Ghost Dog
1999
(Ghost Dog: The Way of the Samurai)
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 12. maí 2000
Sá sem lifir eftir reglunum, deyr eftir reglunum
116 MÍNEnska
84% Critics 68
/100 Afrísk-amerískur leigumorðingi í Jersey borg hefur tileinkað sér Hagakure: Leið Samuræjans. Hann býr einn við einfaldan lífstíl, ræktar bréfdúfur, og kallar sig Ghost Dog. Lærifaðir hans, sem bjargaði lífi hans fyrir átta árum síðan, er hluti af mafíunni í hverfinu. Þegar dóttir yfirmanns mafíunnar verður vitni að einu morða Ghost Dog, þá fellur... Lesa meira
Afrísk-amerískur leigumorðingi í Jersey borg hefur tileinkað sér Hagakure: Leið Samuræjans. Hann býr einn við einfaldan lífstíl, ræktar bréfdúfur, og kallar sig Ghost Dog. Lærifaðir hans, sem bjargaði lífi hans fyrir átta árum síðan, er hluti af mafíunni í hverfinu. Þegar dóttir yfirmanns mafíunnar verður vitni að einu morða Ghost Dog, þá fellur hann úr náð. Fyrstu fórnarlömbin vegna þessa eru dúfurnar hans, en til að hefna fyrir drápið á þeim, þá ræðst Ghost Dog að árásarmönnunum, en vill ekki skaða læriföður sinn eða ungu konuna. Hann talar stundum við besta vin sinn, frönskumælandi Haítíbúa, sem selur ís í almenningsgarðinum, og við barn sem hann ræðir um bækur við. Mun hann verða trúr sannfæringu sinni? Og ef hann gerir það, hver verða örlög hans?... minna