Náðu í appið
Öllum leyfð

Sweet and Lowdown 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 30. júní 2000

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 77% Critics
The Movies database einkunn 70
/100

Skálduð ævisöguleg mynd um líf jassgítarleikarans Emmett Ray. Ray var óábyrgur, eyddi peningum villt og galið, hrokafullur, andstyggilegur, alkóhólisti, og ömurleg mannvera, sem var án efa besti gítarleikari í heimi. Fylgst er með Ray á fylleríi, skjóta rottur og horfa á lestir aka hjá. Fjallað er um drauma hans um frægð og frama, þráhyggju hans um hinn... Lesa meira

Skálduð ævisöguleg mynd um líf jassgítarleikarans Emmett Ray. Ray var óábyrgur, eyddi peningum villt og galið, hrokafullur, andstyggilegur, alkóhólisti, og ömurleg mannvera, sem var án efa besti gítarleikari í heimi. Fylgst er með Ray á fylleríi, skjóta rottur og horfa á lestir aka hjá. Fjallað er um drauma hans um frægð og frama, þráhyggju hans um hinn betur þekkta gítarleikara Django Reinhardt, og fallega tónlistina hans.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Woody Allen kemur hérna með mjög skemmtilega mynd um gítarsnillinginn Emmett Ray og byggir myndina upp einsog um alvöru karakter sé að ræða.Hugmyndin er mjög góð og leikarar standa sig allir með prýði og þá sérstaklega Penn.Tónlistin í myndinni spilar náttúrulega stórt hlutverk og er með eindæmum góð.Persónulega er ég ekki Hyper-aðdáandi Woody Allens en þetta er besta mynd hans síðan All you wanted to know about sex....,Annie Hall og Bananas.Hlustið líka endilega á Django Reinhardt sem er talað svo mikið um í þessari mynd því hann er algjör snillingur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Woody, Woody, Woody! Hvernig þessi snillingur fer að því að gera hverja svona snilldarræmuna á fætur annari - með sárafáum undantekningum - er óskiljanlegt með öllu. Penn í besta hlutverki ferilsins og myndin snilld frá upphafi til enda. Fyrir þá sem ekki þekkja Django Reinhardt gætu sumar senurnar farið fyrir ofan garð og neðan, en snilld engu að síður og skylduáhorf á hverju siðmenntuðu heimili.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hugljúf og heillandi kvikmynd frá meistaranum Woody Allen sem skapar enn eina úrvalsmyndina með sínum einstöku karakterísku hugleiðingum um lífið, ástina og hreinlega allt þar á milli. Hér segir frá jazzgítarleikaranum sjálfselska Emmet Ray (Sean Penn, Dead Man Walking) sem átti sín bestu ár og naut mestrar hylli í kringum 1930. Myndin spannar nokkur ár í lífi hans og lýsir lífi hans, lífsmynstri og þeim atburðum sem settu mestan svip á hans feril. Woody Allen lýsir honum meistaralega vel og gerir hann ekki viðkunnanlegan í huga kvikmyndaáhorfandans, enda er honum lýst sem sjálfselskum og hrokafullum manni sem spilar með alla í kringum sig og einkum þær konur sem hann á í ástarsambandi við. Það breytist allt er hann kynnist hinni mállausu Hattie (Samantha Morton) en hún bræðir hjarta hans og nær að hafa mikil áhrif á hann. Stórfengleg kvikmynd sem ég var hugfanginn af og naut ég hverrar mínútu í Háskólabíói er ég sá hana í gær. Tónlistin og kvikmyndatakan er hreint stórfengleg og eru persónulýsingarnar einkar kjarnríkar eins og alltaf er hjá meistara Allen og nær hann að gera allar meginpersónurnar eftirminnilegar í huga kvikmyndaáhorfandans. Því er sérstaklega að þakka heilsteyptri leikstjórn og handriti Woody Allen og ekki síst hreint óviðjafnanlegri túlkun aðalleikaranna sem fara á kostum í erfiðum hlutverkum. Sean Penn hefur ekki verið betri síðan hann fór á kostum í hlutverki Matthew Poncelet í "Dead Man Walking" 1995. Hann skapar heilsteyptan og sannfærandi karakter og er án nokkurs