hvort hann hafi lært eitthvað af því að horfast í augu við eigin dauðleika...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Universal PicturesUS
Columbia PicturesUS
Relativity MediaUS
Apatow ProductionsUS
Madison 23 ProductionsUS

Verðlaun

🏆

Teen Choice Awards 2009 Tilnefnd (2): Gamanmynd sumarsins / Karlstjarna sumarsins – Adam Sandler

Gagnrýni notenda (2)

Þroskaðri og raunsærri Apatow

★★★★☆

Það er auðvelt að gera þau mistök að halda að hér sé einhver gamanmynd á ferðinni. Titillinn er fyrsta merkið, síðan aðalleikararnir og svo auðvitað Judd Apatow nafnið. Það er lyk...