Náðu í appið
Space Cowboys

Space Cowboys (2000)

"Space will never be the same"

2 klst 10 mín2000

Þegar rússneskt gervitungl á braut um Jörðu fer að fara af sporinu þá virðist sem stýrikerfið í gervitunglinu sé bandarískt að uppruna.

Rotten Tomatoes78%
Metacritic73
Deila:
Space Cowboys - Stikla
Öllum leyfð Öllum leyfð
Ástæða:BlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Þegar rússneskt gervitungl á braut um Jörðu fer að fara af sporinu þá virðist sem stýrikerfið í gervitunglinu sé bandarískt að uppruna. Það er mikilvægt að ná að laga það áður en það kemur inn í lofthjúpinn. NASA maðurinn, Bob Gerson, reynir að finna út úr því hver hannaði gervitunglið, og kemst að því að það var hannað af Frank Colvin, flugmanni sem var hluti af teymi sem átti að fara út í geiminn fyrir 40 árum síðan, en þegar NASA var stofnað og Gerson hafði afskipti af málinu, þá var hætt við ferðina. Gerson biður Frank um hjálp, en Frank er enn fúll út í Gerson. En eftir smá japl jaml og fuður þá samþykkir Colvin að hjálpa til, en með því skilyrði að hann og hans teymi fái að fara útí geim og laga gervitunglið. Gerson samþykkir með semingi, þannig að Frank safnar saman fólkinu sínu, Tank Sullica, Jerry O´Neill og Hawk Hawkins. Eftir ítarleg próf þá eru þau öll samþykkt og fara upp ásamt tveimur öðrum geimförum til að skoða gervitunglið, en komast svo að því að þau fengu ekki að heyra allan sannleikann í málinu.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (4)

Þegar ég sá Space Cowboys í fyrsta sinn varð ég fyrir þó nokkrum vonbrigðum. Kannski bjóst ég við meiri Armageddon stíl, eða kannski bjóst ég við meiri húmor. En það virðist ekk...

Ég ætla að vera sem harðastur á þessa mynd út af nokkrum ástæðum... 1. Þessir leikarar geta gert mikið betur heldur en þeir gerðu, þetta eru allir top leikarar og eiga það margir sam...

Þetta er ágætis geimmynd. Hér eru mættir gamlir jaxlar sem leika sinn leik mjög vel. Ég hef alltaf fílað Tommy Lee Jones(fyrir utan í myndinni Double Jeopardy).

Fín mynd um nokkra gamla herflugmenn sem misstu af tækifærinu til að komast út í geiminn á sjötta áratugnum og sjá sér því leik í hendi þegar ævaforn gervihnöttur sem aðeins þeir ge...

Framleiðendur

Village Roadshow PicturesUS
Malpaso ProductionsUS
Mad ChanceUS
Clipsal Films
Warner Bros. PicturesUS