vafa burðarás myndarinnar og vinnur hann sannkallaðan leiksigur og nær að túlka eðli hans og persónuleika hreint óviðjafnanlega vel. Það kemur því ekki á óvart að hann skyldi hafa verið tilnefndur til Óskarsverðlaunanna 1999 sem besti leikari í aðalhlutverki, því hann fer hreinlega á kostum. Hið sama má sannarlega segja um Samönthu Morton sem er ógleymanleg í hlutverki hinnar mállausu Hattie og var hún tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir bestan leik kvenna í aukahlutverki og átti hún það svo sannarlega skilið, því túlkun hennar er heilsteypt og túlkar hún sakleysi og málleysi Hattie hreint óviðjafnanlega vel. Einnig fara þau Uma Thurman (hennar besta mynd langa lengi), Anthony LaPaglia og John Waters á kostum í hlutverkum sínum. En semsagt; "Sweet and Lowdown" er sannkölluð veisla fyrir alla kvikmyndaunnendur sem njóta mynda meistarans Woody Allen og einnig alla þá sem njóta sannkallaðra úrvalsmynda. Eins og svo oft áður er hið smáa sem er eftirminnilegast úr myndum Allen og er þessi mynd engin undantekning frá því. Ógleymanleg kvikmynd sem skarar fram úr öðrum myndum í bíóhúsum borgarinnar nú um stundir. Alls ekki missa af þessari úrvalsmynd sem er í senn heillandi og meistaralega vel gerð og ætti að hæfa öllum þeim sem hafa sannkallaðan áhuga á kvikmyndum
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Woody Allen er aftur kominn í sitt gamla góða form. Ekki það að hann hafi verið í einhverri lægð, heldur fór bara aðeins minna fyrir honum á Celebrity tímabilinu. Ég ætla ekki að fara að þræða söguþráð myndarinnar hér, til að komast að honum getiði lesið greinarnar hér fyrir ofan. Hins vegar vil ég bara koma því á framfæri, að hér er á ferð úrvalsmynd með úrvalsleikurum, sem allir kvikmyndaunnendur ættu að sjá. Sean Penn leikur gítarleikarann snilldarlega, og verðskuldar fyllilega óskarstilnefningu að ári, og það gerir Samantha Morton sem leikur mállausa unnustu hans einnig. Reyndar er ég nokkuð viss um að hún fái tilnefningu, vegna þess hve akademían heldur rosalega mikið uppá "disabled" fólk, veikt, sjúkt eða fatlað. Enda kannski ekkert skrýtið, þar sem oft getur reynst erfitt að túlka t.a.m. fatlaðan einstakling, en akademían virðist vera mjög svo hrifin af þess háttar leik. Endilega skellið ykkur á þessa mynd, og farið svo út í næstu videoleigu og leigið fleiri frábærar myndir eftir Woody Allen s.s. Bullets Over Broadway, Annie Hall, Everyone Says I Love You o.fl. o.fl. o.fl.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi nýjasta mynd Woody Allens segir frá skálduðum jazzgítarspilara að nafni Emmet Ray (Sean Penn) sem átti að hafi verið næstbesti gítarspilari heimsins upp úr 1930. Myndin fylgir honum um nokkurra ára skeið í lífi hans og fjallar sérstaklega um flesta þá atburði sem áttu að hafa mótað hann mest. Emmet er ekki viðkunnaleg persóna heldur ótrúlegur egóisti sem hugsar nær eingöngu um sjálfan sig. Þetta kemur sérstaklega fram í samböndum hans við konur, en samband hans við mállausa konu að nafni Hattie verður á endanum til þess að hann vaknar upp úr sjálfsblekkingum sínum í áhrifamiklu lokaatriði myndarinnar. Frammistaða Sean Penn í aðalhlutverkinu er það langsamlega besta við þessa mynd þó hún hafi upp á ýmislegt annað að bjóða. Penn er nánast algerlega sannfærandi sem Emmet og vinnur hér leiksigur. Tónlistin í myndinni er einnig vönduð og þeir sem eru fyrir jazztónlist ættu að hafa sérstaklega gaman af. Leikstjórn Allens er líka fyrsta flokks. Þetta er ein af þessum litlu myndum sem segja ekki beint merkilegan söguþráð en "litlu hlutirnir" í henni gera hana skemmtilega og gefandi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn