Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Bedazzled 2000

Justwatch

Frumsýnd: 27. október 2000

Meet the Devil. She's giving Elliott seven wishes. But not a chance in Hell.

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 50% Critics
The Movies database einkunn 49
/100

Nördinn Elliot Richardson sem vinnur við símsvörun hjá tæknifyrirtæki, hefur verið skotinn í Alison Gardner í bráðum fjögur ár. Kvöld eitt, sem byrjar fremur illa fyrir Elliot, lætur hún hann róa. Elliot óskar þess að hún fari aldrei frá honum - og óskir hans rætast. Ótrúlega falleg ung kona kemur að máli við Elliot, og eftir að hún kynnir sig sem... Lesa meira

Nördinn Elliot Richardson sem vinnur við símsvörun hjá tæknifyrirtæki, hefur verið skotinn í Alison Gardner í bráðum fjögur ár. Kvöld eitt, sem byrjar fremur illa fyrir Elliot, lætur hún hann róa. Elliot óskar þess að hún fari aldrei frá honum - og óskir hans rætast. Ótrúlega falleg ung kona kemur að máli við Elliot, og eftir að hún kynnir sig sem Djöfulinn sjálfan, Lúsífer, myrkraprinsessuna, þá býður hún honum samning: Hann fær sjö óskir, en hann lætur hana fá sál sína. Elliot er ekki lengi að taka boðinu. Hver einasta ósk rætist, en hefur hliðarverkanir einnig, og fljótlega vill Elliot slíta samkomulaginu. Það eina sem skiptir hann máli nú er að fá sjálfur að ráða örlögum sínum.... minna

Aðalleikarar


Þótt að Bedazzeled sé ekki mjög góð mynd þá er hún skemmtileg gamanmynd og bara þónokkuð fyndin.

Þó að Brendan Fraser sé lélegur og hundleiðinlegur í Badazzeled þá á hann ekki að vera fyndinn eins og t.d Jim Carrey eða Queen latifah í sínum myndum því hin þokkafull Elizabeth Hurley sér um húmorinn og er bara frábær og virkilega skemmtileg sem djöfulinn sjálfur.

Handritið er eins og í nær öllum Hollywood myndum eins og ég hef margsagt áður nokkuð gallað og klisjur gera varar við sig.Brendan Fraser er líka hryllilegur og þarf ég að vara við honum.Hurley Bætir það samt upp.

Ef þið ætlið að sjá listrænt meistaraverk er bedazzeld einfaldlega ekki það sem þú/þið ert/eruð að leita að en ef þið viljið eiga góða kvöld stund með fjölskyldunni er þetta myndin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alveg svakalega fín mynd með Brendan Fraser í aðalhlutverki sem tölvunarfræðingur hjá fyrirtæki. Starfsfélagar hans þola hann ekki og hann er í ástarsorg. Það er ekki fyrr en hinn fallni engill Lúsífer(Elizabeth Hurley)býður okkar manni sjö óskir í skiptum fyrir sál sína sem hjólin líta út fyrir að fara að snúast en svona einfalt er þetta nú ekki. Ég er soldið hrifinn af þessari mynd fyrir ýmislegt,þetta er svona gamanmynd sem kann að skemmta manni og Hurley(finnst ykkur hún ekki tala líkt og Anthony Hopkins)og Fraser eru frábær í hlutvekum sínum. Að mínu mati er þessi mynd Bedazzled ein allra skásta mynd sem kvikmyndagerðarmaðurinn Harold Ramis hefur komið nálægt og finnst mér að hann ætti að halda áfram á þessari braut og gera fleiri svona myndir(Groundhog day var engan veginn nógu góð). Bedazzled er því skotheld skemmtun og ég hef mjög gaman af að horfa á hana öðru hvoru. Þrjár stjörnur. Þrjár og hálf ef að endirinn hefði ekki verið svona þunnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Skemmtileg endurgerð samnefndar myndar frá 1958 en ég er eiginlega búinn að sjá hana svo oft á Bíórásini að ég er kominn með leið á henni. Óvinsællt nörd (Brendan Fraiser,The Qiuet American) hittir dag einn konu (Elizabeth Hurley,Serving Sara) sem er reyndar djöfullinn sjálfur í kvennmannslíki (bókstaflega) og hún býður honum sjö óskir fyrir sál sína. Þetta er einmitt gott tækifæri til að sigra hjarta kollega hans sem hann hefur alltaf verið skotinn í. En einhvern veginn misheppnast alltaf óskir hans því að það fer alltaf eitthvað úrskeiðis. Fínasta skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Bara góð mynd sem ég hef séð reyndar mjög oft og er eginlega kominn með leið á henni en hún fær samt þrjár stjörnur. Brendan Fraser leikur gaur sem hittir Djöfulinn (Elizabet Hurley)og hún eða réttara sagt hann býður honum sjö óskir fyrir sál sína. Hann þiggur það og reynir að nota óskirnar til að geta orðið kærasti konu sem hann er skotinn í. Kannski langdregið handrit en góður leikur og með Orlando James úr Evolution.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alls ekki góð mynd. Söguþráðurinn er algjör þvæla myndin er um mann sem selur djöflinum sál sína fyrir sjö óskir. Brendan Fraser og Elizabeth Hurley eru einnig slæm. Ég gef myndini eina og hálfa stjörnu því maður getur hlegið að sumum bröndurunum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

25.06.2013

Sjáðu Spaceballs í bíó!

Bíó Paradís við Hverfisgötu ætlar að bjóða upp á sýningar á sígildum bíómyndum nú í sumar undir yfirskriftinni Sumar í Bíó Paradís. Um er að ræða blöndu af gamanmyndum, hrollvekjum, spennumyndum, og dra...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn